Rannsóknarhópurinn “Borghildur” hefur starfað í Reykjavík í tæp tvö ár.
Hópurinn einbeitir sér að öllu sem viðkemur mannlífi í Reykjavík og hefur birt á heimsíðu sinni afar áhugavert efni um mannlíf á götum, torgum og görðum í miðbæ Reykjavíkur.
Meðal efnis á síðu Borghildar er stórskemmtilegt myndband um Óðinstorg, Baldurstorg og Káratorg sem má skoða hér að ofan.
Mikinn fróðleik um vinnu Borghildar má finna á stórgóðri heimasíðu hópsins.
Efnið sem er bæði greinandi og lýsandi er mikilvægt innlegg í umræðuna um skipulagsmál og mannlíf í borginni. Þar er m.a. fjallað um tilraunir til að breyta götulífinu og bæta.
Endilega kíkið á heimasíðuna:
http://borghildur.info/ibuatorg-i-bidstodu/
Í þessum harðsnúna klára hóp eru : Alba Solís / BA í arkitektúr, Arnar Freyr Guðmundsson / grafískur hönnuður, Auður Hreiðarsdóttir / BA í arkitektúr, Gunnhildur Melsteð / BA í arkitektúr, Helga Hrönn Þorsteinsdóttir / BA í arkitektúr, Herborg Árnadóttir / BA í arkitektúr og Þorbjörn G. Kolbrúnarson / tónsmiður
Það verður spennandi að fylgjast með þessu unga fólki í framtíðinni.
Tengillinn á heimasíðu Borghildar var ekki virkur. Ég bið afsökunar á því. Það er búið að lagfæra það svo hann á að vera kominn í lag.
Einlægt og yndislegt framtak, sem minnir mig á orð Herakleitosar: Maðurinn kemst næst sjálfum sér í alvöru barnsins að leik. Virkilega jákvætt framtak, sem virkar vonandi smitandi til framtíðar
Það ber að .þakka þessum krökkum frumkvæðið og þessa kynningu.