Og enn minni ég á að Íhaldsstjórnin í Bretlandi er að skera miklu meira niður en vinstri stjórnin hér. Síðast voru þeir að skera niður laun og fjölda lögreglumanna. Annars eru borgaryfirvöld í Reykjavík að standa sig vonum framar. þetta fólk í meirihlutanum, Gnarr og Dagur og Oddný, á virkilegt hrós skilið fyrir það að leggja í það að sameina skóla, leikskóla og grunnskóla og spara á allan hátt í rekstri borgarinnar. Eins og fyrri daginn andmæla allir og virðast gleyma því að hér varð efnahagshrun og peningar eru takmörkuð auðlind. Landsbyggðin hefur farið í gegnum sameiningu og niðurlagningu skóla og ekkert að því þó hið sama sé gert í þéttbýlinu þar sem almenningssamgöngur gera allt dæmið auðveldara. Ofaní kaupið er hreyfing, breyting, já endurskipulagning yfirleitt af hinu góða.
Bara verst að Gnarr, Dagur og Oddný eru að skera niður almenningssamgöngurnar líka. Annars átta ég mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara, gallarnir við sameiningarplön meirihlutans tengjast vegalengdum eða samgöngum ekki nokkurn skapaðan hlut.
Samanburðurinn við sameiningar úti á landi er svo út í hött þar sem allt aðrar, og í raun þveröfugar, aðstæður og ástæður lágu og liggja þar á bakvið.
Getur verið að þú hafir ekki nennt að hlusta á ‘ópin og veinin’ í þeim sem þú ert ósammála í þessu máli? Fagfólkinu í skólunum og foreldrunum?
Egill Ó
Nýlega kom móðir í Breiðholtinu fram í sjónvarpi og andmælti sameiningum þar á forsendum vegalengdar milli skóla og heimilis sonar hennar.
Baldur
Er þér sammála – ekki flókið
Það má vel vera Hólmfríður, en mikið má fólk hafa fylgst illa með ef það heldur að helstu rökin gegn sameiningunum séu byggð á landafræði.
Það er þeim nauðsynlegt að hreinsa til eftir verkamannaflokkinn sem skildi allt eftir í skít og kanil.