Mánudagur 28.02.2011 - 00:38 - 5 ummæli

Mies is More-Innrétting íbúða

Þær myndir sem hér fylgja eru allar teknar í íbúðahúsi eftir Mies van der Rohe í Lafayette Park í Detroit í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn er Hollendingurinn Corine Vermeulen sem býr þar í bæ. Myndirnar birtust með grein í New York Times fyrir nokkru og sýnir okkur hvernig íbúarnir læra á húsin og móta híbýli sín, hver eftir sínu nefi.

Það vakti athygli í húsi Palmars Kristmundssonar sem kynnt var hér fyrir nokkru hvað húsið var fyritækislegt í efnisvali, listskreytingu og húsgagnavali. Þar voru engir erfðagripir, fjölskyldumyndir eða annað sem gaf til kynna hverjir áttu þarna heima eða hvaðan þeir komu.

Sjá slóð:    http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/02/21/islenskir-arkitektar/

Á þeim myndum sem hér fylgja getur maður velt fyrir sér hvaða folk býr þarna, hvaða áhugamál það hefur o.s.frv.  þó allt þetta folk búi í samskonar íbúð.  Hvert heimili hefur sterkan karakter, séreinkenni sem speglar fortíð og persónur íbúana. Kannski er þetta það sem kallað er „architecture without architects“?   Við sjáum einfalt rými, stofuna, sem er í góðum hlutföllum með léttan stiga öðru meginn og  eldhús hinu megin. Við horfum frá stórum gluggavegg. Rymið virðist smella inn í kennisetninguna “less is more” enda er hvergi að sjá prjál eða óþarfa hlut frá hendi arkitektsins. Þrátt fyrir einfaldleika í byggingalistinni býr fólk sér heimili að sínum smekk, áhugamálum og að sínu skapi. Rýmið, stiginn og staðsetning eldhússins er fast allt annað breytilegt og meira………Mies is More.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hilmar Þór

    Ég held að Þorkell þurfi ekki að hafa áhyggjur af Mies. Hann hugsaði eins og flestir arkitektar. Ef húsið þjónar tilgangi sínum og notendur eru ánægðir, húsið heldur vatni og vindum, þá er hann sæll með verk sitt eins og arkitektar almennt.

  • Þorkell

    Hjónin með smábarnadótið sem sigurleug nefnir eru líka búin að setja krossviðsplötur fyrir stigahandriðið svo barnið detti ekki milli hæða. Hvað ætli Mies hefði sagt við því?

  • Sigurleug

    Rosalega skemmtilegt. Þó innrétingarnar séu ekki að minum smekk þá eru þær smekklegar og þarna eru vönduð húsgögn. Ungu hjónin efst eru smá minimalistar og maðurinn á mynd nr 2 (sennilega samkynhneigður(fordómar)) les Wallpaper frá um aldamótin. Aðalatriðið er að fólkið endurspeglar sjálft sig í innrétingunni. Stórkostleg eru hjónin neðarlega sem eru að fela smábarnadótið í einu horninu.

  • stefán benediktsson

    Þetta eru alveg frábærar myndir. Einhverntíma var svipuð dókúmentasjón í Architecture d’Aujourd’hui úr íbúðum í Marseilles blokkunum hans Corbusier. Hafði aldrei fattað að þetta eru mjög líkar grunnmynda- og sniðlausnir. Kannski er Corbusier enn knappari á plássinu. Meira less en Mies.

  • Þetta er bráðskemmtilegt. Gaman að sjá hvernig raunverulega lítur út inni hjá fólki. Alltof oft sem búið er að stílisera til andskotans fyrir arkitektúr-myndatökur. Oft er allt tekið út og svo settar nokkrar mublur eftir fræga hönnuði og alltaf sami glerblómavasinn með trjágreinum í.
    Greinilegt að þetta rými hjá honum Mies er að virka mjög vel, sama hvaða stíl íbúarnir hafa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn