Á eyju skammt frá Gautaborg í Svíþjóð hefur verið byggður sumarbústaður sem fangar anda gömlu sumarhúsanna.
Í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er löng og djúp hefð fyrir sumarhúsum. Þjóðirnar byggðu sér afdrep í sveitinni sem hafði allt annað andrúm en heimili þeirra í borgunum.
Fólkið vildi skipta um lífsstíl og umhverfi í frítíma sínum.
Hér á landi sýnist mér fólk skipti um stað en ekki lífsstíl þegar farið er í sveitina. Nútíma sumarbústaðir hér á landi eru oft minnkuð útgáfa af heimilinu í borginni.
Sama umhverfi, sami lífsstíll með sömu efnum og húsgögnum. Bara minna og á stærri lóð.
Þetta hús sem hér er kynnt er um 80 fermetrar og nánast algerlega byggt úr furukrossviði. Þetta er svoldið sveitalegt, án stæla augnabliksins, billegt og án nokkurra arkitektóniskra tenginga við hýbýli fólks í þéttbýlinu. Lúxus allskonar er vísað á dyr.
Húsið er teiknað af ungum arkitekt sem heitir Johannes Norlander.
Takið eftir efnisvalinu, rússnesku ljósakrónunni á myndinni að neðan, ofureinfaldri grunnmyndinni og litunum. Húsið lítur reyndar út eins og hús sem lítil börn teikna þegar þau eru að leika sér. Einfalt, barnalegt ……. gott hús.
Glæsilega einfalt og rökrétt.
Slóðin að heimasíðu arkitektsins er:
Það hefur vissulega orðið mikilvæg vakning meðal alls almennings um mikilvægi arkitektúrs og samband hans við borgarskipulagið og lífsgæði borgarbúans. En þessi grein vekur tvær spurningar hjá mér.
Annars vegar um sumarhúsabyggðirnar á vesturlandi og suðurlandi sem eru gríðarlega þéttar og eru morandi í óaðlaðandi húsum. Þetta virðast bara vera „úthverfi“ með malarvegum.
Hinsvegar hvort það mætti ekki skoða nánar arkitektúr og skipulag sveitabæja þar sem landbúnaður er stundaður. Ekki miða dvöl manneskjunnar „úti á landi“ við það að viðkomandi búi í borg og fari „út á land“ til að slappa af. Það er mín tilfinning að íslensk býli séu oft æði undarlegir staðir frá sjónarhóli arkitektúrs og skipulags.
Dæmigerð „arkitektúrLilja“
Dásamlega einfalt og flott. Þakrennurnar eru skemmtilegar 😉
Mikið er sú rússneska fín; smellpassar inní látleysið.
Gleymum ekki að kolonihaverne i grennd Kaupmannahafnar sem voru hugmynd sosialdemokrata til þess að gefa íbúum fjölbylishusa í borginni aðgang að garði og gefa þeim tækifæri til að stunda garðrækt
Svona rembingslaus hönnun fær mann til þess að líða vel.