Er stadgongumaedrun fullraedd eda oraedd? Thetta mal hefur i ollu falli margar hlidar og sennilega rett ad anda med nefinu thegar ad thvi kemur!
Í ljósi umræðu síðustu vikna um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi gengst Þjóðmálanefnd kirkjunnar fyrir stuttu málþingi um álitamál tengd staðgöngumæðrun þar sem fjallað verður um málefnið á nótum siðfræði, mannréttinda og samtals. Málþingið verður haldið í Safnaðarheimili Neskirkju milli klukkan 12.00 og 13.00 mánudaginn 14.febrúar.
Fundarstjóri verður Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri og fulltrúi í Þjóðmálanefnd.
Frummælendur verða sr. Baldur Kristjánsson formaður Þjóðmálanefndar sem mun fjalla um staðgöngumæðrun í ljósi mannréttinda, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir dósent við HÍ en hún nálgast efnið út frá mannhelgi og manngildi en Irma Sjöfn Óskarsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu ræðir umfjöllun nágrannakirknanna um staðgöngumæðrun.
Að loknum framsögum verða almennar umræður.
Aðgangseyrir er enginn en hægt verður að kaupa súpu á Kaffitorgi Neskirkju gegn vægu gjaldi.