Fyrir nokkru birtist hér á vefnum fróðleg grein eftir Örnólf Hall arkitekt um Víkurkurkjugarð.
Í athugasemdarkerfinu urðu nokkrar umræður í framhaldi af athugesemd Norbert Grabensteiner arkitekts í Vínarborg sem tók þátt í samkeppni um svæðið í Kvosinni umhverfis Ingólfstorg í fyrra.
Grabensteiner skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hann reifaði hugmynd sína um víkurgarð.
Hún hljóðaði svona:
„Our concept in the competition for Kvosin was one of few trying to excavate the layer of historical ground. Create a quiet spot in future busy downtown, a place to chill, to relax, even to meditate. We suggested to bring up the floorplan of Reykjavik’s first church, have a standing stone on the former place of the Altar, have laying stones (cubes) where benches might have been. And in addition no big building between Landsimahus and Kirkjustraeti.
Bring up a spot making the city richer with a special quality based on the history in the interpretation of today to transform it in to the brain of the city and their people.
Like the article very much, thanks for that“.
Í annarri athugasemd skrifar „Eysteinn“
Eftir að hafa gert mér mynd í huganum af tillögu Grabensteiner þá er ég heillaður. Hin sögulega vídd (hugtak Hjörleifs Stefánssonar) skiptir mjög miklu máli. Ég gæti séð nöfn, fæðingardag og dánardag allra þeirra sem jarðsettir hafa verið í Víkurkirkjugarði greypta í steinbekki kirkjunnar eins og Grabensteiner lýsir þeim. Þetta eru kannski svona 4000-6000 nöfn(?) Bekkirnir munu upplifast sem nytjaskúlptúr til hvíldar og “a place to chill” ens og sagt er.
Í framhaldinu bárust síðuhaldara margar fyrirspurnir um tillöguna Grabensteiner þar sem óskað var eftir birtingu á tillögunni hér á vefnum.
Víkurgarður var lítill hluti af samkeppninni og vóg ekki þungt. Hinsvegar er varla gerð grein fyrir frágangi á Vikurtorgi eða Ingólfstorgi á nýsamþykktu deiliskipulagi, og þess er saknað.
Þessi tillaga Grabensteiner á því fullt erindi inn í umræðuna og er sennilega ein besta tillagan sem barst í samkeppninni um Víkurtorg. Og ef hún er skoðuð nánar þá vex hún við nánari kynmi.
Hugmynd Eysteins sýnir einn möguleika. Altarið og bekkirnir geta verið upplagðir fyrir minni fundi og listviðburði af öllu tagi, tónlistarflutnings og upplestrar. Þetta gæti verið góður staður fyrir „kallinn á kassanum“.
Ég minni á að það bárust rúmlega 60 tillögur í samkeppnina.
Hér er hluti greinargerðar sem fylgdi samkeppnistillögu Grabensteineri sem þekkir vel til lífsin í götu og brgarrýmum mennngarborga:
„VÍKURGARÐUR (Gamli kirkjugarðurinn)
þar sem andinn mætir sálinni og lífsandinn tifar
Útlínur fornleifa verði gerðar sýnilegar, þannig að fólk skilji þær og þekki. Þannig verða þær eðlilegur hluti af umhverfinu og lífi fólks.
Rólegur og jafnvel andlegur garðurinn mun verða slakandi andstaða við hið hraða miðbæjarlíf. Útlínur og hlutar gömlu kirkjunnar verða gerðar sýnilegar og geta myndað bekki til að hvílast á eftir að hafa heimsótt t.d. markaðinn eða skoðað Landnámssýninguna Reykjavík 871 við Aðalstræti. Jafnvel haldið þar útibrúðkaup.
Útlínur kirkjunnar mætti mynda með steinarönd (blágrýti/grágrýti). Íslenskur lágur trjágróður, eins og var við upphaf byggðar, umlykur kirkjugrunninn og myndar tilfinningu um borgarskóg.
Núverandi bílastæði ofanjarðar verða fjarlægð en í stað þeirra gæti komið tveggja hæða bílakjallari með bílalyftu við austurenda garðsins. Í Víkurgarði verður AlþingisBOXI (Talhorni- speakers corner)) komið fyrir, í nokkurs konar skála (pavillon), þar sem íbúar geta mætt stjórnmálamönnum og skipst á skoðunum. Frá Talhorni má horfa yfir Austurvöll og umhverfi.“
Efst og að neðan eru myndir af tillögu Grabensteiner sem sýnir tilfinningu höfundar fyrir sögunni sem hann dró fram í teikningunni að neðan. Hann veitir bæjarstæði Ingólfs og Víkurkirkju sérstaka athygli. Svo er slóð að fyrri færslu um Víkurkikjugarð og kynningu á samþykktu deiliskipulagi á svæðinu.
Fyrst færsla eftir Örnólf Hall:
http://blog.dv.is/arkitektur/2013/08/12/vikurkirkjugardur-og-landsimareitur/
Og færsla um samþykkt deiliskipulag:
http://blog.dv.is/arkitektur/2013/02/21/framurskarandi-deiliskipulag-landsimareitur/