Einhver alflinkasti leirlistamaður landsins Kolbrún Björgólfsdóttir, KOGGA, opnar sýningu hjá Bredgade Kunsthandel í Kaupmannahöfn n.k. fimmtudag þar sem hún sýnir ein 70 verk.
KOGGA er lærð frá Danmarks Designskkole og hefur stundað list sína hér á landi um áratuga skeið. KOGGA er apstrakt expressionisti sem notar mikið grunnform á borð við píramida, kúlur og keilur. Mörg verka sinna vann hún í náinni samvinnu við eiginmann sinn Magnús Kjartansson listmálara, sem lést fyrir nokkrum árum.
KOGGA sem hefur rekið Kogga keramik gallerí að Vesturgötu 2 um áratugi hefur haldið einkasýningar og samsýningar víða um lönd.
Ljósmyndirnar sem fylgja færslunni tók Elsa Björg Magnúsdóttir








 Hilmar Þór Björnsson arkitekt
			Hilmar Þór Björnsson arkitekt
			 
			
Það er léttir að fá umfjöllun um listamann eins og Koggu hér á vefnum. Gaman væri að fá kynningu á einhverjum okkar færu húsgagna- og innréttingahönnuðum
Frábærir listamenn, Maggi og Kogga