Föstudagur 24.08.2012 - 01:22 - Rita ummæli

Katrín Sigurðardóttir mydlistarmaður

 

Í nýjasta eintaki af tímaritinu MODERN PAINTERS er aðal efnið Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður.

Það er alltaf ánægjulegt þegar maður verður þess var að  íslendingar og verk þeirra vekja athygli í hinum stóra heimi.

Katrín  segir í viðtali í blaðinu að hún hafi  engan áhuga á arkitektúr. („in many ways, I´m profoundly uninterested in architecture“)

Þetta kemur sérstaklega á óvart þegar verk hennar eru skoðuð því þau virðast bundin byggingalist sterkum böndum.

Til dæmis verkið, Boiseries, sem hún hefur sýnt viða (t.d. í New Yourk Metropolitan Museum of Art) sem er endursköpun rýma Hotel de Cabris í suður Frakklandi.

En hvað sem því líður þá má draga af þessum ummælum Katrínar þá ályktun að arkitektúr hefur jafnvel áhrif á fólk án þess að það viti af því eða vilja viðurkenna það.

Færslunni fylgja nokkrar myndir af verkum Katrínar.

 

Verk eftir Katrínu. Óbyggð villa frá þriðja áratugnum í Reykjavík (gert árið 2005)

Að ofan er verkið „Boiseries“,  sem er innblásið frá  Hotel de Cabris í Grasse í suður Frakklandi.

Að neðan er opnumynd úr nýjasta eintaki af MODERN PAINTERS. Efst í færslunni er forsíða tímaritsins.

Á eftirfarandi slóð má lesa umfjöllun um Katrínu í stórblaðinu New Yourk Times

http://www.nytimes.com/2010/10/29/arts/design/29katrin.html?_r=1

Annar heimsþekktur íslenskur myndlistarmaður hefur einnig sótt innblátur í byggingalistina og gert verk sem eru afar skild henni á margan hátt. Það er Ólafur Elíasson. Um hann má lesa á eftirfarandi slóð:

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/09/30/%E2%80%9Cyour-house%E2%80%9D-eftir-olaf-eliasson/

 

„Your House“ eftir Ólaf Elíasson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn