Þriðjudagur 16.02.2010 - 09:34 - 1 ummæli

Studio Granda – Kynning

Hafnarhus

Studio Granda hefur sýnt góðan árangur í samkeppnum frá því teiknistofan var stofnuð fyrir rúmum 20 árum. Tillögur þeirra að skrifstofubyggingu Alþingis og að endurmótun Arnarhóls vöktu verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega nálgun á úrlausnarefninu.

Arkitektastofan stimplaði sig inn sem ein fremsta stofa landsins þegar hún vann til fyrstu verðlauna um ráðhús Reykjavíkur.

Þetta var ung og óreynd stofa sem ekki hafði fengið neina byggingu byggða eftir sig  þegar hún vann ráðhússamkeppnina en óx og þroskaðist með vegsemdinni.

Studio Granda er gott dæmi um þann sveigjanleika sem einkennir arkitektastarfsemi. Fjöldi starfsmanna ræðst af verkefnastöðunni. Studio Granda hefur verið með stærstu stofum landsins um tíma og minnkað átakalítið niður í eina minnstu og svo upp aftur. Þetta eðli arkitektastarfsemi þekkja allir sem kynna sér rekstarumhverfi arkitekta.

Eftir að hafa unnið samkeppnina um Ráðhús Reykjavíkur hefur stofan unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis m.a. samkeppni um dómhús Hæstaréttar Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Myndir af Ráðhúsi Reykjavíkur, dómhúsi Hæstaréttar, Listasafni Reykjavíkur og bílageymslu Kringlunni fylgja færlsunni.

Studio Granda er dæmi um íslenskt fyrirtæki í arkitektaþjónustu sem er fullkomlega fær um að skila fullnægjandi tillögu í samkeppni um Landspítala Háskólasjúkrahús.

Að mati þeirra  sem sömdu forvalsgögnin hefur Studio Granda ekki burði til þess að vera ábyrgðaraðili í samkeppni um hönnun nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss.  Studio Granda hefur ekki hannað þrjú 500 sjúkrarúma sjúkrahús á síðustu 10 árum og skorað fullt hús stiga, eins og  forvalsgögn gera ráð fyrir.

Haesturettur

Kringlan

Radhus

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Gaman að svona, meira af svona kynningum.
    Það er smásaga í kringum allt. Líka arkitektastofurnar. Flottar myndir og flottar byggingar.

    Takk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn