Ég held mig enn við það að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein sú besta sem við höfum haft lengi. Ofaní allt rausið og nokkra heilaga anda yst á öðrum kantinum er henni að takast hægt og örugglega að mjaka okkur upp úr kreppunni. Þessi einkunnagjöf mín hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgum sem eru aldir upp við það að prestar geti aðeins verið pólitískir til hægri. Annað hvort blessað með þögninni eða með því að sitja í flokksráðum og kjördæmisráðum. Gamlir Framsóknarmenn vinir sem hafa ævilangt verið aldir á því fóðri að kratar væru illþýði hafa hins vegar sagt mér að ég væri að ganga af göflunum. Sagt hef ég þeim að enn kynni ég vel við Hriflu Jónas en teldi tímabært að taka ný skref. Hins vegar tek ég ég það aftur að stjórnarandstaðan sé sú versta frá landnámi en er á því að hún sé sú ósanngjarnasta sem setið hefur. Hún er eins og strákahópur sem rústar kastalanum og hrópar svo í sífellu að þeim sem eru að byggja hann upp aftur í stað þess að fara heim og gráta svolítið. Sjálfum stjórnarsinnunum finnst svo skrítið að þeir skuli vera við völd að þeir eru hálf vandræðalegir nema Steingrímur J. Sigfússon sem er auðvitað á góðri leið með að verða samtímahetja og þess vegna verður einskis látið ófreistað að koma honum á kné. Ég sé hann fyrir mér sem leiðtoga öflugs miðju-vinstri bandalags þar sem Guðmundur Steingrímsson kæmi einnig við sögu ásamt hugsanlega Guðbirni tenór. Menn eiga að losa sig undan fjötrum fortíðar með því að berja afsér steypuna sem bindur þá við húsgrunna sem ættu með réttu fyrir löngu að vera komnir úr alfaraleið.
Manni verður hugsað til gömlu krákunnar í Dýrabæ Orwell þegar maður les þetta.
Hrikalega finn pistill hja ther Baldur, sammala hverju ordi. Einasta sem eg er ekki sattur med er hvad hægt gengur med kvotaskepnuskapinn, thratt fyrir føgur ord. Thar hef eg Steingrim grunadan um ad vera hallur undir Samherja og imyndada hagsmuni i NA.
Sæll Baldur
Mikið er ég hjartanlega sammála þér, bæði með Steingrím og Jóhönnu og ekki síður með þá upprennandi leiðtoga þá Guðmund Steingrímsson og Guðbjörn Guðbjörnsson.
Hvort GG verður formaður hins nýja flokks veit ég ekki, en hann er talsmaður hópsins og er ásamt sínum félögum að vinna afar þarft verk. Ég sé það alveg fyrir mér að einhverjir af sitjandi þingmönnum muni ganga til liðs við þennan nýja flokk.
Guðmundur Steingrímsson mun vonandi leysa SDG af hólmi hjá Framsókn svo hægt verði að ræða af skynsemi við forystu þess flokks.
Gangi þetta eftir, mun landslagið í stjórnmálunum breytast til muna og einmenningar missa sín tök á atburðarásinni.
Hef ekki áhyggjur af Kvótamálinu meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Það tekur tíma að snú stóru skipi með litlum dráttarbát, en það mun hafast.