
Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan úrslit í tveggja þrepa samkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar voru kynnt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og tækifæri gefist til þess að velta þeim frjóu og vel unnu tillögum sem viðurkenningu og verðlaun hlutu fyrir sér.
Þetta var metnaðarfull samkeppni frá hendi útjóðenda og þátttakendur lögðu sig fram í samræmi við það. Það verður þó að segjast að útbjóðandi gerði þau mistök að leysa ekki samgöngur höfuðborgarsvæðisins í lofti áður en samkeppnin var auglýst. Þegar samkeppnin var auglýst voru flugsamgöngumál höfuðborgarinnar óleyst og þau eru það enn, fjórum árum síðar.
Fyrstu verðlaun í samkeppninni hlutu skosku arkitektarnir Graeme Massie og félagar. Þeir eru hinir sömu og unnu skipulag fyrir miðbæ Akureyrar og aftur samkeppni um framtíð Reykjavíkurhafnar.
Ég veit ekki um stöðu vinningstillögunnar í borgarkerfinu enda skilst mér að hún hafi ekki fengið nokkurn status. Hvorki í aðalskipulagi, rammaskipulagi (hverfaskipulagi) né deiliskipulagi. Samt heyrist manni að eitthvað sé verið að taka mið af henni við ýmsar skipulagsákvarðanir, t.a.m. Landspítalann. Það er í raun einkennilegt í ljósi þess að þrátt fyrir að fjögur ár séu liðin þá er enn ekki búið að finna lausn á samgöngum í lofti við höfuðborg Íslands sem sátt er um.
Ég birti hér til upprifjunar þær tillögur sem fengu verðlaun og viðurkenningu í samkeppninni ásamt dómnefndaráliti. Þetta eru afar vel unnar tillögur og virkilegt augnakonfekt og til þess fallnar að skoða alvarlega þegar búið er áð leysa flugsamgöngur höfuðborgarinnar.
Ég ráðlegg lesendur að opna teikningarnar og gaumgæfa þá sýn sem höfundar setja fram um framtíð Vatnsmýrarinnar og ekki má gleyma því að í arkitektasamkeppnum ber að deila við dómarann sýnist manni svo.
Vatnsmyrarinnar. 
1. Sæti
Graeme Massie, Stuart Dickson, Alan Keane, Tim Ingleby – Edinborg, UK
Umsögn dómnefndar
Kynningarveggspjöld og stuðningsgögn þessarar tillögu eru skýr og skiljanleg og bregðast á sannfærandi hátt við þeim kröfum sem settar eru fram í forsendulýsingu samkeppninnar. Áætlunin hefur burði til að verða útgangspunktur framtíðarþróunar í Vatnsmýri. Hljómskálagarðurinn er stækkaður til suðurs og ný tjörn umkringd fjölda nýrra bygginga gerð að miðpunkti Vatnsmýrarinnar. Göturnar Barónsstígur og Snorrabraut eru framlengdar, frá Þingholtum að Fossvogi og á ræmunni milli þeirra eru helstu íbúðasvæði, ásamt skrifstofuhúsnæði og þyrpingum opinberra bygginga og skólahúsnæðis. Skáhöll lína sker þessa ræmu og tengir hana beint við miðbæinn. Einnig er gert ráð fyrir íbúðasvæðum utan í Öskjuhlíð og norðan Skerjafjarðar og yfirráðasvæði Háskóla Íslands verður stækkað þannig að það nái að tjörninni nýju. Áætlunin er studd með nákvæmum tillögum um umhverfisstjórnun, möguleikum á lotuskiptingu og samþættingu langtímamarkmiða. Borgarmyndin, sérstaklega við ströndina og á eystra íbúðasvæðinu, er dregin grófum línum og umferðarvandi ekki að fullu leystur, en áætlunin virðist nógu burðamikil til þess að þola frekari útfærslu sem tæki til þessara og annarra verklegra atriða.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:http://www.vatnsmyri.is/swf/ex01.swf
http://www.vatnsmyri.is/isexhib.asp

2. Sæti
Johanna Irander, Nuno Gonçalves Fontarra – Haag, Hollandi
Umsögn dómnefndar
Þetta innlegg er einstakt í ferskleika sínum og léttleika. Það leggur til skýra aðgreiningu á opinberum svæðum og einkasvæðum og notar mismunandi mynstur byggðareininga til að fá hana fram. Skoðun Vatnsmýrarinnar hefur ekki einskorðast við samspil hennar og borgarinnar heldur hefur hún verið gerð í samhengi við norðanverðan Reykjanesskagann, allt frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík að Esjurótum. Það er þessi fimlega aðferð sem gerir tillöguna mikilvægt innlegg í umræðuna. Samt sem áður er hin ráðgerða móða, sem eykur á töframátt tillögunnar, talin óraunhæf. Ennfremur er grafísk útfærsla ófullnægjandi, upp á vantar að umhverfisáætlun sé sannfærandi og verkefnið styðst of mikið við texta stefnuyfirlýsingar.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/isexhib.asp?e=2

3. Sæti
Jean-Pierre Pranlas-Descours, Christine Dalnoky, Ove Arup – París, Frakklandi
Umsögn dómnefndar
Þessi tillaga var mikið þróuð og bætt frá því að hún kom inn á fyrra þrepi samkeppninnar og styrkur hennar liggur í skýrri og sveigjanlegri eyjalausn. Eyjunum er ætlað að endurspegla kaflaskiptan vöxt höfuðborgarsvæðisins um leið og þær varðveita minninguna um flugvöllinn. Umhverfismeðvituð borgarbyggð, sem þjappað er saman í þéttar eyjar, gerir grænu belti mögulegt að teygja sig frá miðbænum alla leið í Fossvog og opnar útsýni til hafs úr hjarta Vatnsmýrarinnar. Hverfin eru tengd með umfangsmiklu leiðakerfi fyrir allar tegundir umferðar, þ.m.t. nýtt járnbrautakerfi. Auðvelt er að lotuskipta uppbyggingunni og mynstur byggðareininganna, ásamt stærð eyjanna, er hugsanlega hægt að stilla af ef bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Kostnaðurinn við þetta frelsi kemur fram í því að byggingarhlutfall svæðisins í heild verður tiltölulega lágt, en það dregur ekki úr mikilvægi þessarar sýnar fyrir umræðuna um Vatnsmýrina.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/swf/ex03.swf

Viðurkenning
Architects: NEKTON Design
Project Directors:
Gudjon Thor Erlendsson, AA dipl BA (hons) – Architect, Jeff Turko, AA dipl- Architect SBA
Project Urbanists:
Sibyl Trigg, Dip Arch, B.Arch – Urban Designer, Dagmar Sirch , MsC, Dip Arch, BsC (hons) – Urban Designer
Umsögn dómnefndar
Þetta er tillaga að borgarmynd sem er samþætt aðliggjandi svæðum, innviðum þeirra og landslagi. Með því að setja nákvæmar reglur um mynstur byggingareininga og formgerð bygginga á öllu svæðinu er búin til sterk og misfellulaus birtingarmynd uppbyggingar í Vatnsmýri. Þegar hins vegar horft er til tímaramma uppbyggingarinnar og þarfarinnar fyrir sveigjanleika og endurmat, er svona rígbundið kerfi talið þvingað og óþarflega flókið.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/swf/ex04.swf

Viðurkenning
Rose Bonner, Paul Fox, David Jameson – Dublin, Írlandi
Umsögn dómnefndar
Tillagan snýst fyrst og fremst um net íbúðabyggðar sem tengist aðliggjandi svæðum og gatnakerfi. Það kemur best fram þar sem Hringbraut er tekin inn í netið sem borgarstræti. Stærð og mynstur byggingareininga eru of einsleit og hefðu gott af meiri fjölbreytni og sveigjanleika ef koma ætti langtímaþróun með góðu móti inn í tillöguna. Skekking netsins virðist tilraun til að bæta úr einsleitninni, en hún virkar sérviskuleg og án rökrænnar undirbyggingar.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/swf/ex04.swf

Viðurkenning
Manuel Lodi, Architect, Danilo Cupioli, Architect, Paola Pilotto, Architect, Rizzo Silvia, Architect, Dino Bonadias, engineer, Marco Rasimelli, engineer, Salvatore Corliano, engineer, Stefano Galli, archtiect, Maurizio Scarciglia, architect.
Ráðgjafar: Dusan Persic, Elisa Ventura, Federico Ventura, Maria Mholin, Gabriele Pisani, Elungo Vulanem, Kuno Mayer, Dott. Arch. Stefano Galli, Dott. ssa Arch. Enrica Rasimelli, Dott. Arch. Mirko Lo Faro, Dott. Ing. Gianfranco Vanni, Dott. Ing. Luca Bragetta, Dott. Ing. Enrico Coluzzi, Dott. ssa Ing. Giuseppina Paoni, Dott. Ing. Valerio Mastroianni, Dott. Geol. Stefano Piazzoli, Dott. Ing. Luigi Spinozzi, Dott.ssa Ing. Maria Gabriela Sorci Dott. Ing. Marco Galazzo, Dott. Ing. Numa Tondini, Dott. Ing Luigi Iovine, Dott. Ing. Daniele Azzaroli, Dott. Ing. Leonardo Ciarapica, Dott. Ing.Pasquale Lospennato, Geom. Danilo Bellavita, Geom. Maurizio Cirimbilli, geometra, Geom. Carlo Rosi, Arch. Maurizio Scarciglia.
Genova, Italy
Umsögn dómnefndar
Meginforsenda þessarar tillögu er skipting Vatnsmýrarinnar í tiltölulega stóra parta, þar sem hver gegnir sérstöku hlutverki. Partarnir eru vel við vöxt og innan þeirra svigrúm til að koma til móts við breyttar kröfur og lotuskiptingu. Áætlunin hvetur til þess að breytt verði um stærð, mynstur og form bygginga eftir því sem tímanum vindur fram. Hún er ögrandi hugmynd að borgarbyggð, en undirstöðurnar, sem hún byggir á, sýna ekki með nægilega sannfærandi hætti hvernig stjórna á hinni ætluðu sérstöku uppbyggingu.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/swf/ex06.swf

Viðurkenning
Belinda Kerry, Architect; Andrew Lee, Architect; Fiona Harrison, Landscape Architect, Blake Farmar Bowers, Landscape Architect. Melbourne, Ástralíu.
Umsögn dómnefndar
Þaulunnin tillaga þar sem sneitt er hjá formum flugbrautanna, en í staðinn fengnar rúmmyndir úr nágrannahverfum. Þetta leiðir til borgarmynsturs sem er notalegt og kunnuglegt í reykvísku samhengi. Hins vegar er samspilið við Vatnsmýrina sjálfa ekki jafnsannfærandi og þótt þéttleiki byggðar sé við hæfi er úthverfisblær á tillögunni. Áætlunin er innhverf, skortir útfærslumöguleika og býður upp á fá ný tækifæri í borginni.
Hægt er að skoða tillöguna í fullri stærð á eftirfarandi slóð:
http://www.vatnsmyri.is/isexhib.asp?e=7

Valin tillaga
Rolf Teloh, City Planner, Klaus Krauss, Architect, Thorsten Werner, Architect, Daniel Friedeberg, Architect, Cornelia Müller, Landscape Architect, Hinnerk Wehberg, Landscape Architect Christoph Link, Traffic Planner, Holger Wallbaum, Sustainable development consultant, Eberhard Jost, Sustainable development consultant, Sophie Lovell, English translation
Berlín, Þýskalandi

Frá verðlaunaafhendingunni þar sem Dagur B. Eggertsson formaður dómnefndar flytur ávarp fyrir hönd dómnefndar sem stendur í baksýn.