Mánudagur 21.02.2011 - 08:48 - 10 ummæli

Íslenskir arkitektar

Fyrir nokkrum misserum lét Egill Helgason þau orð falla í þætti sínum, Silfri Egils, á RÚV  að hann “treysti ekki íslenskum arkitektum”.  Það mátti skilja á honum að þetta ætti við arkitekta almennt þó orðin hafi fallið í tengslum við uppbyggingu í Vatnsmýri.  Þetta var að mínu mati tilefnislaus sleggjudómur hjá Agli, án nokkurs rökstuðnings.  Ég hef haldið því fram um áratugaskeið að íslenskir arkitektar séu jafnvel betri en kollegar þeirra víðast annarsstaðar,  þó engar séu stjörnurnar.  Þetta rökstyð ég með því að á Íslandi er styttra á milli góðra húsa en víða annarstaðar.  Ef settur er einn pinni á íslandskort allstaðar þar sem gott hús er að finna og samsvarandi í öðrum löndum þá hygg ég styttra verði á milli pinnana á íslandskortinu en annarsstaðar sem ég þekki til.   Í Bandaríkjunum víða er þetta sérlega slæmt.  Þetta gefur ekki vísindalega niðurstöðu en kannski einhverja vísbendingu. Ef við lítum hinsvegar til skipulagsmála og settur er pinni á kortið við hvert gott skipulag þá er sennilega lengra bil milli pinnanna hér á landi en víða í nágrannalöndunum.

Ég læt fylgja hér með teikningar og ljósmyndir af  góðu íslensku húsi  sem teiknað er af arkitektinum Pálmari Kristmundssyni árið 2004. Húsið er um 450 fermetrar að stærð fallegt, velskipulagt og  agað í allri sinni gerð.  Grunnmyndir eru einfaldar og starfrænar.  Þetta er vel hannað hús sem væntanlega fullnægir þörfum og óskum verkkaupans.

En framhjá því er ekki litið að Pálmar Kristmundsson er einn margra flinkra íslenskra arkitekta sem hægt er að treysta fyrir hverju sem er.  Egill Helgason, sem ég hef miklar mætur á,   og skoðanabræður hans ættu að líta betur í kringum sig áður en þeir tjá sig með þeim  hætti sem að ofan getur.

Varðandi grunnmyndirnar . Mér finnst alltaf slæmt þegar engin húsgögn eru teiknuð inn á grunnmyndir. Það er einhver amerisk hefð sem torveldar manni að skilja starfrænann tilgang hússinins, stærð þess og hlutföll.

Ljósmyndari er Åke Lindman

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Hilmar Þór

    Það sem Stefán Benediktsson vísar til er sennilega Weissenhofsiedlung nálægt Stuttgart sem var byggt vegna húsnæðissýningar árið 1927. Ég man að það var farið kyrfilega yfir þetta verk á Akademíunni í Kaupmannahöfn þegar ég stundaði þar nám fyrir áratugum. Sýningin samanstóð af húsasafni eftir færustu arkitekta þess tíma. Meðal þeirra voru Mies van der Rohe, Peter Behrens, Le Courbusiere, Walter Gropius, Hans Scharoun og margir fleiri. Alls einir 15 talsins. Húsaþyrpingin einkennist af húsum sem kennd eru við funktionalismann. Þetta voru framúrskarandi byggingar sem áttu eftir að hafa áhryf um allann heim. Allir sem gaman hafa af arkitektúr ættu að kynna sér þetta merka framtak.
    Áhryfa frá þessari sýningu gætir á íslandi og nægir að nefna þekktc hús Gunnlaugs Halldórssonar í Garðastræti sem ber einkenni frá sýningunni.

    Ég er sammála Stefáni um að svona hverfi séu ekki leiðinleg. En að sjálfsögðu geta þau verið það og hætt er við að menn gangi of langt í öllum hreinleikanum þannig að það verði nánast ekki pláss fyrir fjölbreytileg einkenni þeirra sem þar búa eða nota húsið. Þ.e.a.s. að vegna hreiunræktaðs stílsing er ekki rými fyrir einstaklinginn til þess að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Af öllu má of gera.

  • Guðmundur

    Ég er svona mitt á milli í þessu, þetta er falleg hönnun í einfaldleika sínum og ekki óáþekkt portúgalska húsinu sem Hilmar bloggaði um fyrir nokkru (http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/01/11/nutima-klisjur-i-byggingalistinni/). Hins vegar finnst mér það ekki aðlaðandi og langar ekki baun að búa í svona húsi:)

    Annars fór ég að hugsa, út frá bloggfærslunni um portúgalska húsið, að e.t.v. passar þessi minimalíski hvíti stíll betur í hlýju og sólríku loftslagi, í grámóskunni hér getur þetta virkað kuldalegt og fráhrindandi (fyrir utan það að þetta rímar betur við byggingarlistahefð miðjarðarhafslandanna). Er ég einn um þessa skoðun?

