Mánudagur 25.04.2011 - 18:34 - 5 ummæli

Sænsk sumar „hytta“


Sem andstaða við suðuramerísk sveitahúsið sem kynnt var hér fyrir viku kemur hér sænskt 64 fermetra hús í sveitinni. Þetta er í raun það sem kallað er “hytta” sem er athvarf fjölskyldunnar í sveitinni þar sem fólk ver frítíma sínum við allt aðrar aðstæður en heima í borginni.

Þarna er mjög náin samvera við arineld, bókalestur og matargerð. Húsið er teiknað af Dinell Johansson og var byggt á síðasta ári á Gotlandi í Svíþjóð. Þarna er skapað gott umhverfi fyrir kjarnafjölskylduna öfugt við hótel andrúm hússins frá því á mánudaginn var. Þetta hús er spartanskt meðan suðurameríska húsið frá því í síðustu viku (18.04.2011) er hlaðið lúxus.

Sænska húsið er hannað samkvæmt  dæmigerðri hugmyndafræði hyttunnar. Það er eins einfalt og hugsast getur og sem minnstum fjármunum varið til framkvæmdarinnar, Húsið er nánast eitt rými með tveim “boxum” sem þjóna sem svefnherbergi. Ofaná boxunum er svo auka svefnloft eða leiksvæði. Tiltölulega mikið er gert úr því svæði sem ætlast er til að það sé eldað og matast.

Öfugt við stóra suðurameríska húsið frá í gær þar sem landslagið einkenndist af láréttum línum er þetta byggt í skógi þar sem lóðréttar línur eru ráðandi. Það er sennilega  megin ástæðan fyrir formi hússins.

Það eru mörg skemmtileg smáatriði í húsinu. Ég nefni glerjunina sem er með þeim hætti að ramminn er ekki sjáanlegur innanfrá sem hefur í för með sér að það virðist ekki vera nein rúða í gluggunum. Efnistökin eru líka athyglisverð. þarna eru bara þrjú efni sem mæta auganu. Steinsteypa, ómeðhöndlað bárujárn og vatnsþolinn krossviður. Þessi efni eru ráðandi að utan og innan.

Ljósmyndirnar sem fylgja færslunni eru eftir Elisabeth Toll

Efnistökin eru athyglisverð. Þarna eru bara þrjú efni sem mæta auganu. Steinsteypa, ómeðhöndlað bárujárn og vatnsþolinn krossviður. Þessi efni eru ráðandi að utan og innan. Tveir vaskar andspænis hvor öðrum visa til ætlaðrar samvinnu við eldamennskuna.

Glerjunin er með þeim hætti að ramminn er ekki sjáanlegur innanfrá sem hefur í för með sér að það virðist ekki vera nein rúða í gluggunum.

Af því nú eru sumarhús á dagskrá læt ég fylgja tengla á nokkrar færslur um hús í sveitinni sem byggð eru til þess að veita skjól frá skarkala og amstri borganna.

Fyrst kemur hús frá suðurameríku sem er sérstaklega áhugavert hvað samband milli úti og innirýma varðar:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/18/sumarhus-i-landslaginu/

Hér er nýlegt hús frá vesturströnd bandaríkjanna sem hefur áhugaverða grunnmynd auk þess að taka gott tillit til kosta umhverfisins:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/01/13/ibudarhus-i-sveitinni/

Hér er tæplega hálfrar aldar gamalt danskt sumarhús sem er innan við 50 fermetra og hefur sömu grunnmyndarhugmynd og bandaríska húsið að ofan:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/01/17/45-ara-gamalt-sumarhus/

Að loku er hér dæmi um góðærishöll sumarlandsins frá Íslandi

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/10/18/holl-sumarlandsins/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Ef klósettið er í sérstöku smáhýsi er ekki ólíklegt að fólkið sé með kamar. Mér skilst að það sé mjög algengt í norskum og sænskum hyttum.

    Sem barn dvaldist ég oft í tveim gömlum sumarbústöðum með kömrum (annan átti amma en hinn leigðu foreldrar mínir eitt árið). Í öðru var kamarinn í n-k afhýsi en í hinum var hann í endanum á verkfæraskúr/bátageymslu. Nú eru vatnsklósett í öllum sumarbústöðum. Í rauninni hefur orðið sú öfugþróun á Íslandi að sumarhúsin eru orðin alveg eins og heilsárshús, með öllum mögulegum og ómögulegum „þægindum“, sem þýðir aukið álag á umhverfið og kröfur um þjónustu af öllu tagi frá viðkomandi sveitarfélagi.

    Í Skandinavíu er kamargerð hinsvegar orðin hávísindaleg sbr. þetta system: http://www.separett.se/. Einföld lausn, ódýr og umhverfisvæn.

  • Jón Þór

    Það besta hér er að innanstokksmunir eru valdir að smekk og efnahag íbúa ….ekki samkvæmt hinum viðurkennda einfalda smekk álitsgjafa

  • hilmar Þór

    Það er rétt hjá Önnu að ef maður er að sletta með erlendum orðum í íslenskan texta þá er best að gera það rétt. Þakka henni ábendinguna og Stefáni stuðninginn. Ég læt þetta samt standa.

  • Stefán Guðmundsson

    Gaman væri að sjá af þessu grunnmynd. Það virðist ekki vera snyrting og sturta í húsinu sjálfu. Mér sýnist þetta hús með badhúsi utan aðalhússins. Þ.e.a.s. að gengið er í annað hús til að sinna kalli náttúrunnar og að fara í sturtu eða sauna. Á afstöðumyndinni virðist vera skýli eða lítið náðhús til hægri við vatn eða eitthvað svoleiðis. Þetta fallegt naumhyggjuhús. Naumhygggjan nær til þæginda og nýtingu á gólfflatarmetrum, en er ekkií hinum steingelda naumhyggjustíl. Annað er að skandinavar nota flestir orðið hytte yfir svona hús. Orðið hytt er líka til í sænsku en “stuga” er oftar notað og þá yfirleittu um það sem danir kalla “sommerhus” sem er í vitund flestra aðeins umfangsmeira en “hytte”. En „stuga“ er sennilegra sænskara.

  • Fallegt.
    En „hytte“ finnur þú í Noregi, þetta er svensk stuga.
    🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn