“Íslandsvinurinn” Bjarke Ingels sem rekur teiknistofuna BIG í Kaupmannahöfn hefur unnið nokkrar samkeppnir undanfarið. Síðan teiknistofa hans vann samkeppni um aðalstöðvar gamla Landsbankans hefur hann unnið keppni um listasafn í Mexico, ráðhúsið í Tallin, háhýsi í Kína og bókasafn í Aserbaitijan .
Það er sammerkt með verkum BIG að þau eru framsækin og löðra í hugmyndaauðgi og funktionalisminn er ráðandi. Verk hans eru nýstárleg, spennandi og byggja á einskonar hugmyndafræði eða verklagi sem notað er til þess að nálgast niðurstöðuna.
En á þeim er einn galli og hann er sá að verk hans taka lítið tillit til þess umhverfis sem þau eiga að rísa. Þau eru ekki eins og bretinn segir ”site specific”. Bjarke Ingels les ekki staðinn og fangar ekki anda hans. Það er sennilega vegna þess að orkan fer í annað eða hitt að hann kann ekki að meta verk fyrri kynslóða og skilur ekki anda staðanna.
Ég hef aldrei komið til Tallin en mér er sagt að þetta sé vinalegur lítill bær sem hefur sinn sjarma og sín einkenni.
BIG hættir til við að nálgast lausnirnar með e.k. “hér kem ég” þankagangi eða “First we take Mannhattan, then we take Berlin”
Þegar ég gekk í arkitektaskóla voru athuganir á staðnum lykilatriði og forsenda fyrir framhaldinu. Skoðað var bæjarskipulagið, landslagið, arkitektúrinn og félagslega umhverfið. Síðan var reynt að ná tökum á anda staðarins og gerðar tillögur sem styrktu kostina og dró úr göllunum
Hér á eftir koma nokkrar myndir af vinningstillögu BIG í Tallin og að lokum til uppryfjunar tölvumynd af vinningstillögu BIG að Landsbanka Íslands í miðborg Reykjavíkur.
Hér að neðan er svo tölvumynd af Landsbanka íslands eins og hann var hugsaður af BIG sem hlaut fyrstu verðlaun í lokaðri samkeppni um bygginguna vorið 2008.