Eftir að hafa kynnt mér deiliskipulag Landspítalans nokkuð þá sýnist mér málið líta svona út.
- Flestir eru sammála um að það sé mikil hagræðing falin í því að starfsemi sjúkrahússins sé á einum stað og að það beri að stefna að því markmiði að sameina starfsemina. Mér sýnist þeir hafi mikið til síns máls.
- Flestir eru sammála um að heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands verði samtvinnað sjúkrahúsinu og háskólamenn vilja hafa það í göngufæri frá aðalbyggingu Háskóla Íslands. Mér sýnist þeir hafi nokkuð til síns máls.
Það er aðeins eitt sem fólk hefur áhyggjur af.
- Flestir sem láta heyra í sér og eru ekki hagsmunaaðilar telja staðsetninguna óheppilega og jafnvel ranga. Þetta byggingamagn samræmist ekki byggðinni í kring og þeir telja það of mikið fyrir lóðina. Skipulagið sé ekki í takti við staðaranda Reykjavíkur og byggðamunstrið í Þingholtunum. Gatnakerfið þoli ekki aukið umferðaálag. Mér sýnist þeir hafi mikið til síns máls.
Það er sennilega ekki miklu hægt að breyta í þessum efnum úr því sem komið er. Verkefnið er að byggja Háskólasjúkrahús af þessari stærð á þessum stað.
Við verðum sennilega að sætta okkur við þessi ósköp.
Bæði staðsetninguna og byggingamagnið.
Vandamálið sem þá þarf að leysa er að mæta þeim sem eru óánægðir og lágmarka inngripið og gera byggingamagnið fyrirferðaminna í umhverfinu þannig að það samræmist byggðamynstrinu og staðaranda Reykjavíkur. Það þarf að stækka lóðina eða minnka húsin.
Eitt af því mikivægasta sem ég lærði í arkitektaskóla var að sjá út fyrir boxið, út fyrir rammann, út fyrir lóðina.
Okkur var kennt að setja allt í stórt samhengi. Ekki bara það sem fyrir augu bar heldur líka í menningarlegt- og félagslegt samhengi.
Landspítalinn þarf að brjóta odd af oflæti sínu og horfa út fyrir rammann, útfyrir lóðina og byggja hluta starfseminnar utan núverandi lóðarmarka.
Það þarf að stækka Landspítalalóðina ef ekki er hægt að minnka húsin.
Lóðina er hægt að stækka með þeim hætti að byggja hluta bygginganna (c.a.30-40%) sunnan Hringbrautar, segjum allan þann hluta sem er sérmerktur heilbrigðisvísindasviði ásamt sjúkrahóteli og bílastæðahúsum.
Bílastæðahús sunnan Hringbrautar hefðu veruleg ahrif á andrúmið á núverandi spítalalóð og í Þingholtunum eins og þau leggja sig. Umferð í Þingholtum yrðu mun minni en nú er. Stæðin nýttust sjúkrahúsinu jafn sem þeim sem vinna í byggingum umhverfis aðalbyggingu HÍ.
Staðsetning bygginga heilbrigðisvisindasviðs sunnan Hringbrautar væru í mun geðþekkari námd við háskólann en annars. Byggingarnar gætu nýst í báðar áttir, frá vestri til austurs og frá austri til vesturs á þverfaglegan virkan hátt fyrir öll svið HÍ. Háskólahluti sjúkrahússins og bífreiðastæðahúsin gætu einnig nýst til suðurs, til HR. Líklegt er að HÍ og HR sameinist í tímans rás.
Ég geri ráð fyrir að þessi kostur hafi verið skoðaður. Fróðlegt væri að fá að heyra af þeim athugunum.
Hér er rissað inn á uppdrátt hvernig Háskóli Íslands, Landspítalinn og Háskólinn í Reykjavík tengjast. Með því að færa Heilbrigðisvísindasvið, sjúkrahótel og bílastæðahús suður fyrir Hringbraut skapast ný og góð tækifæri um leið og verulega er létt á Þingholtunum og næsta umhverfi sjúkrahússins.
Þessi frétt fór heldur ekki fram hjá mér
og mitt litla hjarta gladdist yfir því,
að kannski færu menn að sjá ljósið
og væru farnir að átta sig á því að 2+6 væru líkast til 8,
en ekki eitthvað allt annað, litlu verður Vöggur feginn,
þegar menn sjá … kannski … ljósið.
Hvað voru margar nefndir og sérfræðiálit starfshópa
af öllum mögulegum mössum og kössum sem föttuðu það ekki,
eða það þjónaði ekki hagsmunum þeirra að sjá ljósð ?
Strútarnir sem stinga rössum sínum út í loftið,
og grafa hausana í gylltan sandinn, tja … þeir sjá ekki hið augljósa, sem allt venjulegt fólk sér, sem hefur augun opin og heilabúin gagn- og gaman virk.
Ég tek undir með Guðlaugi Gauta. Þessi sjónarmið Björns Zoega og skipulagsyfirvalda benda til þess að Hringbrautarlóðin henti ekki sjúkrahúsinu. Ef hærri hús eru heppilegri þá er Hringbrautarlóðin óæskileg. Til viðbótar talar Björn um bifreiðastæðavanda sem ég hef verið látinn halda að væri ekki vandamál vegna breyttra ferðavenja starfsfólksins.
Kíkið á þetta:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4590897/2011/09/19/7/
Þakka GGJ að benda á þesst viðtal
Rétt í þessu (19.9.11 kl 1815) var Björn Zoega, forstjóri Landsspítala, að lýsa því yfir í fréttum á Rás 2 að hann hefði viljað hafa nýbyggingar LSH hærri ogt að það hefði verið betra fyrir starfsemina. Skipulagsyfirvöld hefðu hinsvegar lagst gegn því að byggt yrði hærra (kannske vegna flugvallar; innskot GGJ). Þarna er upplýst um enn eitt atriðið sem mælir gegn staðsetningu LSH við Barónsstíginn.
Ég man ekki eftir fréttum af umföllun borgarinnar um málið. Ætl
ar Besti ekki að sýna karlmannslundina og hafna þessu? Besti er eini flokkurinn sem er ekki tengdur malinu í landsmálapólitíkinni á fyrri stigum
Á maður að trúa því að kjörnir fulltrúar í Reykjavíkurborg, sem hefur skipulagsvaldið ætli að láta þetta yfir sig ganga?5
Þetta má ekki gerast. Allavega verður að ná sáttum um framkvæmdina meðal fólks.
Þetta má ekki afgreiða án meiri umræðu og kynningar. Því er haldið fram að ekki hafi tekist að milda umfangið frá því að samkeppnistillagan var lögð fram. Þvert á móti hafi húsin verið hækkuð og stækkuð í vinnslunni.
Halda þarf fund
Og það á að leyfa fyrirspurnir. Hafa pallborð þar sem efasemdarfólk situr með húsbyggjandanum. Þetta er ekki einkamál einhverra embættis og stjórnmálamanna.
Þessi hugmynd um að hafa hluta bygginganna sunnan Hringbrautar mundi marka upphaf byggðar í Vatsmýri og stuðla að nauðsynlegri sameiningu HR og HÍ.
Að hafa heilbrigðisvísindasvið sunnan Hringbrautar mun styrkja fræðasamfélagið og óþægindin af því að skilja LHS og háskólabyggingarnar eru í lámarki.
Aðalávinningurinn er samt tengdur umferðinni og aðlögun að Þingholtum er auðveldari. Lausnin hlýtur að styrkja hugmyndirnar sem ræddar hafa verið um breyttar ferðavenjur reykvíkinga.
Spurningin sem gleymist oft í umræðunni er:
Hvers vegna er hagstætt að byggja nýjan spítala?
Hér eru nokkrir þættir sem auka á hagkvæmni vegna nýbyggingar sjúkrahúsa:
• Það er verið að sameina rekstur margra sjúkrahúsa, gömlu sjúkrahúsin eru þá annaðhvort lögð niður eða þeim er fengið nýtt hlutverk sem minnkar þá álagið á nýja sjúkrahúsið – staðsetningin er valin m.t.t. umferðartenginga og miðju upptökusvæðis sjúklinga, sem dæmi má nefna ný sjúkrahús í Edinborg og Winnenden
• Um leið og starfsemi er kominn undir þak sjúkrahússins er flokkast hún sem dýr þjónusta. og því felst hagkvæmnin að hluta til í því að skilgreina hvaða þjónusta á að vera veitt og hvort það sé hægt að finna henni annan stað í kerfinu, sem dæmi má nefna liðskiptaaðgerðir, langvarandi sjúkdómar, þar sem greiningu er lokið og/eða aðgerð þarf ekki á t.d. gjörgæslu að halds. Að auki felst hagkvæmni í því að veita eftirmeðferð/eftirfylgni á heilsugæslunu og þjónustu í heimabyggð
• Rými eru hönnuð í kringum starfsemina – óhagkvæmni í eldri byggingum felst m.a. í því að það er verið að finna starfsemi pláss í húsinu sem er illa fallið til breytinga og því fær starfsemin oftar en ekki meira pláss en hún þarf og með lélegum tengingum við aðra starfsemi, sem hefur þá aukin rekstrarkostnað í för með sér
• Nútíma byggingatækni býður upp á mikinn sveigjanleika í byggingum, sem eldri byggingar hafa ekki
• Byggingartími styttri þegar byggt er á nýrri lóð en þegar verið er að prjóna við eldri byggingar, það má ekki gleyma því að starfsemi sjúkrahúsa er viðkvæm – það virðist oft gleymast að þar er veikt og deyjandi fólk. Hávaðinn og raskið á byggingatíma hefur umtalsverð áhrif á starfsemina þar mætti læra af reynslunni og skoða hvaða áhrif framkvæmdar við K-byggingu hafði á sjúklinga og starfsfólk.
• Tengingar milli deilda og innan deilda eru betri, sem er verið að leitast eftir t.d. vegna öryggis sjúklinga
• Samnýting rýma betri þegar gert er ráð fyrir henni í hönnun
• Sala á eldri byggingum gengur upp í byggingakostnað
Ég tek sérstaklega fram að þessi listi er ekki tæmandi
Skýrslur erlendra sérfræðinga gera ráð fyrir um 90.000 fermetra sjúkrahúsi fyrir alla landsmenn, en þessi áform eru mun metnaðarfyllri
Athyglisverð umræða. Út frá sjónarmiðum arkitektúrs og skipulags er núverandi staðsetning að sjálfsögðu illskiljanleg. Gagnlegt væri að fá að sjá ítarlegri rökstuðning fyrir því hvers vegna því var hafnað að standa að þessari uppbyggingu á lóð Borgarspítalans.
Ætla menn að fórna bestu mögulegu nýtingu húsnæðis fyrir staðsetninguna. Eins og Páll Gunnlaugsson segir hér að ofan þá var hætt við fyrri tillögur því þar var meira og minna einblýnt á einn til tvo stóra massa. (eitthvað sem er sennilega hentugast fyrir hátækni sjúkrahús)
Hinsvegar kom fram ný tillaga þar sem húsin voru brotin upp og massar færðir í sundur. Hvað þýðir það fyrir notendur húsana ? Erum við að fara að brjóta upp þessar byggingar bara til að geta byggt þennann spítala okkar á þessari mjög svo umdeildu lóð. Hvort er mikilvægara ?
Hversvegna var Fossvogurinn sleginn útaf borðinu ? Sýnist hann bera þetta byggingarmagn mun betur samanber grein eftir Örn sem Hákon bendir á hér að ofan.
Hvað verður um hús borgarspítalans ? Hótel kannski, nei varla enda ekki heppilega staðsetning ? Tómt, rifið ??
Talandi um hótel, væri gamla landspítalahúsið ekki glæsilegt hótel í göngufæri við miðbæinn ?
Gott innlegg frá Erni Þór, sem Hákon Hrafn vísar til og sýnir að mínu mati að skala og massa-lega séð, í umhverfinu, færi mun betur á að byggja við Borgarspítalann. Erum við ekki annars að ræða hér um arkitektúr og skipulag? Eða ráða allt önnur sjónarmið ferðinni?
Varðandi staðsetninguna:
„… Hægt er þó að viðurkenna að á þessum fundum eru menn eiginlega löngu hættir að ræða „staðsetninguna“.“ segir Páll.
Og þar sem við Páll heitum báðir postula-nöfnum spyr ég því efni skylt:
„Nú … og hvenær og af hverjum var það meitlað á stein-töflur ????“
Þetta er líka áhugavert innlegg frá arkitekt í fyrra.
http://vefir.eyjan.is/lugan/2010/04/07/landspitali-eda-haskolasjukrahus/
Páll, það er ekki rétt að það hafi alltaf verið niðurstaðan úr fjölda úttekta að best sé að byggja við Hringbraut.
Hér er samantekt sem danska ráðgjafarfyrirtækið Ementor skilaði fyrir akkúrat 10 árum.
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/frett0014.html
og hér er svo læknir sem tekur undir það sem fram kemur þar
http://www.laeknabladid.is/media/skjol/2003-6/2003-06-u05.pdf
Mér sýnist hin íslenska leið hafa verið valin við forvinnuna, þ.e. fá sérfræðimat og ef þeim sem stjórna verkinu líkar það ekki að þá er beðið aðeins og fengið annað sérfræðimat þangað til niðurstaðan verður ásættanleg fyrir þá sem mesta „hagsmuni“ hafa af byggingunni.
Nú telst ég ekki hlutlaus heldur því ég vinn á Heilbrigðisvísindasviði HÍ og á að flytja í þessa dýrð. Ég er hinsvegar nánast sá eini þar sem ekki hrífst með „snilldinni“. Ég er sammála um þörf á nýjum spítala en sé ekki að stjórnvöld hafi áhuga á hátæknisjúkrahúsi að innan. Hér er einungis verið að hugsa um koma „hjólum atvinnulífsins“ af stað enda skulda stjórnmálaflokkar verktökum alltaf mikinn greiða eftir hverjar kosningar.
Steingrímur hefur sjálfur sagt að ekki séu til peningar til að byggja lítið fangelsi á Hólmsheið og því eru þeir varla til fyrir þessar risaframkvæmdir. Skiptir þá engu hvort lífeyrissjóðirnir fjármagni verkið (sem gerir það bara dýrara) eða að um svokallaða einkaframkvæmd sé að ræða. Í öllum tilfellum þarf að borga fyrir draslið með peningum sem eru ekki til.
Og þá kemur að því sem ég ótttast mest.
Það er að þetta fari langt fram úr áætlunum og verði þessvegna bara hálfklárað og engir peningar verði til í reksturinn.
í ljósi sögunnar verður rannsóknarstarfsemin og tengingin við HÍ látin mæta afgangi + öll þessi fallega hugsjón um umhverfissjónarmið.
Annars skrifaði Pawel um þetta síðasta föstudag þar sem hann bendir á vandamálin við verkin eru alltaf geymd í 1. áfanga. Þeim á svo að redda í 2. áfanga sem aldrei verður.
http://www.visir.is/allt-verdur-gott-i-afanga-2/article/2011709099995
Ef það verður svona auðvelt að leysa umferðarvandamálin með því að taka upp gjaldskyldu á öll stæði, af hverju er það þá ekki bara gert strax? það kostar amk ekki neitt og er hægt að hrinda í framkvæmd á eftir.
Páll minn og eru til peningar fyrir þessu öllu?
Eru til einhverjir guðdómlegir aurar í þetta, kannski manna af himni?
Ég spyr nú bara héðan úr öskustó hrunsins
og spyr þig fyrst þú virðist vera svona tilkippilegur og liðlegur að svara fyrir hönd þeirra yfirbyggða guða,
sem véla með aura almúgans, þó mannað birtist okkur ekki.
Ég hefði haldið að smærri verkin þjónuðu fleirum betur, en það er kannski misskilningur hjá mér að hið fagra búi í hinu smáa og fjölbreytta?
Að gefni tilefni Hilmar:
(Fyrst .. ég er „hagsmunaaðili“ þar sem ég vinn við gerð tillögunnar)
Það er rétt hjá þér, kynningar eru miklivægar. Ein slík er í gangi núna og mér sýnist umræðan hafa verið nokkuð málefnaleg í aðalatriðum. Gott og vel.
Mér finnst menn þó stundum tala eins og þetta sé „nýtt“ mál, en svo er alls ekki. Spítalinn hefur verið á skipulagi á þessum stað frá upphafi 20. aldar. Hringbrautin var t.d. flutt til suðurs til að rýma fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu. Fjöldi úttekta hefur farið fram þar sem fjallað er um heppilegustu staðsetningnu spítalans og ávallt hefur niðurstaðan verið sú að „hagkvæmast“ þykir að spítalinn sé á þessum stað. Það má örugglega endalaust deila um það, en þetta er hin „lærða“ niðurstaða.
Haldin var samkeppni um skipulag og hönnun spítalans árið 2005 og vinningstillaga úr þeirri samkeppni unnin nokkuð langt. Fallið var síðar frá þeim hugmyndum vegna þess að tillagan þótti of stór og ekki taka nægilegt tillit til nýtingar þeirra bygginga sem eru á lóðnni. Haldin var ný samkeppni árið 2010 og við erum að ræða niðurstöður þeirrar samkeppni. Tillagan sem varð hlutskörpust í þeirri samkeppni (margurædd tillaga) var einmitt valin vegna þess að hún brýtur upp byggingarmassana en gerir ekki ráð fyrir einu stóru „húsi“. Deila má um mælikvarðann, en við verðum að huga að því að verið er að byggja spítala og hann er stór ..
Kynningarfundurinn á Háskólatorginu var „kynningarfundur“. Málið var útskýrt frá ýmsum hliðum þó ekki hefði verið eytt miklum tíma í staðsetninguna, þar sem hún var ekki til umræðu á þessum fundi . Ekki voru „leyfðar“ fyrirspurnir eins og komið hefur fram, en fulltrúar tillögunnar, amk 6-8 manns, voru sérstaklega merktir og stóðu við teikningar og ræddu við fólk sem áhuga hafði á að ræða tillöguna og einstök atriði hennar. Held ég geti fullyrt að fleiri hafi komist að með sínar athugasdemdir og spurningar heldur en ef leið fyrirspurna úr sal hefði verið farin. Þetta er bara önnur aðferð við kynningu. Við verðum að átta okkur á því að það eru ekki allir sem standa upp á svona fundum og spyrja spurninga.
Talað hefur verið um lítið „samráð“. Staðreyndin er samt sú að haldin hafa verið nokkur „samráðsþing“ í vinnuferlinu þar sem einmitt „hagsmunaaðilar“ hafa verið kallaðir að, eins og sjúkraflutningamenn, slökkvilið, strætó, háskólafólk, starfsfólk úr heilbrigðisgeiranum, starfsfólk Reykjavíkurborgar ofl. Þessi þing hafa verið gagnleg og skilað sér í útfærslum á tillögunni. Ekki má heldur gleyma þeim fjölda „notendahópa“ sem starfað hafa við vinnslu tillögunnar og hafa að sjálfsögðu haft áhrif á hana. Það er starfsfólk spítalans sem lagt hefur gríðarlega vinnu í gerð forsagnar og svo samráð við endanlega útfærslu. Hægt er þó að viðurkenna að á þessum fundum eru menn eiginlega löngu hættir að ræða „staðsetninguna“.
Svo má ekki gleyma mikilvægu atriði, en það er umræðan sem fram fer á bloggsíðu þinni Hilmar, sem eins og áður hefur verið sagt, er oftast málefnaleg og skilar sér vonandi í vinnunni í framhaldinu. Auðvitað fylgjumst við með, þó við höfum kannski ekki blandað okkur mikið í umræðuna, enda er orðið hjá þjóðinni!
Hilmar, þetta er allt satt og rétt….nema:
„Við verðum sennilega að sætta okkur við þessi ósköp“
Það er alls ekki of seint að henda „boxinu“ og finna annað, sem sagt, aðra staðsetningu. Það er ekki byrjað að byggja og því ekki of seint að breyta þeim áformum sem nú eru á borðinu.
Reyndar er það spurning, í ljósi þess að spítalinn stendur varla undir nafni lengur vegna niðurskurðar, hvort ekki sé rétt að slá þessu öllu á frest þar til betur viðrar? Með áframhaldandi niðurskurði hæfa gömlu byggingarnar ágætlega þeirri stofnun sem LSH er að verða, Landspítali Sveitasjúkrahús, LSS.
Sagði Guðbergur ekki „Gagnrýni er rýni sem gagn er að“
Af gefnu tilefni langar mig til að segja hér nokkur orð um umræðuna.
Undanfarið hefur Landspítalinn og Reykjavíkurborg staðið fyrir kynningu á deiliskipulagdrögum vegna byggingar háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Kynningar af þessu tagi eru til þess gerðar að kalla fram gagnrýni og ábendingar um það sem betur má fara. Þær hafa m.a. það markmið að láta sem flesta koma að ákvörðuninni og ná sáttum um þau atriði sem eru óskýr eða vanreifuð í skipulaginu.
Svona kynningar eru mikilvægar.
Sérstaklega þegar um meiriháttar skipulag er að ræða eins og hér. Hér er um að ræða mikið inngrip í borgarlandslagið sem er umsvifamesta deiliskipulag og það viðkvæmasta sem nokkru sinni hefur verið kynnt fyrir borgarbúum.
Þetta er viðkvæmara en Skúlagötuskipulagið sem var gert fyrir einum 25 árum.
Í ljósi stærðarinnar undrar það mig hversu lítið um þetta er fjallað almennt.
Hvorki borgin né Landspítalinn hafa kallað til funda um einstök mál með hagsmunaaðilum og áhugafólki.
Kynningarfundurinn á Háskólatorgi fyrir tveim vikum var ekki kynningarfundur í þeim skilningi sem ég legg í kynningarfundi. Þar voru ekki leyfðar fyrirspurnir úr sal þannig að þeir sem að kynningunni standa fengu ekki viðbrögð fá þeim sem málið var kynnt fyrir. Til hvers var fundurinn ef ekki til þess að fá viðbrögð?
Ég vildi sjá greinar í blöðum, kynningarfundi með einstökum hagsmunaaðlium svo sem íbúasamtökum, samtökum sjúklinga, arkitektafélaginu, sjúkraflutningamönnum, o.s.frv.
Einnig fundi þar sem einstök mál eru rældd sérstaklega. Ég nefni umferðamál, mál sem varða borgarlandslagið, mál sem varða staðaranda og byggðamunstur. Fundi um samþættingu starfsemi háskólanna tveggja í grenndinni og sjúkrahússins og margt fleira.
Aðstandendur skipulagsins eiga að taka allri umræðu fagnandi og hvetja til hennar og taka þátt í henni. Þeir eiga að líta á þá sem eru efasemdarmenn eða gagnrýna skipulagið sem samherja sína, ekki andstæðinga. Fagna því að þeir sýni málinu áhuga. Nota tækifærið til þess að rökstyðja deiliskipulagið enn betur.
Það vilja allir betri og virkari heilbrigðisþjónustu með vaxandi þekkingu og minni tilkostnað.
Aðstandendur skipulagsins eiga ekki að draga úr skoðanaskiptum eins og gerðist með því að leyfa ekki fyrirspurnir á kynningarfundinum sem áður var nefndur.
Mér er spurn. Er einhver sem hefur tjáð sig opinberlega og lýst sig ánægðan með allar þessar miklu byggingar á þessum stað útfrá útlitinu (utliti skipulagsins) og borgarmunstrinu einu? Er teikninginn efst í færslunni í samræmi við þau gögn sem nú eru til kynningar? Ég finn þessa mynd ekki á skipulagskynningunni.
Athyglisvert …… Spennandi