Sunnudagur 06.03.2011 - 22:19 - 1 ummæli

Le Corbusier – Eintal

Það er ekki oft sem á vegi manns verður viðtal við Le Corbusier, og það á ensku. Viðtalið sem hlýða má á hér að neðan er tekið árið 1958, þegar hann var 71 árs gamall.  Hann segist hafa teiknað hús frá því hann var 17 ára að aldri.  Af lítillæti segir Le Corbusier í viðtalinu að sum húsa hans hafi verið “katastrofa” og endrum og eins hafi þau verið vel heppnuð.  Hann segir einnig  að hann vinni með höndunum og augunum þar sem poesían sé meginatriði.

Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Le Corbusier hafi verið harður og jafnvel hrokafullur.  Annað kemur á daginn. Hann virðist einstakt ljúfmenni á að hlýða.

Þetta er skemmtilegt viðtal þar sem hann talar um sjálfan sig og byggingalistina. Það er kannski rangt að kalla þetta viðtal.  Þetta er frekar eintal, skemmtilegt eintal sem tekur rúmar þrjár mínútur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Thrjar minutur hladnar visku. Madur tharf ad hlusta a thetta thrisvar til ad na thessu. Enskan er of fonskublandin til thess ad madur nai thessu i fyrsta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn