Fimmtudagur 21.01.2016 - 11:50 - 14 ummæli

Staðarandinn hér og þar.

1937215_1242361155793359_7417136849164387548_n

Danska arkitektasofan C.F. Möller kynnti í gær teikningar af um 400 íbúðum á hafnarsvæðinu í bænum Norrtalje norðan við Stokkhólm í Svíþjóð.

Það sem einkennir hugmyndirnar og vinnu arkitektanna er leit þeirra að staðaranda bæjarins sem þeir ætla að byggja sín hús. Þeir gæta þess að öll hlutföll og uppbrot húsanna séu í samræmi við það sem fyrir er.

Að sögn arkitektanna er markmiðið að skapa umhverfi sem styrkir félagslega þróun bæjarins Norrtalje og styrkja þau einkenni, staðaranda og menningu sem þarna er og fólki líkar.  Þeir forðast umbreytingu á bænum.

Svæðið á að bjóða upp á hentugar íbúðir fyrir fólk á öllum aldri og með margvíslegan bakgrunn.

Þessi nálgun arkitektanna er áhugaverð og það er ástæða til þess að bera hana saman við þá nálgun sem íslenskir kollegar þeirra hafa valið við Austurhöfnina í Reykjavík.

Hugmyndin er að húsin verði byggð úr timbri en C.F.Möller er leiðandi arkitektastofa í timburhúsunm og eru að þróa timburús sem er meira en 20 hæðir eins og lesa má um hér.:

C.F. Møller forsker i træhøjhuse

12522919_1242361169126691_1854682314855672755_n

12552762_1242361159126692_8911057078868066469_n

 

Hér að neðan koma svo tvær myndir af fyrirhuguðum nýbyggingum í Kvosinni í Reykjavik.

fr_20160107_029943

 fr_20160107_029942_2-1

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

 • Halldór Eiríksson

  Um samhengi hlutanna:
  Meðfylgjandi er túlkun C.F.Möller á staðaranda Háskólasjúkrahúss í Reykjavík fyrir nokkrum árum: http://opcoa.st/JkfmB. Þarna var spítalinn umtalsvert stærri en nú er fyrirhugað.
  Tvennt annað vildi ég nefna. Ég hvet menn til að bera saman fyrstu og síðustu myndina, húsið sem merkt er „saltkrakan“ og svo húsin við Hafnarstræti eru í raun sáralík í umfangi.
  Hitt sem rétt er að nefna, en er ekki endilega löstur, að ef vel er rýnt í yfirlitsmyndina frá CFM þá sést að þetta er í raun sett af 5-7 húsagerðum sem eru endurtekin í mismunandi uppröðunum.

 • Þórhildur

  Grátlegt. Hjörleifur Stefánsson skrifar um Hafnartorgið í Fréttablaðið í dag. Sigmundur Davíð er að vinna þrekvirki í björgun Reykjavíkur.

 • Sveinbjörn

  Þessi umræða tengist augljóslega umræðunni um Hafnartorg. Mér finnst þessi hús sem ætlunin er að rísi þar enganvegin falla að Kvosinni og styð SDG heilshugar í öllum hans verkum sem varða þetta mál. Arkitektar eiga að standa með byggingalistinni en ekki fara á límingunum þó það halli á þá í þessari umræðu.

 • M. Ólafsdóttir

  Vonandi text SDG ásamt góðu fólki að afstýra þessum ósköpum við Kalkofnsveg!

 • Burt séð frá umræðunni um Austurhöfn þá finnst mér merkilegt að þú segir að byggja eigi húsin úr timbri. Hefur það nokkuð verið algengt að menn byggi svona hús úr timbri? Jákvæð áhrif þess að byggja úr timbri í stað steinsteypu á kolefnisfótspor bygginganna er verulegt.

 • Jón Ólafsson

  Borgarfræðingar vita að götuhliðar einstakra húsa í borgum (verslunargötum) eiga helst að vera mislangar frá 7-14 metrar. Alls ekki lengri. Þá þarf að skipta um einkenni í öllum meginatriðum. (gluggagerð, efni í útvegg o.fl.) Það þarf ekki annað en að vitna í Jan Gehl og deiliskipulag kvosarinnar fyrir 20-30 árum. Þessa staðreynd virðast hönnuðir Hafnartorgs ekki hafa hugmynd um né þeir pólitísku leikmenn sem hafa samþykkt þetta í borgarkerfinu. En forsætisráðherra sem er líka e.k. borgarfræðingur og hann veit þetta…góðu heilli.

 • Þorvaldur

  Zigmundur er búinn að redda tessu 🙂

  • Baldur Ás

   Sá væri nú betri en enginn ef hann væri búinn að redda þessu.

 • Þarna er amk leitað lausna sem taka tillit til þess sem fyrir er á svæðinu.

 • Þessar byggingar sem við sjáum á myndum af uppbyggingu í Kvosinni eru alveg merkilega einsleitar, þeas þær virðast allar vera steyptar í sama mótið.

  Það sem maður tekur eftir í dönsk/sænsku tillögunni er að engin bygging er eins, líkt og svæðið hafi byggst upp smátt og smátt en ekki verið sett þarna niður einn góðann veðurdag samkvæmt ríkandi tískustraumum þess tíma. Svoleiðis uppbygging hefur aldrei komið vel út.

  En það er alveg merkileg staðreynd eins og talað er um hér að ofan að það má helst aldrei hætta við neitt á íslandi. Hvað eru þessir stjórnmálamenn svona hræddir við spyr ég bara. Og eins þekki ég marga arkitekta sem þora ekki að mótmæla staðsettningu háskólasjúkrahússins í von um að ná sér í smá brauðmola af milljörðunum sem falla til við hönnun á slíku mannvirki.

  Og svo spyr ég mig af því daglega hvað í ósköpunum var í gangi þegar ákveðið var að byggja Háskólann í Reykjavik innst í Öskjuhlíðinni !!! Algjörlega galin ákvörðun.

 • Athyglisverðar hugmyndir um uppbyggingu á hafnarsvæði í Norrtalje,Svíþjóð og samanburðurinn við Reykjavík. Leiðir hugann að góðu viðtali við Gest Ólafsson arkitekt í Bítinu í morgun. Að hans mati eru mikilvægar ákvarðanir oft teknar hér í skipulagsmálum án þess að hugsað sé fyrir afleiðingunum til framtíðar litið.
  Þetta má til sanns vegar færa og er fyrirhuguð uppbygging Landspítala við Hringbraut gott dæmi. Heilbrigðisráðherra sagði nýlega: „Framtíðarstaðsetning Landspítala verður við Hringbraut, því verður ekki hnikað“. Dæmigert fyrir stjórnmálamann sem hefur enga framtíðarsýn, rýnir ekki í umferðarspár og stórfelldar hugmyndir um uppbyggingu í miðborginni en lætur stundarhagsmuni ráða ferðinni. Það er ekki aðeins fyrirhugað gríðarlegt byggingarmagn við Landspítalann heldur rísa hótelin hvert af öðru í miðborginni, hver reitur á svæðinu nýttur til hins ítrasta og stórborgardraumar í Vatnsmýrinni. Umferðarspár samkvæmt opinberum skýrslum til ársins 2024 gera ráð fyrir því, að allt að 150 þúsund bílar fari um Miklubraut og Hringbraut (verður borgargata) í lok þess tímabils en núna fara þar um 30 þúsund bílar á dag. Það er athyglisvert, að enginn fjölmiðill spyr hinn staðfasta heilbrigðisráðherra hvernig hann hyggist leysa umferðarhnúta framtíðarinnar og hvernig hann ætlar að tryggja örugga og fljótvirka aðkomu að höfuðsjúkrahúsi landsins. Skipulagsstjórinn í Reykjavík er sama sinnis og ráðherrann. Svona skal þetta vera, sama hvað, óljós framtíðin er ekki okkar höfuðverkur.

 • Baldur Ás

  Sjávarþorparar í Svíþjóð hafa betri smekk og meira næmi fyrir sínu umhverfi en höfuðborgarbúar Íslands.

 • Bærinn heitir Norrtälje!

 • Þorsteinn Guðmundsson

  Er einhversstaðar hægt að sjá teikningar af heildinni. Þ.e.a.s. teikningu sem hægt er að sjá öll húsin frá Lækjartorgi að Hörpu? Það er víst búið að teikna þetta allt. Marriott hótelið líka. Af hverju er hvergi fjallað um það?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn