Föstudagur 30.08.2013 - 10:41 - 12 ummæli

Víkurgarður – Tillaga Grabensteiner

 

 

 KVOSIN-RENDER08lett

Fyrir nokkru birtist hér á vefnum fróðleg grein eftir Örnólf Hall arkitekt um Víkurkurkjugarð. 

Í athugasemdarkerfinu urðu nokkrar umræður í framhaldi af athugesemd Norbert Grabensteiner arkitekts í Vínarborg  sem tók þátt í samkeppni um svæðið í Kvosinni umhverfis Ingólfstorg  í fyrra.

Grabensteiner skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hann reifaði hugmynd sína um víkurgarð.

Hún hljóðaði svona:


„Our concept in the competition for Kvosin was one of few trying to excavate the layer of historical ground. Create a quiet spot in future busy downtown, a place to chill, to relax, even to meditate. We suggested to bring up the floorplan of Reykjavik’s first church, have a standing stone on the former place of the Altar, have laying stones (cubes) where benches might have been. And in addition no big building between Landsimahus and Kirkjustraeti.
Bring up a spot making the city richer with a special quality based on the history in the interpretation of today to transform it in to the brain of the city and their people.
Like the article very much, thanks for that“.

Í annarri athugasemd skrifar „Eysteinn“

Eftir að hafa gert mér mynd í huganum af tillögu Grabensteiner þá er ég heillaður. Hin sögulega vídd (hugtak Hjörleifs Stefánssonar) skiptir mjög miklu máli. Ég gæti séð nöfn, fæðingardag og dánardag allra þeirra sem jarðsettir hafa verið í Víkurkirkjugarði greypta í steinbekki kirkjunnar eins og Grabensteiner lýsir þeim. Þetta eru kannski svona 4000-6000 nöfn(?) Bekkirnir munu upplifast sem nytjaskúlptúr til hvíldar og “a place to chill” ens og sagt er.

Í framhaldinu bárust síðuhaldara margar fyrirspurnir um tillöguna Grabensteiner þar sem óskað var eftir birtingu á tillögunni hér á vefnum.

Víkurgarður var lítill hluti af samkeppninni og vóg ekki þungt. Hinsvegar er varla gerð grein fyrir frágangi á Vikurtorgi eða Ingólfstorgi á nýsamþykktu deiliskipulagi, og þess er saknað.

Þessi tillaga Grabensteiner á því fullt erindi inn í umræðuna og er sennilega ein besta tillagan sem barst í samkeppninni um Víkurtorg. Og ef hún er skoðuð nánar þá vex hún við nánari kynmi.

Hugmynd Eysteins sýnir einn möguleika. Altarið og bekkirnir geta verið upplagðir fyrir minni fundi og listviðburði af öllu tagi, tónlistarflutnings og upplestrar. Þetta gæti verið góður staður fyrir „kallinn á kassanum“.

 Ég minni á að það bárust rúmlega 60 tillögur í samkeppnina.

Hér er hluti greinargerðar sem fylgdi samkeppnistillögu Grabensteineri sem þekkir vel til lífsin í götu og brgarrýmum mennngarborga:

„VÍKURGARÐUR (Gamli kirkjugarðurinn)

þar sem andinn mætir sálinni og lífsandinn tifar

Útlínur fornleifa verði gerðar sýnilegar, þannig að fólk skilji þær og þekki. Þannig verða þær eðlilegur hluti af umhverfinu og lífi fólks.

Rólegur og jafnvel andlegur garðurinn mun verða slakandi andstaða við hið hraða miðbæjarlíf. Útlínur og hlutar gömlu kirkjunnar verða gerðar sýnilegar og geta myndað bekki til að hvílast á eftir að hafa heimsótt t.d. markaðinn eða skoðað Landnámssýninguna Reykjavík 871 við Aðalstræti. Jafnvel haldið þar útibrúðkaup.

Útlínur kirkjunnar mætti mynda með steinarönd (blágrýti/grágrýti). Íslenskur lágur trjágróður, eins og var við upphaf byggðar, umlykur kirkjugrunninn og myndar tilfinningu um borgarskóg.

Núverandi bílastæði ofanjarðar verða fjarlægð en í stað þeirra gæti komið tveggja hæða bílakjallari með bílalyftu við austurenda garðsins. Í Víkurgarði verður AlþingisBOXI (Talhorni- speakers corner)) komið fyrir, í nokkurs konar skála (pavillon), þar sem íbúar geta mætt stjórnmálamönnum og skipst á skoðunum. Frá Talhorni má horfa yfir Austurvöll og umhverfi.“

Efst og að neðan eru  myndir  af tillögu Grabensteiner sem sýnir tilfinningu höfundar fyrir sögunni sem hann dró fram í teikningunni að neðan. Hann veitir bæjarstæði Ingólfs og Víkurkirkju sérstaka athygli. Svo er slóð að fyrri færslu um Víkurkikjugarð og kynningu á samþykktu deiliskipulagi á svæðinu.

Fyrst færsla eftir Örnólf Hall:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/08/12/vikurkirkjugardur-og-landsimareitur/

Og færsla um samþykkt deiliskipulag:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/02/21/framurskarandi-deiliskipulag-landsimareitur/

Model

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Páll Torfi Önundarson

    Sting upp á því að rífa Landssímahúsið og stækka Víkurgarðinn/torgið inn á Austurvöll. Ímyndið ykkur víddina sem myndi skapast, kvöldsólina og útsýnið yfir í Aðalstrætið frá Austurvelli.

  • Örnólfur Hall

    TILLÖGUR & ÁBENDINGAR :
    — Áhugaverð er tillaga kollega um að marka fyrir kirkjuútlínum (með öðruvísi steinhellum (steinflísum)?) svo hægt væri að skynja grunna kirknanna. – Eins tillaga þess sem vill greypa þarna inn nöfn allra þeirra sem vitað er um að hvíli í garðinum og líka það að nýta bekkina í öðrum tilgangi tifandi borgarlífsins.

    JARÐSJÁRKÖNNUN Í VÍKURKIRKJUGARÐI ?:
    — Jarðsjár hafa verið notaðar við fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri og Skagafirði með góðum árangri. Kæmi ekki til greina að beita slíkri aðferð og hefja þá fornleifakönnun sem var lögð til við Borgarráð fyrir um 10 árum?

  • Örnólfur Hall

    TILLAGA GRABENSTEINERS:
    — Grabensteiner hefur sett sig vel inn í sögu Víkur. – Tillagan hans um bekkina minnir á kirkjurnar mörgu sem þarna hafa staðið um aldirnar og allt þeirra helgihald. – Það er hugguleg hugmynd, að eftir Landnámssýninguna og borgarskoðun, að tilla sér á bekkina til að slaka á frá amstri dagsins og jafnvel að íhuga lífsins gang.— Það að nota í garðinum íslenskan lágan trjágróður, sem var við upphaf byggðar, er líka góð hugmynd.

    AF STÆRÐ & STAÐSETNINGU VÍKURKIRKNA:
    — Árni Óla blaða-og fræðimaður fjallaði í greinum, upp úr miðri síðustu öld, um sögu Víkurkirkju- og garðs, um gömlu Vík o.fl.- Hann segir m.a. : Fyrsta kirkjan sem getið er um í Vík (Reykjavík) er í Kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200, en ekki getið stærðar (35-40 m2 ? – ágiskun Ö.H.).
    — Stærsta og seinasta kirkjan sem þarna var reist 1720 en felld 1796. Var hún 22 m á lengd – eða 11 stafgólf (14-15 m á br. – ágiskun Ö.H.) .

    — Í heimildarverkum sem Þórir Stephensen hefur ritað um Víkurgarð (Dómkirkjan í Reykjavík og Saga kirkjugarða Reykjavíkur) kemur fram að Stefán Jónsson, næstsíðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, vígði Víkurkirkju 3. febrúar 1505 og mætti ætla að hún hafi verið um 37 m2 að stærð.

    SUÐURVEGGURINN MEÐ KIRKJUDYRUNUM O.FL.:
    — Á. Óla ritaði í grein (1966): Við gröft fyrir stöpli minnismerkis Skúla fógeta var komið niður á gamlan suðurvegg kirkjunnar og fundust þá hlaðnir grjótkampar er sýndu að dyr höfðu verið sunnan á þeirri kirkju. — Á.Óla taldi líka að kirkjugarðurinn hafi upphaflega verið jafn á alla vegu og staðsetning kirkna verið í miðjum garði (NB: 40x40m og svo um 20m sígandi stækkun og enn stækkun með reiti Geirs góða) og ennfremur sagði hann: Á mynd Sæmundar Hólms (prestur og teiknari/málari) af Reykjavík 1789 má sjá að þetta mun vera rétt.

  • Stefán Benediktsson

    Heitir kirkjugarðsáhugamaðurinn virkilega Grabensteiner?

    • Hilmar Þór

      Já Stefán. Ótrulega skemmtilegt og ætti að vega þungt. Verkið gæti heitið: „Grafsteinar“ eftir Grabensteiner 🙂

  • Nú eru Íslendingar að uppfinna hjólið eina ferðina enn.
    Í Lundi,þar sem Guðmundur góði fékk biskupsvígslu ef ég man rétt, hefur þetta verið gert áratugum saman. Þar var á miðöldum fjöldi kirkna. Þegar rústir þeirra fundust á síðustu öld við gatnaframkvæmdir o.s.frv. voru útlínurnar sýndar á yfirborðinu.Gott dæmi er hornið við borgarbókasafnið. Þegar svo tiltölulega heil rúst fannst þegar átti að byggja nýtt hús við götu út frá Stórtorginu var hún varðveitt og gerð að safni alveg eins og skálinn við Aðalstræti. Ef ég man rétt lenti kostnaðurinn á „byggingaraðilanum“ sem svo lét leigjendurna borga.

  • Hilmar Þór

    Það koma oft fram margar aukaafurðir í samkeppnum. Fyrir utan þá sem hér er fjallað um í Víkurgarði nefni ég þessa úr Tryggvagötu:
    http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/03/28/tryggvagata/

  • Jón Ólafsson

    Það er einkennilegt með mannfólkið hér á Íslandi. Nú er hér rætt um smámál sem búið er að samþykkja, Fógetagarð og Hofsvallagötu. Aðalskipulag Reykjavíkur sem er í kynningu er hvergi á dagskrá og enginn nennir að ræða það!!!

    En þetta er flott og rökrétt, rómantískt, fróðlegt og skemmtilegt hjá austurríkismannninum sem greinilega þekkir nútíma borgarmenningu.

  • Það var önnur tillaga sem sýndi Víkurkirkju í hellulögninni. Hún var eftir Ara Lúðvíksson arkitekt.
    Þetta þarf endilega að framkvæma.

  • Varla veit ég hvaða hryllingur þessi fyrsta mynd er en ég legg til að Fógetagarðurinn verði látinn vera nokkurn veginn eins og hann er því að það er eiginlega ekkert að honum. Skipulagsfræðingar og arkitektar eiga ekki að fá að breyta til þess að breyta af því bara og af því að það er þeirra áhugamál. Víkurkirkja kemur aldrei aftur og það á ekkert að skapa steinkubbarugl til að tákna hana, sýnist þetta fremur vera slysagildra

  • Þetta þurfa borgaryfirvöld að skoða.
    Stórskemmtilegur skúlptúr sem hefur tilgang!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn