Mánudagur 10.06.2013 - 23:16 - 6 ummæli

LEGOLAND eftir BIG

421350_609222005779474_1165830376_n

Nú hefur danski stjörnuarkitektinn Bjarke Ingels lagt fram tillögu sína að sýningarhúsi fyrir LEGO í Billund í Danmörku.

Þetta er um 7500 fermetra hús sem á að opna árið 2016.

Þótt BIG skorti oft hæfileika til þess að fanga anda staðanna í byggingum sínum er hann meistari conceptsins og framlagningarinnar. Það kynnir og selur enginn tillögur sínar betur en Bjarke Ingels. Þess vegna þarf maður að hafa varann á.

Þetta verk  í Billund er þar engin undantekning og það er unun að horfa á myndbandið sem hann hefur látið gera um nálgun sína sem byggir á hinum heimsþekktu LEGO kubbum.

Maður á í reyndinni alltaf að varast stjörnuarkitekta vegna þess að þeir eru oftast frekir á umhverfið, byggja sín minnismerki og hverfa svo á braut. Þeir eru oft kallaðir „touch and go“ arkitektar af þessum sökum.

Efst er tölvumynd af húsinu. Hér að neðan er sennandi stutt myndband af húsinu og hugmyndafræðilegri nálgur arkitektsins. Og loks LEGO kall sem er klæddur einkennisbúningi arkitektsins, Bjarke Ingels.

Sjá einnig eftirfarandi færslur. Fyrst er það LEGO arkitektúr og svo tvær færslur um tvö af betri verkum BIG:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/11/05/1394/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/02/08/big-i-newyork/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/03/10/nystarlegt-fjolbylishus-blondud-byggd/

 

51aebd9db3fc4bbb7a0000fd_the-big-lego-house-reveal_2

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn