Það vita ekki margir að á árunum 2001 -2008 voru skrifaðar fimm álitsgerðir af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem allar, að einni undantekinni, komust að þeirri niðurstöðu að best væri að bygggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunn á nýjum stað. Þetta er vissulega þvert á það sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu af opinberum aðilum, sem segja að „Hringbrautin hafi alltaf haft vinninginn í staðarvalsgreiningum“.
Séfræðingarnir sem sömdu álitin og skýrslurnar töldu hinsvegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja annað tveggja við Fossvog eða gamla við Landspítalann við Hringbraut. Sumir sögðu Hringbraut og aðrir Fossvog.
Niðurstaðan, að byggja við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 2001-2024 sem kallað er AR2001-2024. Í því skipulagi var vel séð fyrir umferðatengingum við spítalann við Hringbraut hvaðanæfa að og ekki hægt að gera athugasemd við staðsetninguna á þeim grunni.
Á skipulagsuppdrættinum AR2001-2024, að ofan sést þetta greinilega.
- Gert er ráð fyrir að þeir sem koma frá Vesturlandi og Mosfellsbæ komi um Sundabraut og aki Sæbrautina að göngum undir Þingholtin (Holtsgöng) og þaðan frá Hörpu og beint að spítaladyrunum. Að auki var gert ráð fyrir göngum í Geldinganesinu vegna þessarrar vegagerðar.
- Þeir sem koma frá Suðurlandi áttu að aka um Miklubraut og um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og áfram í göngum um Miklubraut að spítaladyrununum.
- Þeir sem koma úr Grafarvogi og Grafarholti áttu að leggja leið sína um Höfðabakkann að Reykjarnesbraut og þar undir Kópavogvið Mjódd, um mislæg gatnamót við Kringlumýrarabraut og í göngum undir Öskjuhlíð að spítaladyrunum.
- Þeir sem koma frá Suðurnesjum og Hafnarfirði ækju svo Reykjarnesbrautina um önnur göng skammt frá Smáralind og þaðan undir Kópavog um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og undir Öskjuhlíð að spítaladyrunum. Þessi tenging átti líka að þjóna íbúum efri byggðum Kópavogs og Breiðholts.
- Og svo má ekki gleyma þeim sem kæmu með áætlunarflugi eða sjúkraflugi utan af landi. Þeir áttu að lenda á Reykjavíkurflugvelli og labba yfir Hringbrautina og þaðan inn á spítalann.
- Til þess að liðka fyrir umferðinni á höfuðborgarsvæðinu eru svo ein 8-9 mislæg gatnamót fyrirhuguð víðsvegar í borgarlandinu á skipulagstímabilinu samkvæmt AR2001-2024.
Öll þessi umferðaúrræði lágu fyrir framan sérfræðingana sem unnu að staðarvalsgreinungu fyrir Þjóðarsjúkrahúsið á fyrstu árum aldarinnar og höfðu úrslita áhrif um staðsetninguna. Ekkert þeirra er í kortunum í dag.
Því má með réttu halda fram að niðurstöður greininganna sem gerðar voru fyrir áratug eða meira séu allar úreltar hvað aðgengi að spítalanum varðar að minnsta kosti.
Skipulagið AR2001-2024 var ekki gott nútímalegt skipulag og sem betur fer er búið að fella það úr gildi. Skipulagsyfirvöld eiga mikið hrós skilið fyrir það afrek. AR2001-2024 var algert einkabílaskipulag sem átti rætur sínar að rekja til úrelts hugsunarháttar sem var jafnvel versta aðalskipulag allra tíma í borginni (AR1962-1984).
Þegar nýtt frábært aðalskipulag AR2010-2030 tók gildi voru allar fyrrgreindar samgöngubætur lagðar af eins og sjá má á skipulagsuppdrættinum að neðan sem tók gildi á vormánuðum 2013 eftir að hafa verið nokkur ár í vinnslu.
Eðlileg krafa hefði verið að gera nýja staðarvalsgreiningu í kjölfar þessarra miklu breytinga sem urðu í skipulagsumhverfinu.
Það er ekki bara þetta sem lesa má af uppdrætti AR2010-2030, sem hefur breyst. Það er líka megin hugmynd aðalskipulagsins um þéttingu byggðar og stytta vegalengdir frá heimili að vinnustað og menningarstefna skipulagsins, áhersla á almenningssamgöngur, hugmyndin um vistvæna borg og sjálfbæra borgarhluta og margt fleira sem kallar á endurskoðun staðarvals vegna þjóðarsjúkrahússins.
Þeir sem komið hafa að staðarvalinu hafa ekki talið ástæðu til þess að skoða málið að nýju í ljósi þessarra miklu breytinga. Þeir hafa ekki ljáð hugmyndinni um endurskoðun staðarvalsins tækifæri þó eftir því hafi verið leitað undanfarin 7-8 ár af mikilli festu. Þeir verja ekki lengur staðsetninguna með skipulagslegum rökum heldur með því að segja að það sé of seint að skoða málið í ljósi nýrra og annarra aðstæðna í skipulaginu.
Ég bið lesendur endilega að skoða kortin tvö vel og bera þau saman og spegla ákvörðunartökuna um staðsetningu spítalans við Hringbraut í AR2001-2024 og aftur í kortinu af AR2010-2030. Og veltið málinu fyrir ykkur.
+++++
ÝTAREFNI
++++
Hérað neðan er slíðra frá nýlegri kynningu Landspítalans á byggingu spítalans við Hringbraut þar sem því er haldið fram að Hringbraut hafi alltaf haft vinninginn í staðarvalsgreiningum. Þessu hefur verið haldið fram núna í bráðum áratug þó allir geti séð sem kynna sér frumgögnin að þetta er ekki rétt. Gerð er stuttlega grein fyrir þessu hér að neðan fyrir samfélagslega ábyrga og áhugasama lesendur.
Hérað neðan er önnur slíðra frá nýlegri kynningu Landspítalans þar sem taldar eru upp þrjár skýrslur um staðsetningu þjóðarsjúkrahússins.
Það sem vekur sérstaka athygli er að efst er vitnað í skýrslu erlendra ráðgjafa frá árinu 2001 og sagt að þeir leggi til að byggt verði til framtíðar við Hringbraut. Samkvæmt skýrslunni sem birt er hér að neðan er þetta ekki rétt. Þvert á móti er lagt til í skýrslu Ementor frá árinu 2001 að byggt verði við sjúkrahúsið í Fossvogi ef ekki eru tök á að velja „augljósann“ besta kost og byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjumn stað. Farið er yfir allar þessar skýrslur hér í lok þessarrar færslu. Af hverju halda menn þessu fram þegar fyrir liggur að niðurstaða skýrslunnar er allt önnur en kemur fram á kynningu Landspítalans?
Vegna staðhæfingar embættismanna um að „Hringbrautin hafi alltaf haft vinninginn í staðarvalsgreiningum“ og ábendingar minnar um að hún sé að líkindum ekki rétt er sjálfsagt að birta þær álitsgerðir sem vitnað er í hér.
Þeir sem vilja kynna sér málið af frumgögnum geta kynnt sér skýrslurnar hér með því að smella á tenglana sem eru rauðir. Þeir mun að lestrinum loknum vera ljóst að flökkusagan um að allar skýrslur og álitsgerðir hafi bent á Hringbraut, sé röng.
Það er rannsóknarefni að finna út úr því hvernig á þessu standi, hver ber á þessu ábyrgð og í framhaldinu hvaða áhrif þessi flökkusaga hefur haft á framvindu málsins undanfarin 10 ár.
++++
Hér koma slóðir að skýrslunum og álitsgerðunum með örtuttum tilvitnunum og skýringum.
++++
Skýrsla Ementors, okt. 2001, “Landspitali – Functional development plan”. Fossvogur kemur betur út en Hringbraut sem staðsetning fyrir uppbyggingu nýs spítala eins og lesa má hér undir fyrirsögninni 13.3.3. Niðurstöður.:
Ementor ráðleggur í skýrslu sinni að best væri að byggja nýtt sjúkrahús á nýjum stað sem hefur afgerandi kosti og áréttar.:
Hvernig geta embættismenn svo haldið því fram að „Hringbrautin hafi alltaf haft vinninginn í staðarvalsgreiningum“ þegar þetta liggur fyrir?. Ementor telur líka að nálægð við HÍ skipti ekki miklu máli enda vitum við að nú er verið að byggja háskólasjúkrahús víða þar sem enginn er háskólinn annar en spítalinn sjálfur.
++++
Skýrsla nefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um Framtíðaruppbygging og skipulag Landspítala – háskólasjúkrahúss, janúar 2002. og Skýrsla nefndar um uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss, apríl 2004 sem samsett er að mestu af sömu aðilum og sömdu skýrsluna árið 2002. Eðlilegt er að líta á þessar skýrslur sem eina og þá síðari sem framhald eða úrvinnslu þeirrar fyrri og er niðurstaðan í samræmi við það og lagt er til að byggt verði við Hringbraut.
Í þessari skýrslu var bætt við tveim breytum frá skýrslu Ementor. Þ.e.a.s. að nálægðin við háskólann væri mikilvæg sem Ementor taldi ekki vera og að þjóðarsjúkrahúsið mundi styrkja miðborgina sem var í mikilli niðurnýðslu þarna í upphafi aldarinnar. Eðlilega höfðu þessi tvö atriði áhrif til handa Hringbraut.
++++
Álit hjúkrunar- og læknaráðs LSH, febrúar 2004. “Besti kosturinn er án efa að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni, en ef ekki verður ráðist í svo fjárfreka framkvæmd nú verður að skoða aðrar leiðir” Hér er úrdráttur úr álitsgerðinni:
++++
Álit stjórnar læknaráðs LSH til Alþingis, 20. apríl 2004, þar sem læknaráð telur farsælast að nýtt sjúkrahús verði reist frá grunni
Þessi álitsgerð var gefin út tveim árum eftir að 2002 skýrslunni var skilað og er lagt til að „Endurskoðað verði hvaða staðsetning er hentugust fyrir framtíðaruppbyggingu“.
Á öðrum stað í álitinu stendur „Sjórn læknaráðs telur farsælast að nýtt sjúkrahús verði reist frá grunni. Ef Alþingi telur að ekki sé unnt að fara í svo viðamikla framkvæmd með hraði verður (neyðarlausn) að skoða aðra möguleika, þar sem eldri byggingar yrðu nýttar að miklu leyti og tengdar nýbyggingum“
++++
Skýrsla nefndar um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnnana, febrúar 2008 Þetta er í raun ekki staðarvalsskýrsla heldur yfirferð á þeirri vinnu sem áður hafði farið fram. Einkum skýrslurnar sem fyrr er getið frá 2002 0g 2004 um framtíðaruppbyggingu spítalans við Hringbraut. Þarna er einkum verið að spegla staðarvalið í AR2001-2024. Skýrsluhöfundar árétta samgöngurnar og leggja áherslu á Hlíðarfót og göng undir Öskjuhlíð alla leið suðurfyrir eða austurfyrir Kópavog verði komin áður en nýr spítali verður tekinn í gagnið. Það er eins gott að byrja gangagerðina strax í dag ef þetta á að ganga eftir. Þessar forsendur breyttust allar með tilkomu AR2010-2030 og því eins og margoft hefur komið fram úrelt.
+++
Það má vera öllum augljóst sem kynna sér málið að grundvöllur fyrir staðsetningu spítalans við Hringbraut er brostinn og að fylgismenn staðsetningarinnar þar hafa haldið fram vafasömum fullyrðingum um þær skýrslur og álitsgerðir sem gerðar hafa verið um staðsetninguna. Leiða má líkur að því að fullyrðingar, einkum embættismanna, hafi afvegaleitt umræðuna undanfarin ár. Fullyrðingarnar þeirra hafa haft áhrif á hina politísku umræðu þar sem stjórnmálamenn hafa eðlilega lagt traust sitt á embættismennina og þá sérfræðinga sem að málinu hafa komið.