Mánudagur 14.12.2009 - 13:52 - 2 ummæli

LSH-„Tæknileg viðskiptahindrun“?

Í athugasemd vegna síðustu færslu minnar kemur fram hugleiðing um hugtakið  “tæknileg viðskiptahindrun”. Þar skrifar starfsmaður verktakafyrirtækis athugasemd sem má skilja sem svo, að hann telji að kröfur útbjóðanda í forvali geti flokkast undir “tæknilega viðskiptahindrun”. Það er að segja ef kröfur í forvali eru þannig,  að fyrirtækjum er haldið frá verkinu af ástæðum sem ekki eru nægjanlega vel rökstuddar.

Í  forvali vegna  samkeppni um LSH fyrir nokkrum árum voru kröfurnar þannig að þau arkitektateymi sem skoruðu hæst þurftu að hafa teiknað meira en 500 sjúkrarúma spítala og átt að minnsta kosti 50 milljónir í eigin fé.  Þessi tvö skilyrði gerðu það að verkum að engin íslensk arkitektastofa gat skorað fullt hús stiga og þær voru í raun útilokaðar.

Spurningin er, hvort ríkið hafi þarna beitt tæknilegri viðskiptahindrun til þess að halda íslenskum arkitektum frá?  Niðurstaða forvalsins varð sú að í öllum sjö teymunum sem valin voru til þátttöku í samkeppninni á sínum tíma voru erlendar arkitektastofur.

Verktakinn, sem áður er vitnað til, telur að ef nýr spítali verði boðinn út í einu lagi sé hugsanlega verið að nota tæknilega viðskiptahindrun til þess að halda litlum og meðalstórum verktakafyrirtækjum frá verkinu.

Hér að neðan er athugasemd verktakans sem er að finna í samhengi við slóðina:

 

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/12/11/landspitalinn%e2%80%93arkitektar%e2%80%93verktakar/#comments

 

 

 

 

 

 

 

“Verktaki//12.des.2009 kl 12:09

 

Ég er tæknimaður hjá litlu verktakafyrirtæki. Við höfum yfir að ráða þekkinguog tækjum sem er fullkomlega nægjanlegt til þess að ráða við 10-15 þúsund fermetra byggingu svo sómi væri að.

 

Hinsvegar mundum við ekki ráða við 70 þúsund fermetra byggingu án gagngerrar endurskipulagningar.

 

Þess vegna lýsi ég yfir ánægju með hugmyndir Arkitektafélagsins og vil bæta því við að ég tel að ef verkefnastjórnin býður allt verkið út í einu lagi þá ber að túlka það sem tæknilega viðskiptahindrun gegn smærri verktökum og í þágu stóru verktakanna.

 

Þessi hugmynd arkitektafélagsins ættu allir aðilar byggingaiðnaðarins að sameinast um og gera að ófrávíkjanlegri kröfu.

 

Hugmyndin hefur nánast ekkert annað en kosti til að bera. Að vísu er þarna örlítið meira flækjustig í stjórnun en alls ekki af óþekktri stærðargráðu.

 

Ég bíð spenntur eftir viðbrögðum verkefnastjórnar LSH sem hlýtur að taka hugmyndinni fagnandi”

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Helgi B.Th.

    Það er rétt að þátttökuréttur í mörgum af mikilvægustu arkitektasamkeppnum undanfarið hefur verið takmarkaður. Hann hefur einskorðast við þá sem hafa samskonar mannvirki og keppt er um eða stærri á afrekaskránni. Þetta er væntanlega gert í því markmiði að útbjóðandinn geti verið öruggur með útkomuna úr samkeppninni. Þetta er mjög slæm hindrun. Hvernig öðlast maður t.d. reynsluna til að komast í hóp hinna reyndu? En það sem er mikilvægast að með þessu getur útbjóðandinn misst af frumlegustu og bestu lausnunum. Jørn Utzon hafði t.d. ekki teiknað óperuhús áður en hann teiknaði óperuhúsið í Sydney.

  • Haraldur Bjarnason

    Þarft að athuga þetta rækilega.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn