Mánudagur 06.10.2014 - 20:33 - 4 ummæli

Ný bók: BORGIR og BORGARSKIPULAG

10646995_741255269279214_6024410086170778689_n

Út er komin bókin BORGIR OG BORGARSKIPULAG. Þetta er vel skrifuð bók eftir Dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing.

Bjarni hefur hefur ekki bara djúpa þekkingu á skipulagsmálum almennt heldur býr hann yfir mikilli reynslu vegna starfa sinna að skipulagsmálum.

Bók Bjarna sem gefin er út af bókaforlaginu Skruddu er uppá einar einar 300 síður.í stóru broti.  Í bókinni eru um 500 ljósmyndir, skýringarmyndir og kort.

Bókin skiptist í þrennt.

Fyrst er sögulegt yfirlit yfir þróun borga undanfarin 10 þúsund ár. Þar er fjallað um upphaf borganna  og þróun þeirra um þúsundir ára. Síðan er hluti sem fjallar  um Kaupmannahöfn, sem var höfuðborg Íslands um aldir og að lokum er fjalllað um  fyrstu skipulagshugmyndir Reykjavíkur og þróun skipulags borgarinnar fram á okkar dag. Og ekki bara það heldur er í lokin fjallað um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur AR-2010-2030.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að höfundurinn gerir ekki skýr mörk milli skipulags og byggingalistar eins og oft einkennir málflutning skipulagsfræðinga. Heldur er í máli Bjarna óljós mörk þarna á milli.

Ég frétti það fyrir nokkrum árum að Dr. Bjarni Reynarsson vær að skrifa bók um skipulagsmál. Þetta þóttu mér góð tíðindi vegna þess að Bjarni er hógvær og kann að miðla af þekkingu sinni. Hann hefur reynslu, sér út fyrir rammann og kann kann sitt fag. Nú þegar ég sá að bókin var komin í búðir leið mér eins og þegar ný bítlaplata kom í plötubúðir fyrir áratugum síðan. Slík var eftirvæntingin og ég varð ekki fyrir vonbryggðum frekar en þá. Bókin stóðst allar væntingar og ég er fullviss um að hún á eftir að hafa áhrif á skipulagsumræðuna um áratugi. Ég tel að þetta verk eigi eftir að verða til þess að kennsla í skipulagi og byggingalist verði hafin í barna- og framhaldsslólum innan tíðar. Hér er kominn grundvöllur þess að skapa upplýsta neytendur skipulags- og byggingalistar þannig að arkitektar, sjórnmálamenn og embættismenn fái upplýst aðhald frá notendum hins svokalaða „manngerða umhverfis“. Þessi bók hjálpar fólki til þess að, skilja samhengi hlutanna og þarf að vera til á hverju heimili. Að neðan koma nokkrar opnumyndir úr bókinni. Ef tvísmellt er á þær verða þær stórar og skýrar:   borgir 260-261 borgir 26-27 borgir 154-155   borgir 244-245 borgir 270-271     photo B53

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Jón Helgason

    Ég hef lengi beðið eftir svona bók.

  • Þess má geta að bókin er á tilboðsverði hjá forlaginu Skruddu á kr. 9.990 í stað kr. 12.990 í bókaverslunum.

  • Kolbrún Jóns

    Ég sá þessa bók í Eymundsson á Skólavörðustígnum á laugardaginn og fannst hún spennandi.

    Valdhafarnir hafa alltaf reynt að halda þegnunum óupplýstum. Helst ólæsum og óskrifandi. Það tryggði þeim völd. Nú er fólk upplýst um flesta hluti nema skipulagsmál.

    Af þessum ástæðumheld ég upp á þessa setingu:

    „Hér er kominn grundvöllur þess að skapa upplýsta neytendur skipulags- og byggingalistar þannig að arkitektar, sjórnmálamenn og embættismenn fái upplýst aðhald frá notendum hins svokalaða „manngerða umhverfis“.

  • Eftir þessa umsögn óska ég mer bókina í jólagjöf!!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn