Mánudagur 14.03.2011 - 09:00 - 2 ummæli

Lifandi skrifstofuinnrétting

Sænska fyritækið ”abstracta” hefur sett á markað óvenju létt og hreyfanlegt vinnustöðvakerfi fyrir opið svegjanlegt og lifandi  skrifstofulandslag.

Framleiðslan var kynnt og sýnd nýlegar á stóru hönnunarsýningunni í Stokkhólmi.

Í aðalatriðum er um að ræða hljóðdempandi skerm sem stendur á hjólum (með bremsu) og borðplötu á einum fæti. Vinnustöðina getur einn maður auðveldlega flutt til,  nánast með annarri hendi.

Kerfið kalla þau í samræmi við hreyfanleikann ”MOBI”.

Samkvæmt hugmyndafræðinni að baki MOBI á kerfið að auka sveigjanleika, skapa lifandi skrifstofuumhverfi og fækka fermetrum húsnæðis á hverja starfsstöð.

Með þráðlausu neti og símkerfi er þetta vænlegt val fyrir framsækin svegjanleg fyritæki.

Þarna kemur enn ein hugmyndin fram sem lýtur að betri og virkari nýtingu á því húsnæði sem til ráðstöfunar er.

Opna skrifstofulandslagið hafði þann tilgang í upphafi að efla samskipti milli starfsmanna og auka upplýsingaflæði og fletja út valdapíramítann og skapa umhverfi fyrir láréttan stjórnunarstíl. Tilgangurinn var líka, og ekki síður, að nýta húsnæðið betur.

Þegar tölvurnar komu þurfti aukapláss fyrir skjánna sem voru milli 60 og 70 cm djúpir. Vegna þessara djúpu skjáa urðu skrifborðin breiðari eða að skjárinn var settur í horn. Eitt úrræðið til að spara pláss á þessum tíma var að setja  lyklaborðið  í sérstaka útdraganlega skúffu.  Þegar flatskjáirnir komu varð til meira pláss og  skrifborðin mjókkuðu aftur um c.a. 20-25 cm.  Það eitt gerði það að verkum að hver vinnustöð þurfti ½ fermetra minna pláss en áður.  Með öðrum orðum má minnka 1000 manna vinnustað um 500 fermetra ef allir vinna í opnu skrifstofulandslagi eingöngu vegna tilkomu flatskjásins.

Hugmynd abstracta gengur út á frekari landvinninga í húsnæðismálum þeirra sem vinna við skrifborð.

Heimasíða abstracta er: http://www.abstracta.se/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Ég get ímyndað mér að þetta sé góð (les: ódýr og plásssparandi) lausn fyrir einhver tímabundin átaksverkefni, t.d. þegar þarf að koma fyrir 100 manns sem sitja við síma og tölvu og taka við áheitum í samb. við einhverja góðgerðasöfnun.

    Sem fast vinnuumhverfi finnst mér þetta afar snautlegt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ugglaust þurfa margar starfsstéttir ekki fleiri fermetra (eða fersentimetra) en þetta, mér dettur t.d. í hug þjónustufulltrúar í banka.

    En ég held að flestir kunni því mjög illa að hafa bara eitthvert ‘tóm’ á bak við sig. Og þjónustufulltrúar til dæmis, þeir eru með persónuupplýsingar kúnnanna á skjánum fyrir framan sig en hér virðist vera opnað fyrir þann möguleika að fólk (annað starfsfólk) geti verið að drolla beint fyrir aftan þann sem situr við skrifborðið.

    Í mynd nr. 4 er skjólveggjunum (þ.e. hljóðdempandi flötunum) stillt upp bak-í-bak þannig að starfsmenn snúa allir baki í ‘tómið’ og horfa beint á vegg. Mér finnst þessar einingar mjög illa ígrundaðar (út frá sálfræðilegu þáttunum) og lausnirnar þegar kemur að því að raða þessum einingum saman bera vott um algjöran skort á ímyndunarafli.

    Eitt er víst, hönnuðirnir sem hugsuðu þetta upp myndu aldrei láta bjóða sér svona vinnuumhverfi. Þetta er fyrir eitthvert minnipokafólk, sennilega í þriðja heiminum. Indverska símsvarendur?

  • Þetta er ein af þeim lausnum sem fær mann til að hugsa: „Af hverju datt mér þetta ekki í hug?“

    Þetta stendur á þrem fótum=stabílt
    Tvö hjól eru undir þyngri endanum= hreyfanlegt
    Einingin myndar þríhyrning=flexibilitet.

    En hvar eru allir pappírarnir og útprentanirnar sem öflugir prentarar eru að drekkja öllum venulegum skrifstofum í? Er þetta kannski fyrir pappiíslausa skriftofu framtíðarinnar?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn