Nú er búið að stofna Facebooksíðuna „Samtök um betri spítala á betri stað“ sem kallar eftir opinni fordómalusri umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt sjúkrahús.
Þetta virðist vera framsýnn, faglegur og lausnamiðaður hópur sem tekur á hlutum sem enginn einstaklingur hefur haft tök á að gera með sama hætti áður. Samkvæmt kynningunni er það þverfaglegur hópur sérfræðinga sem að síðunni standa. Þau hafa að markmiði að byggður verði spítali sem er ódýrari í byggingu og rekstri og að sjúkrahúsið verði betra en það getur orðið við Hringbraut, að hugsað sé til lengri framtíðar, öllum til heilla.
Hópurinn hefur m.a. skoðað fjárhagshliðina og komist að því að það er hagstæðara að byggja skjúkrahúsiðá nýjum stað austar í borginni og nær þungamiðju búsetunnar. Þetta á bæði við um stofnkostnað og rekstur þar sem sparnaðurinn skiptir milljörðum að sögn.
Þetta virðist vera í fyrsta sinn sem svona samanburður er gerður og hann birtur.
Á síðunni tekið á mörgum málum og framkvæmdin skoðuð frá mörgum sjónarhornum sem ekki hafa verið reifuð með sama hætti áður.
Slóðin er þessi: https://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristad?fref=nf
Allar færslur „Samtaka um betri spítala á betri stað“ enda á orðunum: Taktu þátt í umræðunni. Láttu í ljós skoðun þína á þessari færslu, sem er vísbending um opna fordómalausa nálgun teymisins og ósk um skoðanaskipti.
Ég leyfi mér að birta hér tvær fésbókarfærslur trymisins. Sú fyrri er fjárhagslegursamanburður og sá síðari fjallar um Aðalskipulag Reykjavíkur .:
-Fjárhagslegur samanburður eftir staðsetningu.
Þeir staðir sem bornir hafa verið saman eru Hringbraut, Fossvogur og það sem við köllum „Besti staður“ sem er staður nálægt þungamiðju búsetu höfuðborgarsvæðisins, sem liggur vel við tengibrautum umferðar. Þetta er staðurinn sem flestir eiga styst að fara á. Þennan stað á eftir að finna, það er á verksviði þeirra sem sjá um bogarskipulagið og byggingu Landspítalans.
Við miðum við að heildar byggingarmagn sem verður til ráðstöfunar á þessum þremur stöðum verði sambærilegt, annað hvort uppgert gamalt húsnæði eins og á Hringbraut og að hluta til í Fossvogi eða allt byggt nýtt frá grunni eins og á „Besta stað“. Heildar fermetrar f.u. bílastæðahús sem fyrirhugaðir eru á Hringbraut eru 153.987 og það þarf lítillega minna í Fossvogi og á Besta stað því minna er af tengibyggingum, brúm og þess háttar á þeim stöðum en á Hringbraut þar sem spítalinn yrði í rúmlega 20 húsum.
Byggingarkostnaðurinn lítur svona út með bílastæðahúsum:
Hringbraut 53,8 milljarðar króna (skv. lögum)
Fossvogur 59,1 milljarðar króna
Besti …….. 51,9 milljarðar króna
Ef tekið er tillit til fyrirsjáanlegra umferðarmannvirkja sem þarf að reisa þegar umferðaræðar springa vegna stóraukinnar umferðar er dæmið svona:
Hringbraut 74 milljarðar króna
Fossvogur 69 milljarðar króna
Besti …….. 57 milljarðar króna
Samkvæmt þessu er hagstæðast að byggja frá grunni á „Besta stað“ þó ekki sé fyrir hendi gamalt húsnæði sem má nýta eins og á hinum stöðunum. Ástæðan er m.a. að: það kostar líka að endurgera húsnæði; það er hagstætt að byggja frá grunni þar sem nóg rými er fyrir hendi o.fl. og; söluverðmæti eigna á Hringbraut og í Fossvogi er verulegt.
Þetta er fyrir utan þann stóra hag sem er af því að hafa spítalann á stað þar sem flestir eiga sem styst á hann. Þegar það er tekið með í reikninginn verður munurinn á „Besta stað“ og hinum verulega sláandi eða um 7 milljarðar króna á ári „Besta“ í vil.
Við sem þjóð höfum ekki efni á að missa af þeim hag, sérstaklega þegar þess er gætt að í neyðartilvikum eru batahorfur betri þegar stutt er á spítalann. Það munu um 100 sjúkrabílar koma að meðaltali á sólarhring að nýja spítalanum. Eins gott að stutt sé á hann.
Meira um þetta síðar.
> Taktu þátt í umræðunni. Láttu í ljós skoðun þína á þessari færslu.
– Landspítalinn og Aðalskipulag Reykjavíkur
Ef staðsetja á spítalann í samræmi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 ( AR 2010-2030) ætti að finna honum stað sem stuðlar að styttri ferðatíma, minni umferð, minni mengun og minni þörf fyrir ný umferðamannvirki.
Þetta er best gert með því að færa þennan mannfrekasta vinnustað landsins austar í borgina, nær þungamiðju búsetu. Þannig má minnka umferðartafir, stytta ferðatíma og nýta betur umferðamannvirki sem fyrir eru.
– Takmarkanir vegna kröfu um aðlögun að gömlum byggingum
Eitt markmið aðalskipulagsins lýtur að því að ný byggð aðlagist þeirri sem fyrir er í samræmi við menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð. Þess utan er ákvæði í skipulaginu um að hús innan gömlu Hringbrautar verði ekki hærri en sem nemur 5 hæðum.
Erfitt er að samræma þetta mikla mannvirki þeim gömlu byggingum sem fyrir er og hæð sjúkrahússins er talin þurfa að vera mun meiri. Til að mynda er meðferðarkjarninn samkvæmt deiliskipulagi á pari við rúmlega 8 hæða íbúðarhús.
Meira um þetta síðar.
> Taktu þátt í umræðunni. Láttu í ljós skoðun þína á þessari færslu.
Sjá einnig : https://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristad?fref=nf