Miðvikudagur 16.02.2011 - 11:51 - Lokað fyrir ummæli

Guðfræðingar iðnir við kolann!

Hvernig getum við speglað þjóðfélagsmál í ljósi guðfræði og nýtt trúarhugsun í þágu samfélags?

 Við erum átta guðfræðingar sem bjóðum til samræðu tveimur og hálfu ári eftir hrun.

 Málþingið verður haldið á Sólon fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17:30 og undir yfirskriftinni: Og hvað svo? Hvert stefna Íslendingar?

 Nokkur örerindi verða flutt og rædd:

 Þjóðardjúpið og sálgæsla – Anna Sigríður Pálsdóttir – Sigurður Árni Þórðarson

 Ranglæti í sókn. Sólveig Anna Bóasdóttir – Baldur Kristjánsson

 Hvers er þörf?  Hjalti Hugason – Arnfríður Guðmundsdóttir

 Hvernig komumst við áfram? Pétur Pétursson – Sigrún Óskarsdóttir

 Málþing verður á Sólon (2.hæð), kaffihúsinu í Bankastræti, fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 17,30. Allir velkomnir.

 Fundarboðendur eru: Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • stefán benediktsson

    Gott framtak Baldur og þið hin. Styð þig líka í staðgöngumæðramálinu. Lögbinding reglna í slíku máli þarfnast mikils samtals.

Höfundur