Mánudagur 31.03.2014 - 00:10 - 9 ummæli

Krikaskóli í Mosfellsbæ

Krikaskóli í Mosfellsbæ hefur vakið athygli mína fyrir skemmtilega nálgun og samtal við umhverfið.

Það þarf nefnilega oft lítið til þess að byggingar tengist umhverfi sínu. Byggingar sem ekki tengjast umhverfinu á einhvern hátt eru ekki eins góðar og hinar.

Þær eru, ef djúpt er í árina tekið, bara alls ekki góðar byggingar.

Best er þegar þær tengjast umhverfini hvað efnisval og form varðar, tengjast umhverfinu menningarlega og hafi sögulega vídd. Og ef þær fanga staðarandann og tala til umhverfisins þannig að það skiljist.  Svo er mikilvægtað þær nýti umhverfið og aðstæður þannig að það gagnist húsinu sjálfu og auðgi  staðinn þar sm það er byggt.

Krikaskóli í Mosfellsbæ nær eitthvað áleiðis hvað þetta varðar. Skólabygingin á samtal við umhverfi sitt á skemmtilegan hátt.

Þetta skemmtilega samtal gerir fyrst vart við sig þegar horft er til skólans frá Vesturlandsveginum þar sem byggingin og Reykjaborgin, sem er fjall sem húsið ber í, kallast á. Hitt er svo hvernig húsið aðlagar sig Reykjavegi sem hefur allnokkurn umferðaþunga  og svo að brekkunni til suðurs og fléttast þar inn í landslagið um leið og það mætir götunni á forsendum hennar.

Húsið er teiknað af Steffen Iwersen hjá Enrúm arkitektum í samstarfi við Kristínu Brynju Gunarsdóttur arkitekt, Andra Snæ Magnason rithöfund,  Suðaustan átta og Arkiteó arkitekta ef ég skil rétt.

Krikaskóli er ætlaður börnum á fyrstu stigum skólagöngunnar frá um eins árs aldri til níu ára aldurs.

Myndirnar sem fylgja færslunni  lýsa byggingunni vel eru fengnar af netinu.

Strax að neðan er mynd sem sýnir vel tengsl skólabyggingarinnar við Reykjaborg sem er áberandi fjall í Mosfellsbæ. Margir arkiktektar sækja í fjarlæg kennileiti til þess að festa byggingar sínar í sessi  á þeim stað sem þær rísa. Hér í Krikaskóla sér maður þessi tengsl við Reykjaborgina.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hilmar Gunnarsson

    Ég fór einhvern tíman og skoðaði skólann í fylgd með þeim sem komu að hönnun hans. Mér finnst hann bara mjög flottur, með flottum pælingum en örlítið yfirkeyrður af hugmyndum.

    Starfandi í Noregi finnst mér gagnrýni á viðarklæðningu bara fyndin. Mér er ekki kunnugt um gerð þessarar klæðningar en veit að með nútímatækni getur þú fengið náttúrulega viðarklæðningu með endingartíma í allt að 50 ár.

    Ég er sammála því að maður verður að meta hvert hönnunarverk með hliðsjón af byggingarkostnaði, en mér finnst áberandi hversu neikvæðar umræðurnar verða, sama hvaða hönnunarverk er fjallað um. Þetta er sérstaklega áberandi þegar að kollegar eiga í hlut.

    „Bara ef ég hefði fengið að ráða, þá hefði allt verið fullkomið.“ Nei, það er alltaf auðveldara að standa utan frá og vera vitur eftir á.

    Mér finnst að ég og kollegar mínir eigi að venja sig á að fjalla meira á jákvæðan hátt um arkitektúr. Við skulum ekki falla inn í íslenska þunglyndið og tala fagið okkar niður. Þarna er ég ekki að tala um einhvern fagurgala og að menn eigi að koma sér undan uppbyggilegri gagnrýni. En gagnrýni er ekki uppbyggileg nema að uppbygging / jákvæðni fylgi með henni.

    Góðar stundir.

    • Jón Þórður

      Pistla höfundur hrósar nú aldeilis þessari byggingu en nefnir ekki kostnaðinn. Kannski er til of mikils ætlast að svona stutt blogg taki á öllum málum.

    • Hilmar Gunnarsson

      Það er rétt Jón Þórður. Ég kalla eftir meira af jákvæðri umræðu svona almennt séð. Átti ekki við þennan pistil sérstaklega. Pistlahöfundur nafni minn fjallar mjög faglega um arkitektúr á síðunni sinni og má læra margt af honum 😉

  • Óskar Guðmundsson

    Það sem ekki er skoðað er hver kostnaðurinn er vs nýting rýmisins.

    Krikaskóli var dýrasti skóli landsins per m2 …. þangað til að nýji framhaldsskólinn í Mos var vígður nú fyrir skömmu.

    Hvar liggur lína hagnýtis vs. hönnun?

    • Þóroddur

      Auðvitað á að skoða kostnaðinn þegar arkitektúr er metinn. Þeir peningar sem eru til ráðstöfunnar gefa svigrúm til flugs ef þeir eru miklir og að sama skapi heftir það arkitektana ef þeir eru af skornum skammti.

      Þetta er mjög athyglisvert sjónarmið sem oft gleymist. Og svo er ég sammála um viðhaldið sem Ingibhörg nefnir. Menn þurfa að ekki bara að skoða stofnkostnað. Það þarf lóka að huga að rekstrarkostnaði.

    • Hörður Sveinsson

      Hvað kostuðu skólarnis?
      Er einhver með tölur?

    • Michelangelo

      Hvar liggur lína hagnýtis vs. hönnun?

      Hmm.

      Aldrei var ég spurður að þessu.

      En hún hlýtur að þurfa að liggja talsvert fyrir ofan lægsta samnefnara.

      Þegar verið er að hanna skóla.

  • Ingibjörg Óskarsdóttir

    Það er aldeilis hrósið sem húsið fær. Maður gæti haldið að höfundurinn sé að koma vinum sínum á framfæri.

    Ég vil benda á einn galla og það er viðhald. Allt þetta timburverk á eftir að kosta sitt. Taktu myndir eftir 10 ár og birtu þær á vefnum!!! Hvernig ætli þetta líti út þá?

    • Hilmar Þór

      ‘Eg geri greinarmun á boltanum og manninum. Ég þekki ekki aðstandendur þessa húss en mér finnst áhugaverð skýrskotunin til Reykjaborgarinnar hvort heldur hún er tilkomin ómeðvitað með innsæji listamannins eða útpæld snilldarstrik. Allavega hef ég hvergi séð eða heyrt nokkurn tala um þetta samtal hússins við nærliggjandi fjall.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn