Þriðjudagur 01.02.2011 - 14:19 - Lokað fyrir ummæli

Búrkur og annar sérútbúnaður!

Eitt megineinkenni vestrærænnar menningar er að hver einstaklingur fái að fara sínu fram án þess að það raski um of ró annarra. þannig megi hver og einn klæðast að vild innan striks sem markast af blygðunarsemi þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði og aðhafast flest það sem ekki brýtur á frelsi annarra.  Oftar en ekki þurfa mál að fara í tiltekna ferla svo að tryggt sé að svo verði ekki.

Sumir segja að búrka sé dæmi um yfirráðavald og ætti því ekki að líðast.  Ekki er að mínum dómi  til önnur lausn á þessu en opið og frjálst samfélag frjálsra einstaklinga þar sem hver og einn ræður sínum hlutum. Samfélag boða og banna yfirráðastéttar er tæpast svarið við nefndum kvennakúgunarþræði.

Aðrir vilja sjá framaní alla.  Að hver beri fram sitt andlitsauðkenni.  Falleg hugmynd sem ég fell stundum fyrir en samt hugnast mér ekki að fara að setja margbreytileika mannlífsins skorður.  Að hver megi bera það fram sem hann vill með þeim hætti sem hann vill svo lengi sem það setur ekki lífi annarra skorður er sú leið sem mér hugnast best og er því sammála niðurstöðu okkar ágæta innanríkisráðherra.

Evrópuráðið, bæði þingið sjálft og í mynd ECRI er andvígt bönnum hvort sem er á búrkum eða öðrum sérútbúnaði.  Sjálfum finnst mér að það sama eigi að gilda innan veggja skóla og í öðru opinberu rými.  Ef fólk vill vita hverjir þar eru á ferli er hægt að skylda fólk til þess að bera nafnspjöld(e.t.v. með mynd).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Steingrímur Jónsson

    Samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur er bannað að hylja andlit sitt og/eða ganga í dulargerfi.

    Þetta verður þú að skilja séra minn.

  • Einar Jörundsson

    Skemmtilegar pælingar hjá þér að vanda Baldur. Umræðuefnið að þessu sinni er sérstaklega skemmtilegt því hér koma við sögu allir helstu átakapunktar sem heyra til í skemmtilegum umræðum. Það má nefna menningarleg, trúarleg, siðfræðileg og pólitísk álitamál. Auk þess fléttast inn líffærðileg, næringarfræðileg, hégómleg og önnur léttvægari umræðuefni. Þessi umræða fer fram víða um heim, mismálefnalega og sumsstaðar með ófriði. Sennilega hefur fátt valdið eins miklu írafári og og uppnámi í umræðum seinni ára, ef frá eru talin bein trúarleg tákn. Búrka er sjálfsagt gamaldags og vel má vera að tengja megi þetta plagg við hitt og þetta – sama má reyndar segja um hina forljótu labmhúshettu sem notuð hefur verið um aldir í ýmsum tilgangi. Það má líka spyrja sig að því hvar á að draga línuna varðandi klæðaburð – of mikið…..of lítið – hvort tveggja getur verið tákn um kúgun og niðurlægingu…… en svo fer það eftir því hvort við erum á Laugarvegi eða í laugunum, í kirkju eða klámbúlu. Allt hefur sinn stað og sína stund. Það sem gerir þó málið sérstaklega skondið, er að mesti ofstopinn og óþolið er í hinum frjálsu, lýðræðislegu og umburðarlyndu Vesturlöndum 😉

  • Ef ég væri á gangi með dóttur minni 6 ára gamalli og mætti manni krúnurökuðum í nasistabúningi myndi hún vísast spyrja: „Pabbi, hvers vegna klæðir maðurinn sig svona?“

    Svarið væri auðvelt. Þarna væri um mannvesaling að ræða sem aðhylltist kynþáttahatur og heimsku fengna frá Adolf Hitler og kónum hans.

    Ef ég væri á gangi með dóttur minni 6 ára gamalli og mætti konu í búrku eða ámóta klæðnaði myndi hún vísast spyrja: „Pabbi, hvers vegna klæðir konan sig
    svona?“

    Hið rétta svar er auðvelt. Hún aðhyllist eða þá fjölskylda hennar grimma og heimskulega hatursstefnu sem heitir íslam. Þar eru konur kúgaðar og fylgjendum haldið niðri. Íslam kemur út frá órum valdasjúks glæpamanns sem var uppi fyrir langa löng.

    Segði ég dóttur minni þetta og hefði hún það eftir þá yrði forræði mitt yfir henni jafnvel í hættu.

    Forræði múslima yfir dætrum sínum er aftur á móti í engri hættu þó að uppeldi þeirra miði að því að gera þær undirgefnar og fela þær í ljótum pokum þegar þær hafa fullorðnast.

    Mikill er máttur fjölmenningartrúðanna.

Höfundur