Sunnudagur 05.12.2010 - 21:39 - Lokað fyrir ummæli

Hvernig vinna íslenskir diplómatar?

Bandaríkjamenn eru brjálæðislega flottir.  Þegar Hillary kemur í heimsókn veit hún allt um þá sem hún hittir. Þessi er með samanbitna kjálka en það segir ekkert um skapferli hennar, segir í leiðbeiningum hennar.  Sá næsti er prúður en ræður engu í sínum flokki.  Þeim þykir gott að fá tollfrjálst brennivín og þeir spyrja bara um fangaflutningavélar til þess að þagga niður í stjórnarandstöðunni.  Ég vann einu sinni sams konar skýrslu fyrir ónefndan yfirmann minn.  Hann glansaði í gegnum alla heimsóknina. Talaðu um hesta við þennan sem þú hittir kl. þrjú stóð á blaðinu.  Þessi sem þú hittir kl. fimm er Framsóknarmaður að langfeðratali. Segðu að Framsókn sé kjölfestuflokkur.  Sá næsti stundar skógrækt, var næsta leiðbeining, en hefur annars mest  gaman af því að tala um enska boltann og heldur með Liverpool, haltu með líka.  Segðu:  ,,þetta verðrur erfitt meðan Gerrard er meiddur en við eigum þó besta framherja í heimi í Owen.“   Hvernig vinna annars íslenskir diplómatar í útlöndum? Væri ekki ráð að heimta þær skýrslur?  Má í efnisleysi þeirra finna skýringu á því að ávallt er talað um íslenska ráðamenn í háfgerðum vorkunnartón?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Hlynur Þór Magnússon

    Nú hló ég með honum öllum!

  • Össuri Skarphéðinssyni finnst „óviðeigandi“, jafnvel „óþolandi“, að diplómatar vinni vinnuna sína.

  • Íslenskir dimplómatar vinna sjaldnast, þeir tapa.

  • Baldur Kristjánsson

    Í raun á ég við efnisleysi þeirra í þá veru sem talað er um hér að ofan. Ég efast ekki um að íslenskir diplómatar eru góðir á hefðbundinn hátt skoðað.

Höfundur