Nú hefur danski stjörnuarkitektinn Bjarke Ingels lagt fram tillögu sína að sýningarhúsi fyrir LEGO í Billund í Danmörku.
Þetta er um 7500 fermetra hús sem á að opna árið 2016.
Þótt BIG skorti oft hæfileika til þess að fanga anda staðanna í byggingum sínum er hann meistari conceptsins og framlagningarinnar. Það kynnir og selur enginn tillögur sínar betur en Bjarke Ingels. Þess vegna þarf maður að hafa varann á.
Þetta verk í Billund er þar engin undantekning og það er unun að horfa á myndbandið sem hann hefur látið gera um nálgun sína sem byggir á hinum heimsþekktu LEGO kubbum.
Maður á í reyndinni alltaf að varast stjörnuarkitekta vegna þess að þeir eru oftast frekir á umhverfið, byggja sín minnismerki og hverfa svo á braut. Þeir eru oft kallaðir „touch and go“ arkitektar af þessum sökum.
Efst er tölvumynd af húsinu. Hér að neðan er sennandi stutt myndband af húsinu og hugmyndafræðilegri nálgur arkitektsins. Og loks LEGO kall sem er klæddur einkennisbúningi arkitektsins, Bjarke Ingels.
Sjá einnig eftirfarandi færslur. Fyrst er það LEGO arkitektúr og svo tvær færslur um tvö af betri verkum BIG:
http://blog.dv.is/arkitektur/2010/11/05/1394/
http://blog.dv.is/arkitektur/2011/02/08/big-i-newyork/
http://blog.dv.is/arkitektur/2011/03/10/nystarlegt-fjolbylishus-blondud-byggd/
Skemmtilegt að láta húsið vera eins og legókubbar. Sennilega verður það með lakkáferð eins og kubbarnir og vonandi í lególitum. Nú er bara að panta far til Billund með börnin strax sumarið 2016
Hér er fjallað um „kúadellu“ BIG í Grænlandi
http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/02/14/graenland-big-is-getting-bigger/
Svona „concept“ nálgun er alltaf skemmtileg og það er allt of lítið gert af því. En sú nálgun má ekki ganga á staðarandann eins og nánast alltaf hjá BIG. Grænlendingar kalla menningarhús BIG í Grænlandi „Kúadellu“! Landsmenn er u óánægðir með það hús.
Töff hús,kubbarnir fá að njóta sín og það er málið þarna.
„yes is more“
Ótrúleg sölumennska – slappt hús