Laugardagur 27.08.2011 - 23:20 - 12 ummæli

Mannvirkjalög – ekki fyrir arkitekta?

Í greinargerð með frumvarpi til mannvirkjalaga er að finna þessa fróðlegu upptalningu á þeim sem komu að gerð frumvarpsins.

Í nefnd um endurskoðun byggingarlagaþáttarins áttu sæti:

  • Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytinu, formaður
  • Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu
  • Smári Þorvaldsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu
  • Ágúst Þór Jónsson, verkfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti
  • Eyjólfur Bjarnason, tæknifræðingur, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
  • Magnús Sædal, byggingarfulltrúi, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Björn Karlsson, brunamálastjóri, tilnefndur af Brunamálastofnun

Nefndinni var ætlað að hafa náið samráð við eftirtalda aðila við gerð frumvarpsins:

  • Ólaf K. Guðmundsson, byggingarfulltrúa, tilnefndan af Félagi byggingarfulltrúa
  • Baldur Þór Baldursson, húsasmíðameistara, tilnefndan af Meistarafélagi húsasmiða
  • Sigmund Eyþórsson, slökkviliðsstjóra, tilnefndan af Félagi slökkviliðsstjóra á Íslandi
  • Stefán Thors, skipulagsstjóra, tilnefndan af Skipulagsstofnun
  • Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðing hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, tilnefndan af iðnaðarráðuneyti
  • Hauk Ingibergsson, forstjóra, tilnefndan af Fasteignamati ríkisins
  • Kristján Sveinsson, verkfræðing, tilnefndan af Félagi ráðgjafarverkfræðinga
  • Guðjón Bragason, skrifstofustjóra, tilnefndan af félagsmálaráðuneyti
  • Guðmund Magnússon, tilnefndan af Öryrkjabandalagi Íslands

Er ekki eins og það vanti einhverja þarna?

Þarna er enginn fulltrúi arkitekta og aðeins ein kona.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá varða lögin störf arkitekta meira en nokkra aðra stétt. Kannski eru þessi lög ekki ætluð arkitektum!

Maður spyr sig hvort enginn þeirra 16 einstaklinga sem að ofan eru nefndir hafi gert athugasemd við að engan fulltrúa arkitekta sé að finna í þessum stóra  hóp? Það ber þó að halda því til haga að Stefán Thors, einn samráðsmanna, er arkitekt, en hann er þessum hóp sem embættismaður

Umhverfisnefnd alþingis á að sinna málum þjóðarinnar á alþingi. Þeir eru fulltrúar almennings og eiga að gæta hagsmuna hans. Gerði enginn þeirra athugasemd við að arkitekta vantaði í þennan fjölmenna hóp? Sennilega ekki.

Stétt mín nýtur ekki mikillar virðingar á hinu háa Alþingi eða í risavöxnu embættismannakerfinu, kerfiskallana.

Ef listinn að ofan er skoðaður þá einkennist hann af kerfisköllum.  Ég vek athygli á að af þessum 16  er ein kona. Konum er ekki treyst!

Er það virkilega svo að kerfiskallar eru helstu áhryfavaldar í löggjöf hér á landi?.  Og hverjir eru helstu hagsmunir kerfiskalla?  Eru þeir ekki einmitt  að viðhalda kerfinu!

Þetta geta seint talist vönduð vinnubrögð, enda bera lögin þess merki.  Þar er t.a.m. hvergi minnst á  menningarlegt gildi mannvirkja og orð eins og byggingarlist, fagurfræði eða menningararfur koma þar hvergi fyrir.  En einmitt þessi atriði eru megintilgangur sambærilegra laga á hinum norðurlöndunum.

Maður spyr sig hvort það sé nema von að virðing fólks fyrir Alþingi fari þverrandi.

Um þessar mundir er verið að fjalla um byggingareglugerðina, sem er  framhald af lagasetningunni. Fróðlegt væri að vita hvernig þeirri vinnu er háttað.

Sjá einnig:

http://www.visir.is/article/201061288401

og ágætar umræður um ný mannvirkjalög er að finna á þessari slóð:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/03/16/gollud-mannvirkjalog/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Eiríkur Jónsson

    Þetta er dæmigert “Já ráðherra” syndrom.

    Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að stjórnmálamennirnir eru að gera sitt besta en þeir ráða ekki við yfirgang embættismanna.

    Þessi framganga þeirra hvarvetna er óþolandi og ólýðræðisleg og hana á að stöðva.

    Embættismenn eru almenn ekki meðvitaðir um hlutverk sitt sem þjónar almennings (civil servants) og skilgreina sig sem handhafa valdsins.

    Sem er auðvitað alger þvæla.

    Ég er sammála því að það á ekki einusinni að spyrja þá ráða þegar lagafrumvörp eru í smíðum.

  • Þessi ráðstöfun er ekkert annað en hneyksli, eins illa og mér er við það orð.

  • Ég held ég segi nú bara það sama og minn gamli skólabróðir og vinur, Einsi boj Kárason segir um svona stíðalið og sjálfhverft ráðuneytis- og kerfis-lið:

    „Djöfulsins drullupakk“.

    Það mun enginn fá mig til að biðjast afsökunar á þeim orðum mínum, fyrr en þetta ómenningarlega, hrokafulla og sjálfhverfa kerfislið gerir einhverja yfirbót. That will be the day.

  • Valdinu er skipt í þrennt.

    Sjálfstætt dómsvald, framkvæmdavald sem vinnur í umboði og undir eftirliti löggjafarvalds.

    Ef þetta er svona eiga embættismenn, framkvæmdavaldið ekki að koma nálægt löggjöfinni.

    Þarna átti enginn embættismaður að vera að störfum.

    Rosalega er þetta hallærislegt!

    Eða er ég að misskilja eitthvað?

  • EiríkurJ

    Okkur hérna í dreifbýlinu verður amk ekki kennt um, samt er alltaf verið að kvarta undan því að sveitavargurinn ráði of miklu í krafti yfirburða í vægi atkvæða.

  • Hilmar Þór

    Þakka þér Páll á vekja athygli á þessari meinlegu fljótfærni hjá mér. Ég er búinn að lagfæra þessi mistök í færslunni. Það átti að standa „ein“ kona ekki „engin“ kona.

  • Athyglisvert, en er ekki Ingibjörg Halldórsdóttir kona?

  • Hilmar Gunnars

    Ég bíð spenntur eftir kommenti frá Stefáni Thors.

  • Hvar erum við stödd?
    Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en að kerfið og jafnvel Þingið telji konur ekki vera vitsmunaverur

  • Ég ætla að fá mér hvítan slopp og taka á móti þeim opinberu með vel hnýtta díagónal offaða slaufu fyrir súrefniskút þeirra og hlæja svo smitandi helíum hlátri að embættismanna-klaninu.

    Þannig mun ég anda-blása í glæður aumingja vesalings arkitektanna sem oft hafa reyndar verið sjálfum sér verstir, en engir þó öðrum kollegum sem þeir í burdabravo kynhverfðu klíkunum, undir, yfir og allt um kring í vali á dómnefndum og verðlaunum, klíkubræðrum til handa. Það kallast að heilgardera einokunina og birtist iðulega í boðskeppnunum. Þessi stétt hefur aldrei staðið saman um eitt né neitt; það er stóra vandamálið.

  • Kannski prófessorar fáránleikans, Þórólfur Matthíasson og Baldur hans Felixar Bergs. útskýri þetta fyrir okkur í fréttum á RÚV ohf. Þeir bera sig eftir flestum viðvikum til áróðurs til eigin hagsmuna.

  • Þetta er bara möffins-effektivinn á hæsta stigi Hilmar minn.

    Möffins er bara fyrir eftirlitsiðnað ráðuneytanna. Þannig elur bírókratía stjórnsýslunnar og stofnana hennar sjálfa sig á viðbótar-sporslum. Það er trikkið og ekkert flóknara; þetta er svo fégráðugt þetta ríkis-verðtryggða lið eftirlitsiðnaðarins.
    Er ekki hægt að setja forvirkar rannsóknarheimildir á þetta lið ?

    Eina sem stingur í augun, svona með hrunið í gagnaugum, er að innanbúðar banka-ræningjar og -ráðs og -stjórar þeirra séu ekki nefndir með í frumvarpsgerðinni. Hvað veldur ?

    En talandi um okkar vesælu stétt Hilmar, þá er það náttárulega bara verið að afgreiða okkur sem óráðsíufólk, líkt og flatskjár kaupendurna ógurlegu.

    Hefur þetta lið ekkert lært ?
    Er það kannski enn með Sigurmar í Lýsingu,
    Svandísi í hýsingu
    og Jóhönnu og Steingrím í steypugenginu ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn