Í nýjasta eintaki af tímaritinu MODERN PAINTERS er aðal efnið Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður.
Það er alltaf ánægjulegt þegar maður verður þess var að íslendingar og verk þeirra vekja athygli í hinum stóra heimi.
Katrín segir í viðtali í blaðinu að hún hafi engan áhuga á arkitektúr. („in many ways, I´m profoundly uninterested in architecture“)
Þetta kemur sérstaklega á óvart þegar verk hennar eru skoðuð því þau virðast bundin byggingalist sterkum böndum.
Til dæmis verkið, Boiseries, sem hún hefur sýnt viða (t.d. í New Yourk Metropolitan Museum of Art) sem er endursköpun rýma Hotel de Cabris í suður Frakklandi.
En hvað sem því líður þá má draga af þessum ummælum Katrínar þá ályktun að arkitektúr hefur jafnvel áhrif á fólk án þess að það viti af því eða vilja viðurkenna það.
Færslunni fylgja nokkrar myndir af verkum Katrínar.
Verk eftir Katrínu. Óbyggð villa frá þriðja áratugnum í Reykjavík (gert árið 2005)
Að ofan er verkið „Boiseries“, sem er innblásið frá Hotel de Cabris í Grasse í suður Frakklandi.
Að neðan er opnumynd úr nýjasta eintaki af MODERN PAINTERS. Efst í færslunni er forsíða tímaritsins.
Á eftirfarandi slóð má lesa umfjöllun um Katrínu í stórblaðinu New Yourk Times
http://www.nytimes.com/2010/10/29/arts/design/29katrin.html?_r=1
Annar heimsþekktur íslenskur myndlistarmaður hefur einnig sótt innblátur í byggingalistina og gert verk sem eru afar skild henni á margan hátt. Það er Ólafur Elíasson. Um hann má lesa á eftirfarandi slóð:
http://blog.dv.is/arkitektur/2009/09/30/%E2%80%9Cyour-house%E2%80%9D-eftir-olaf-eliasson/
„Your House“ eftir Ólaf Elíasson.
Rita ummæli