  • stefán benediktsson

    Ekki alveg sammála Magnúsi! Í Stuttgart er hverfi svona húsa. Frábært umhverfi. Hefur verið þarna í rúm 80 ár. Að vísu er þar um einbýli, raðhús og fjölbýlishús að ræða, alls um 25 hús að mig minnir þannig að blöndunin, mósaíkin er meiri en á Arnaenesinu. Vegna orða Magnúsar mæli ég þó stranglega með að arkitektar geri sér ferð í Úlfarárdalshverfið, staldri við um stund og horfi yfir til Grafarholts og spyrji sig hvað betur mætti fara.

  • Gunnar Gunnarsson

    Tek undir orð Magnúsar hér að ofan. Það er furðulegt hvað Bauhaus og funkisstíllinn heldur fast í arkitekta. Myndlistarmenn aðrir eru búnir að taka mörg skref í allar áttir t.d. frá strangflatarmálverkinu (konkretinu) og endurspegla fjölbreytni nútímans á meðan arkitektúrinn spólar fullmikið fyrir minn hatt og fleiri húfur.

  • Já þessar ljósmyndir sem þú lætur fylgja með sanna eiginlega orð Egils Helgasonar. Það er einmitt svona arkítektúr sem er verið að tala um þetta gelda stofnanna lúk, andleg leti reglustikunar fær alveg að njóta sín. Litavalið er svo jafn einfalt og hugurinn að baki.

    Það sem gerir götur í Reykjavík og Íslandi góðar og heillandi er hvað þær eru byggðar á löngum tíma. Þannig að einn arkítektúr verður ekki dóminerandi og það er dregið úr áhrifum hans, en fær að setja blæ á mósaíkina. Heill gata eða hverfi af svona húsum er skelfileg því þær eru svo litlaustar.

  • Samtal Inga og Amatörsins gefur tilefni til þess að velta fyrir sér staðnum og stöðunni. Staðnum sem byggt er á og stöðu stéttarinnar í samfélaginu. Það er rétt að það hefur stundum tekist illa að byggja við og inn í götumyndir. En það mun lagast með tilkomu íslenska arkitektaskólans(vonandi). Það sem arkitektar þurfa að gera er að stíga af stallinum niður á jörðina og kynna verk sín og aðferðafræði og byggja upp traust í samfélaginu.

  • Amatörinn

    Ok Ingi. Góður arkitektúr er vel heppnuð bygging í umhverfi sínu. Það er ekki hægt að aðskilja þessa tvo hluti. Það er það sem ég meina með almennu þekkingarleysi á störf arkitekta á Íslandi. Margir halda að arkitektúr sé bara „flott lúkk“ á byggingar, óháð starfrænni notkun eða umhverfi.

    Ég hef ekki séð þessa byggingu sem þú vísar til. En fínt að fá umræðu um opinberar byggingar. Hvort að þær þjóni vel hlutverki sínu og séu vel heppnaður arkitektúr.

  • Ég er alls ekki að gera lítið úr menntun eða kunnáttu þeirra síður en svo.
    Ég held að dæminn sanni að þeir gefa erlendum starfsbræðrum sínum ekkert eftir.
    Ég var bara að setja útá þetta eina atriði þ.e. að stundum vanti aðeins uppá að tekið sé tillit til umhvefissins, ég byggi þá gagnrýni enungis á því sem ég hef séð í kringum mig.

  • Amatörinn

    Egill segist ekki “treysta íslenskum arkitektum”.

    Íslenskir arkitektar eru menntaðir úr tugum arkitektaskóla út um allan heim. Ætli það sé einhver ákveðinn skóli eða land sem Egill hefur í huga, sem hann „treystir ekki“?

    Hvað með danina, bretana, amerkíkanana og japanana sem mennta sig í sömu skólum, treystir Egill þeim?

    Snúast fordómarnir þá frekar um þjóðerni en menntun?

    Getur kannski verið að Egill (og fleiri, t.d. Ingi hér að ofan) þekki lítið til menntunar og starfs arkitekta og leyfi sér því að slá svona fullyrðingum fram?

  • Vandasmál íslenskra arkitekta hefur alls ekki verið að þeir geti ekki teiknað mjög góð og falleg hús, þetta fallega hús sem þú sýnir er dæmi um það.
    Vandamálið er að þeir hafa mjög oft átt erfitt með að taka tillit til þess umhvefis og þeirra húsa sem eru í krng svo jafnvel fallegustu hús verða einkennileg og „out of place“.
    Gott dæmi um þetta er nýleg viðbygging við Fjölbrautarskólan í breiðhollti, mjög smekkleg og góð bygging en passar enganvegin við það sem fyrir er í hverfinnu hvorki aðrar byggingar fjölbrautarskólans né íbuðabyggðina við Vesturberg.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn