Fimmtudagur 29.03.2012 - 00:20 - 12 ummæli

Náttúruperlan í Öskjuhlíð.

THG arkitektar hafa lagt fram tillögu  að breytingu Perlunnar á  toppi Öskjuhlíðar í Reykjavík í heilsulind og náttúrugripasafn.

Um er að ræða  núverandi húsnæði ásamt þvi að reisa viðbyggingu sem er að hluta neðanjarðar.

Í kynningu segir:

“Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem er að hluta til neðanjarðar og hýsir náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi, sem tengist íslenskri náttúru.

Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem umlykja munu núverandi byggingar.

Við gerð tillögunar hefur verið leitast við að aðlaga nýbyggingarnar sem mest að landi til að breyta sem minnst yfirbragði núverandi byggingar. Nýbygging undir náttúrugripasafn er 3.500 m2 að stærð og leitast hefur verið við að hafa  sýningarsali bjarta með útsýni til norðurs yfir borg og sund með fjallasýn.

Safnið sem er á einni hæð fylgir legu lands á pöllum niður með hlíðinni”.

Samkæmt tillögunni er nýbygging undir heilsulind  formuð inn í landið í tengslum við útilaugar á vesturhluta lóðarinnar og er lögð áhersla á að byggingin falli vel að landi og tönkum perlunnar.

Samkvæmt tillögunni mun veitingaaðstaða vera áfram á efri hæðum perlunnar eins og við þekkjum í dag.

Þetta er gott dæmi um hvernig almenn opin umræða getur haft áhrif til góðs.

Fljótlega eftir að ákveðið var að selja Perluna skrifuðu þau Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sýningarhönnuður og Hjörleifir Stefánsson arkitekt, dagblaðsgrein þar sem þau lýstu hugmynd um „Perlu í Perlunni“.  Hugmyndin gekk út á að koma fyrir Náttúruminjasafi Íslands í húsinu. Hugmyndinni var gefinn góður rómur.

Nú hafa verið kynntir uppdrættir sem sýna vandaða  tillögu sem gengur einmitt út á að gera Perluna að „Náttúruperlu“ eða náttúruminjasafni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Sigurður Sigurðsson

    Ég sé í frétta blaðinu í dag að ráðuneytið hrekkur í kút 3 mánuðum eftir að hugmynd um náttúrugripasafn kemur fram og skilur ekkert í því af hverju ekki sé búið að hafa samband við stjórnsýsluna.

    Þetta er rétt eins og þau þar á bæ viti ekki að það er að leggja dauða hönd á mál að blanda stjórnsýslunni í þau.

  • Erlingur Sigurðsson

    Ég er hissa á hvað fólk er í miklum vafa um þessar hugmyndir. Þetta er ekkert annað en frábær hugmynd. Það er auðvitað klárt mál að þetta eru skissur sem þarf að vinna frekar. Mér finnst frábært að fólk skuli vera að vinna að svona jákvæðum og framsæknum hugmyndum mitt í allri depurðinni sem umlykur byggingabransan á þessum guðsvoluðu tímum. Áfram THG!!!

    Raunveruleikinn þarf ekki að vera ósvipaður þessu ef vel er haldið á vopnum þeim sem til ráðstöfunar eri.

  • þorgeir jónsson

    Flottar myndir. Bara ef raunveruleikinn gæti verið svona líka.
    😉

  • stefán benediktsson

    Upphaf þess leiðangurs þegar Perlan var byggð er að menn vildu skapa meira líf í kringum stóru tankana á Öskjuhlíðinni. Hugmynd Ingimundar að nýta plássið milli þeirra og setja glerhvolfþak yfir innirýmið er látlaus og einföld en góð. Byggingunni verður ekki kennt um að það líf sem menn vildu fá á staðinn skapaðist ekki og að rekstur hússins stendur ekki undir sér.
    Mér sýnist í fljótu bragði að sú lausn sem hér er sýnd sýni aðaleinkenni Perlunnar tilhlýðilega virðingu og það hljómar mjög vel að hafa náttúrugripasafn í byggingunni. Hvað heilsulindina varðar verður að hafa í huga að á þessum stað yrði mjög erfitt að upplifa jafn sérhæfða og fjárfreka starfsemi fara á hausinn og því spurning hvernig hægt er að tryggja að borgarbúar sitji ekki uppi með afleiðingarnar, ef svo færi.

  • Jon Thorisson

    Ehm, hvar er nú metnaður borgarbúa? Er allt til sölu? Vantar sundlaug í Öskjuhlíð? Svo virðist sem þeir „framkvæmdamenn“ sem standa á bakvið þessar hugmyndir séu tilbúnir til þess að gera „allt“ til þess að komast yfir svæðið – og presentera nú þessa (vel útfærðu) dellu! Þarf ekki að skoða þetta eitthvað nánar? Hvað var annars vandamálið? Var það ekki bág staða OR? Skuld uppá 250 milljarða, ef ég man rétt – sala Perlunnar bætir þá stöðu varla mikið.

  • Lissy, that is not the Natural History Museum, it´s the Institute of Natural History, it´s a research center and not a museum http://en.ni.is/aboutus/ but I´m not surprised that people are confused and mixing it with the other.

    p.s. Annars mjög góð hugmynd, vil ekki sjá lágkúru eins og spilavíti!

  • Páll Torfi Önundarson

    Hvað þætti ykkur um viðbyggingu við Eiffelturninn? Eða Sigurbogann? Reykjavík hefur ekki allt of mikið af stílhreinum kennileitum en mikið af sundlaugum.

  • Jón Guðmundsson

    Hugmyndin um náttúrugripasafn í þessu húsi og á þesum stað er auðvitað sérlega góð og viðbrögðin í samræmi við það eins og mátti heyra þegar hugmyndin kom fram. Í fjörunni neðan Perlunnar er hægt að lesa nánast sköpunarsögu jarðar síðustu 9 milljín ár!!! Svo náttúrusaga jarðarinnar er þarna einnig.
    Teikning arkitektanna sýnir að þeir kunna sitt fag og teikna nútímalegt hús sem virðist á einhvern eikennilegan hátt vera organiskt líkt og beinagrindur hvalanna sem eru á myndunum. Þetta er líka gert þannig að nýbyggingin virðist ekki draga úr áhrifum eins glæsilegasta húss landsins, Perlunnar.

  • Gerður var góður rómur að tillögunni.

    Auk þess legg ég til að nýja Skuggahverfið verði lagt í eyði.

  • I thought they were already constructing an entirely new building for the Natural History museum, out near the IKEA.

  • Látið þið Perluna í friði, hún er til fyrirmyndar eins og hún er. Snúið ykkur frekar að því að breyta einhverju sem þarf að breyta eins og arkitektúrískum mistökum sem nóg er af. Má þar nefna allt háskólahverfið, öllum Grafarvogi og Kópavogi eins og hann leggur sig.

  • Gunnar Gunnarsson

    Spennandi starfsemi á spennandi stað í flottu húsi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn