Fimmtudagur 30.12.2010 - 14:52 - Lokað fyrir ummæli

Fólk ársins: Steingrímur og Jóhanna!

Ég held mig enn við það að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein sú besta sem við höfum haft lengi.  Ofaní allt rausið og nokkra heilaga anda yst á öðrum kantinum er henni að takast hægt og örugglega að mjaka okkur upp úr kreppunni.  Þessi einkunnagjöf mín hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgum sem eru aldir upp við það að prestar geti aðeins verið pólitískir til hægri.  Annað hvort blessað með þögninni eða með því að sitja í flokksráðum og kjördæmisráðum.  Gamlir Framsóknarmenn vinir sem hafa ævilangt verið aldir á því fóðri að kratar væru illþýði hafa hins vegar sagt mér að ég væri að ganga af göflunum.  Sagt hef ég þeim að enn kynni ég vel við Hriflu Jónas en teldi tímabært að taka ný skref. Hins vegar tek ég ég það aftur að stjórnarandstaðan sé sú versta frá landnámi en er á því að hún sé sú ósanngjarnasta sem setið hefur.  Hún er eins og strákahópur sem rústar kastalanum og hrópar svo í sífellu að þeim sem eru að byggja hann upp aftur í stað þess að fara heim og gráta svolítið.  Sjálfum stjórnarsinnunum finnst svo skrítið að þeir skuli vera við völd að þeir eru hálf vandræðalegir nema Steingrímur J. Sigfússon sem er auðvitað á góðri leið með að verða samtímahetja og þess vegna verður einskis látið ófreistað að koma honum á kné.  Ég sé hann fyrir mér sem leiðtoga öflugs miðju-vinstri bandalags þar sem Guðmundur Steingrímsson kæmi einnig við sögu ásamt hugsanlega Guðbirni tenór.  Menn eiga að losa sig undan fjötrum fortíðar með því að berja afsér steypuna sem bindur þá við húsgrunna sem ættu með réttu fyrir löngu að vera komnir úr alfaraleið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Eg tek thad thannig af Oddur se sammala pistlinum minum!? Mer finnst minn pistill bera af athugasemd Comons. Kv. B

  • Sammála Comon. Vona að Ólafur bjóði sig áfram svo hann geti haft stjórn á Landráðafólkinu.

  • Beinlínis galið.

Höfundur