“Verktaki//12.des.2009 kl 12:09
Ég er tæknimaður hjá litlu verktakafyrirtæki. Við höfum yfir að ráða þekkinguog tækjum sem er fullkomlega nægjanlegt til þess að ráða við 10-15 þúsund fermetra byggingu svo sómi væri að.
Hinsvegar mundum við ekki ráða við 70 þúsund fermetra byggingu án gagngerrar endurskipulagningar.
Þess vegna lýsi ég yfir ánægju með hugmyndir Arkitektafélagsins og vil bæta því við að ég tel að ef verkefnastjórnin býður allt verkið út í einu lagi þá ber að túlka það sem tæknilega viðskiptahindrun gegn smærri verktökum og í þágu stóru verktakanna.
Þessi hugmynd arkitektafélagsins ættu allir aðilar byggingaiðnaðarins að sameinast um og gera að ófrávíkjanlegri kröfu.
Hugmyndin hefur nánast ekkert annað en kosti til að bera. Að vísu er þarna örlítið meira flækjustig í stjórnun en alls ekki af óþekktri stærðargráðu.
Ég bíð spenntur eftir viðbrögðum verkefnastjórnar LSH sem hlýtur að taka hugmyndinni fagnandi”
Það er rétt að þátttökuréttur í mörgum af mikilvægustu arkitektasamkeppnum undanfarið hefur verið takmarkaður. Hann hefur einskorðast við þá sem hafa samskonar mannvirki og keppt er um eða stærri á afrekaskránni. Þetta er væntanlega gert í því markmiði að útbjóðandinn geti verið öruggur með útkomuna úr samkeppninni. Þetta er mjög slæm hindrun. Hvernig öðlast maður t.d. reynsluna til að komast í hóp hinna reyndu? En það sem er mikilvægast að með þessu getur útbjóðandinn misst af frumlegustu og bestu lausnunum. Jørn Utzon hafði t.d. ekki teiknað óperuhús áður en hann teiknaði óperuhúsið í Sydney.
Þarft að athuga þetta rækilega.