Miðvikudagur 02.03.2011 - 16:59 - Lokað fyrir ummæli

Flokkar almannahagsmuna!

Ekki verður annað sagt en að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur  sé að standa sig ákaflega vel.  Með yfirbjóðendur allt um kring er henni að takast að leiða þjóðina uppávið til þeirrar hagsældar sem þjóðin var búin að venja sig á og engin ástæða er til að ætla annað en hér rísi upp réttlátara samfélag en áður var orðið.  Hér er jú að uppistöðu til stjórn jafnaðarmanna studd af fólki sem talar máli þeirra sem minna mega sín.  Samfylkingin og Vinstri Grænir eru, að skilgreiningu, ekki flokkar þeirra sem hreiðrað hafa best um sig heldur flokkar alþýðu.  Þetta eru ekki flokkar sérhagsmuna heldur almannahagsmuna.  Þess vegna mun þessi ríkisstjórn berjast gegn hvers konar misrétti og jafna aðgengi fólks að hvers konar gæðum.

Ríkisstjórnin og þingmeirihluti sá sem stendur að baki henni hefur hins vegar þurft að skera grimmt niður og hefur það bitnað á nánast öllum í samfélaginu.  Allir kveinka sér.  Allir bregðast við eins og hér hafi ekkert hrun orðið.  Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir skattahækkanir og niðurskurð.  Systurflokkur hans í Bretlandi, Íhaldsflokkurinn beitir sér fyrir miklu róttækari niðurskurði og miklu meiri skattahækkunum. Að mín viti fer ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eins skynsamlega í málin og hægt er við erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við.

En stuðningsmenn hennar eru ekki nógu brattir. Þeir haga sér eins og lúbarin alþýða allra alda, eru að drepast úr minnimáttarkennd og sjálfsefa, jafnvel sjálfseyðileggingarhvöt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Sammála!

  • Sigurður Pálsson

    Ég kaus að öllu jafna Alþýðuflokkinn og hef kosið Samfylkinguna frá stofnun þess flokks. Í seinustu kosningum trúði ég því að Jóhanna væri sú sem myndi verja almannahagsmuni í stað sérhagsmuna. Því miður hafði ég rangt fyrir mér. Þúsundir fjölskyldnda liggja í valnum eftir aðgerðir og aðgerðarleysi núverandi stjórnvalda. Skjaldborginni fyrir heimilin í landinu sem var lofað af Jóhönnu fór öll til sérhagsmuna fjármálageirans sen nú mergsígur hinn almenna launamann.

    Það er í raun ótrúlegt að lesa þessa setningu
    „Hér er jú að uppistöðu til stjórn jafnaðarmanna studd af fólki sem talar máli þeirra sem minna mega sín. Samfylkingin og Vinstri Grænir eru, að skilgreiningu, ekki flokkar þeirra sem hreiðrað hafa best um sig heldur flokkar alþýðu. Þetta eru ekki flokkar sérhagsmuna heldur almannahagsmuna. Þess vegna mun þessi ríkisstjórn berjast gegn hvers konar misrétti og jafna aðgengi fólks að hvers konar gæðum.“

    Þetta eru ein mestu öfugmæli sem ég hef lesið. Átti við hér á árum áður en ekki núna. Samfylkingin er því miður að breytast í gamla Sjálfstæðisflokkinn.

  • Bragi Páls

    Núverandi ríkisstjórn er sú alversta sem verið hefur við völd. Það sér allt venjulegt og heilbrigt fólk.

    Við skulum hafa það í huga að núverandi stjórnvöld munu aldrei leiða okkur á braut hagsældar. Aldrei.

    Með stjórnstefnu sinni viðheldur þessi ríkisstjórn háu atvinnuleysi, sem leiða aftur á móti til niðurskurðar og skattahækkana.

    VG og hluti Samfylkingarinnar er á móti því að nýta helstu auðlind okkar, orkuna í landinu, til atvinnuuppbygginar.

    VG hefur barist ötullega gegna hvernskonar fjárfestingu í orkuiðnaði og náð mjög góðum árangri í þeim efnum og þannig tekist að hrekja í burtu erlenda fjárfest sem vildu annars koma hingað.

    Þetta er gert í hugsjónapólitískum tilgangi sem gengur út á það að allir útlendingar sem eiga pening og vilja fjárfesta hér, séu vondir kapítalistar sem vilji koma hingað til að arðræna okkur og níðast á landinu okkar. Þetta er ekkert annað en rasismi og útlendingahatur hjá VG.

    Og svo má ekki virkja hér á landi fyrir VG því þá græða verktakar sem mikið á því en það er dauðasynd í augum VG.

    Svo er það tilraunastarfsemin með fiskveiðiauðlinda í boði Samfylkingarinnar.
    Þar á að koma á fót ríkisuppboðsmarkaði með fiskveiðiheimildir þar sem að einungis fjársterkir aðildar geta keypt slíkar heimildir.
    Þetta mun þýða að veikari útgerðir í byggðarlögum geti staðið uppi kvótalaus svo árum skiptir.

    Samfylkingin vill gera sem minnst í atvinnumálum. Flest þeirra fólk er jú í ágætum stöðum hjá hinu opinbera og bíða þæg og prúð eftir því að Ísland gangi í ESB svo það geti látið flytja sig í velborguð störf í einu af musterum ESB í Brussel.
    Um leið og Ísland gengur í ESB ætlar Samfylkingin að gera eitthvað í atvinnumálum.
    Þannig ætlar Samfylkingin að „sanna“ það, að ESB sé svarið og ljósið sem við leitum af eftir hrunið 2008.

    Og mundu það Baldur, að ef Þórunn Sveinbjarnardóttir hefði í ekki sett skorður fyrir framkvæmdirnar á Bakka við Húsavík á sínum tíma, væri komið þar álver núna sem malaði gull í þjóðarbúið og þá væru um 3000-5000 færri á atvinnuleysisskrá og efnahagsbatinn væri orðinn raunverulegur.
    Enn eitt dæmið um það hvernig núverandi stjórnvöld flækjast fyrir allri atvinnuuppbyggingu af hugsjónapólitískum ástæðum. Og ekki er Svandís Svavars eftirbátur Þórunnar í þessum efnum.

    Þið í Samfylkingunni og VG skilið ekki að oftast eru hugsjónir allri heilbrigðri skynsemi yfirsterkari.

    Það er heldur ekki ofsögum sagt að stjórnsýslunni hefur hrakað mikið með núverandi stjórnvöldum.
    Valdahrokinn, hugsunastjórnunin gagnvart almenningi, yfirgangur og frekja við stjórnun landsins, það er gengið á svig við lög og rétt, stjórnsýslulög brotin sí og æ, heimsmet í ráðningum án auglýsinga þar sem pólitískum vinum og vandamönnum er komið í ríkisspenann, og svona mætti lengi telja.

    Ég get ekki séð að þessir flokkar, VG og Samfylkingin séu flokkar alamannahagsmuna.
    Samfylkingin er flokkur menntafólks, háskólaelítunnar, og það er VG að nokkru leyti líka.
    Kjarni fólks í þessum flokkum er í góðum stöðum hjá hinu opinbera og þarf ekki að óttast um afkomu sína.
    Svona fólk er úr öllum tengslum við almenning í landinu og hefur bjaga sýn á stöðu mála í þjóðfélaginu.

    Hvorki Samfylkingin eða VG sækja stuðning sinn til verkalýðs, bænda eða sjómanna né þeirra sem minna mega sín, heldur háskólafólks og opinberra starfsmanna og áhanganda þeirra.

    Og víst hafa Samfylkingin og VG hreiðrað um sig í samfélaginu, hjá hinum opinbera, í stjórnsýslunni og úti í háskólum landsins.

    En kjarni málsins er þess: Með núverandi stjórnvöldum og þeirra stefna, verður aldrei góðæri hér á landi, ALDREI.

    Loksins þegar þessi stjórn hröklast frá, í síðasta lagi vorið 2013 (vonandi fyrr), mun atvinnuleyis enn vera hátt, skattar háir, og sífelldru brottflutningar fólks af landi brott, því miður.

    Þess vegna er svo mikilvægt að þessi stjórn fari frá, og framsæknari og stjórn hlyntari atvinnulífinu taki við.

  • Baldur Kristjánsson

    Það var mikið að Bragi Páls lét heyra í sér. Kv. B

Höfundur