Arkitektum tekst oft illa upp þegar þeir eru að hanna og skipuleggja nýbyggingar á hafnarsvæðum.
Við þekkjum dæmin af Norðurbakka í Hafnarfirði, dæmið á Akureyri og svo er einhver vandræðagangur í uppsiglinu við Vesturbugt í Reykjavík.
Margar erlendar borgir hafa líka átt í vandræðum með þetta. Ein þeirra r Kaupmannahöfn sem hefur tapað einkennum sínum á umliðnum árum og öll hafnarstarfsemi hefur horfið. Kaupmannahöfn er ekki höfn lengur heldur “waterfront”
Þetta hefur tekist ágætlega í Stokkhólmi, Bergen, Helsinki og víðar. Höfnin í Cape Town er líka ágæt.
Þar sem mönnum tekst vel upp virðast þeir hafa það að markmiði að breyta engu um karakter og einkenni staðanna heldur byggja við í sama anda og í sömu hlutföllum og fyrir er. Halda í staðarandann og hluta starfseminnar. Það má ekki verða svo að það sem fólk er að sækja eftir sé látið víka fyrir hinu nýja.
Þetta er mjög mikilvægt.
Svo þarf að búa þannig um að trillukarlar og allskonar smástarfsemi og einyrjar fái þar sitt svigrúm áfram. Við Sluseholmen í Kaupmammahöfn ætluðu arkiektarnir og fjáraflamenn í byggingaiðnaði að bola slíkum bjórdrekkandi smábátaeigendum sem voru í skúrum sínum að sýsla með dótið sitt í burtu. Því var mómælt af nýjum ibúum og þeir fengu að vera enda eru þeir mikilvægur hluti af því mannlífi sem verið er að sækjast eftir á svona stöðum.
Auðvitað eru allir að gera sitt besta í sínum daglegu störfum. Líka stjórnmálamen og ráðgjafar þeirra. Það er bara einusnni þannig að menn missa stundum sjónir af aðalatriðunum og missa stjórn á verkefninu og markmiðunum. Þetta kemur fyrir alla, en er óþarfi. Mér sýnist húsið sem myndin er af efst í færslunni bera þess merki að menn hafi ekki alveg áttað sig á aðstæðum þar sem húsið er að rísa í Vesturbugtinni í Reykjavíkurhöfn.
Hjálagt eru nokkrar myndir af nýbyggingum við hafnbarsvæðið í Árósum í Danmörku. Arkitektarnir kall þetta „Isbjærget“ sem er mér óskiljanleg skýrskotun í eitthvað sem á ekki við í Århus havn. Þess ber þó að geta að þessar byggingar eru ekki mjög nálægt gamla bænum.
Sjá einnig:
http://blog.dv.is/arkitektur/2010/11/18/reykjavikurhofn/
http://blog.dv.is/arkitektur/2012/09/14/rammaskipulag-hafnarinnar-bakgrunnur-og-hugmyndir/
http://blog.dv.is/arkitektur/2012/09/13/nytt-rammaskipulag-reykjavikurhofn/
http://blog.dv.is/arkitektur/2010/11/26/framtid-reykjavikurhafnar/
http://blog.dv.is/arkitektur/2010/11/24/hofnin-i-kaupmannahofn/
Ekki er að sjá að hönnuðurnir hafi stefnt að líflegu mannlífi milli húsanna með smá kriddi af hafnarstrfssemi. Innblásturinn í byggingalistinni er sagður koma frá fljótandi ísjökum. Ég hefði haldi að nægan innblátur væri að finna þarna í nágrenninu og ekki þyrfti að sækja hann norður í íshaf!.
Á einstaka stað í Kaupmannahöfn hafa svona skúrbyggingar fengið að standa áfram og þykja mikil gersemi fyrir fjölskrúðugr mannlíf við höfnina
Nýlegar bggingar við höfn Kaupmannahafnar. Halldór Gunnlaugsson prófessor og Jön Utzon voru búnir að þróa humynd að byggingalist sem féll vel að borginni og hafnarstarfsseminni. En einhverjir nýhyggjumenn í bygingariðnaði og stjórnmálum voru með aðrar hugmyndir.
Norðurbakki í Hafnarfirði er umdeildur. Ef vel er að gáð má sjá fíngerða smáhúsabyggð að baki nýbygginganna sem naut nærveru við sjóinn og höfnina.