Miðvikudagur 02.03.2011 - 16:59 - Lokað fyrir ummæli

Flokkar almannahagsmuna!

Ekki verður annað sagt en að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur  sé að standa sig ákaflega vel.  Með yfirbjóðendur allt um kring er henni að takast að leiða þjóðina uppávið til þeirrar hagsældar sem þjóðin var búin að venja sig á og engin ástæða er til að ætla annað en hér rísi upp réttlátara samfélag en áður var orðið.  Hér er jú að uppistöðu til stjórn jafnaðarmanna studd af fólki sem talar máli þeirra sem minna mega sín.  Samfylkingin og Vinstri Grænir eru, að skilgreiningu, ekki flokkar þeirra sem hreiðrað hafa best um sig heldur flokkar alþýðu.  Þetta eru ekki flokkar sérhagsmuna heldur almannahagsmuna.  Þess vegna mun þessi ríkisstjórn berjast gegn hvers konar misrétti og jafna aðgengi fólks að hvers konar gæðum.

Ríkisstjórnin og þingmeirihluti sá sem stendur að baki henni hefur hins vegar þurft að skera grimmt niður og hefur það bitnað á nánast öllum í samfélaginu.  Allir kveinka sér.  Allir bregðast við eins og hér hafi ekkert hrun orðið.  Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir skattahækkanir og niðurskurð.  Systurflokkur hans í Bretlandi, Íhaldsflokkurinn beitir sér fyrir miklu róttækari niðurskurði og miklu meiri skattahækkunum. Að mín viti fer ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eins skynsamlega í málin og hægt er við erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við.

En stuðningsmenn hennar eru ekki nógu brattir. Þeir haga sér eins og lúbarin alþýða allra alda, eru að drepast úr minnimáttarkennd og sjálfsefa, jafnvel sjálfseyðileggingarhvöt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

Höfundur