Fimmtudagur 24.03.2016 - 17:34 - 5 ummæli

Nútíma byggingalist

april-2003 113

Nútímabyggingalist í París.

Þó ég hafi að mestu fjallað hér um hina klassisku París og sögu hennar í pistlum mínum að undanförnu, þá er mikið um nútíma byggingalist í borginni. Sennilega meira en í flestum borgum sem ég þekki. Hér eru byggingar eftir minn uppáhalds nútíma arkitekt, Le Courbusiere, sem er stöðug uppspretta og innblástur hugmynda. Hér eru líka byggingar eftir Richard Rogers, Renzo Piano, I.M.Pei, Richardo Bofil, Frank Ghery, Dominique Perrault og marga fleiri. Og svo er Jean Nouvel út um allt I borginni. Svo má ekki gleyma hlaðborði nútíma byggingalistar í La Defence.

Nútíma byggingalist sem kennir sig við alþjóðahyggju er í mínum huga ekki sérlega áhugaverð. Í rauninni bara leiðinleg vegna þess að hún dregur úr anda staðanna. Staða sem maður er kominn til að sjá og upplifa. Hinsvegar er nýtúmabyggingalist sem sver sig í anda “Regionalimans” óþrjótandi gleðigjafi ef vel tekst til.

Nútímaarkitektúr er víða að finna hér í Parísarborg sem er einhver besta borg að sækja heim ef maður hefur áhuga á því. Ég birti hér nokkrar myndir sem ég hef tekið í fyrri ferðum hingað og  á farsíma minn, af nútímaarkitektúr í þessari færslu. Myndin efst í færslunni er af villunni La Roche eftir Le Corbusiere sem er í sextánda hverfi.

++++

Ég hef skrifað nokkra pistla um Regionalismann og bendi hér á slóðir að þeim.: http://blog.dv.is/arkitektur/?s=Regionalismi

 

april-2003 045

Institut du monde arabe frá 1981-87 eftir Jean Nouvel vakti heimsathygli á sínum tíma. húsið liggur fallega við Signubakka. Ég var alveg heillaður af húsinu og afstöðumyndinni á sínum  tíma. Núna finnst mér byggingin ekki rísa jafn hátt og í fyrstu en afstöðumyndin og formið stendur enn fyrir sínu. Það skiptir sér ekki nægjanlega af götunum og flókið gluggakerfið virðist sífellt vera að bila.

april-2003 067

Þjóðarbókasafnið eftir Dominique Perrault er öguð og flott bygging sem samanstendur af fimm hlutum; sökklu sem er nokkrar hæðir og fjórum turnum sem opna eins og bók inn að miðjunni. Nokkur deili minna á skála Alþingis sem reistur var fyrir nokkrum árum í Reykjavík.

photo (9)

Nýi inngangurinn í Louvre er einhver sú snjallasta lausn sem um getur í samspili gammalla húsa og nýrra. Þessar vikurnar hefur verið mikil umræða um afskipti forsætisráðherra af byggingamálum í Reykjavík. Hér eru pólitísk afskipti grímulaus og um leið metnaðarfull. Francois Mitterrand handvaldi I.M.Pei til þess að hanna nýjanm inngang í þetta frægasta listasafn veraldar. Ekki veit ég hvort það samræmist almennum reglum um opinber innkaup í Efnahagsbandalaginu.

photo (11)

Jean Nouvel teiknaði tónlistarhöllina „Philharmonie de Paris“ en hefur sagt sig frá henni þar sem úkoman var honum ekki að skapi, ekki var farið að hans vilja, og verkkaupinn fór sínu fram. Hann vill ekki tengja nafn sitt við bygginguna. Ég hef ekki komið inn í hana en gekk allar skábrautirnar og stigana sem umlykja bygginguna og var mjög hryfinn. Byggingin er í Parc de la Villette sem Bernard Tscumi teiknaði á sínum tíma (1985). Mér sýnist hugmyndir Tscumis frá 1985 vera farnar að þvælast fyrir þróun garðsins.

IMG_7450

Louis Vuitton listasafnið eftir Frank Ghery er skemmtilegt að sjá fyrir þá sem hvorki hafa séð hús hans í Bilbao, Seattle eða LA. Hús hans í Los Angeles, Disney hljólistarhúsið er það lang besta af þessum húsum hans sýnist mér. Lesa má um það hér: http://blog.dv.is/arkitektur/2010/05/10/los-angeles/

Tvær villur eftir Le Corbusiere bera af öllum þessum húsum. Önnur er La Roche Villa (1923) og hin er Villa Savoye (1931) sem stendur skammt fyrir utan borgina. Hér fylgja fjórar myndir af þeim.

april-2003 115

april-2003 098

april-2003 116

villa savoyeeOg að lokum mynd frá La Defence.

photo (13)

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Kærar þakkir fyrir þín áhugaverðu og hugvíkkandi skrif.

  • Ásmundur

    Tímabil nútímalistar (modern art) nær aftur til 1860. Því lýkur reyndar 1945 en þá tekur samtímalist (contemporary art) við.

    https://en.wikipedia.org/wiki/Art_periods

    Það er mikill fengur í þessum greinum Hilmars um París. Það er langt síðan ég var þar síðast en er nú ákveðinn í að endurnýja kynni mín af borginni ekki síðar en á næsta ári.

  • Guðni Pálson

    Þetta eru ná allt frekar fráhrindandi byggingar nema sú elsta.

  • Hilmar Þór

    Já Jóhanna. Það er að segja ef hún er nutímaleg. Málverk Picassos „stúlkurnar frá Avignion“ er tvímælalaust nútímámálverk þó það sé málað árið 1907!

  • Eru hús frá 1923 nú orðin „nútíma byggingalist“?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn