Miðvikudagur 04.05.2011 - 18:20 - Lokað fyrir ummæli

Fátækt á Íslandi!

Á mesta velferðarskeiði Íslandssögunnar jókst misskipting í landinu. Eftir hrun hefur mistekist að verja hag þeirra sem minnst mega sín. Útilokað er að lifa af lægstu launatöxtum eða örorkubótum og atvinnuleysi er mikið. Fátækt hefur aftur numið land á Íslandi. Fjöldi Íslendinga sveltur. Það hefur Guðmundar Magnússonar, formaður Öryrkjabandalagsins, bent á og prestar finna fyrir því sama í störfum sínum.Þjóðmálanefnd kirkjunnar kallar til málþings um fátækt á Íslandi föstudaginn 6. maí. Þar verður leitað svara við því hvernig við eigum að bregðast við fátæktinni og hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

Flutt verða tvö framsöguerindi:

      Bjarni Karlsson: Ástandið á Íslandi.

      Vilborg Oddsdóttir: Fyrirkomulag innlends hjálparstarfs.

Þórhallur Heimsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, mun bregðast við erindum og leiðir þátttakendur inn í almennar umræður.

Málþingið verður haldið á Torginu í safnaðarheimili Neskirkju milli kl. 12 og 13:30, föstudaginn 6. maí. Fundarstjóri verður Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur.

Hér með eru allir innan sem utan kirkju: prestar, biskupar, forystumenn hagsmunasamtaka, Alþingismenn, ráðherrar og það sem mestu máli skiptir venjulegir menn, karlar og konur, hvött og hvattir til þess að láta sig þetta brýna samfélagsmálefni varða, fræðast og vitna með nærveru sinni um alvarleik þessa brýna viðfangsefnis.

Um fyrirlesarana

Bjarni Karlsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann hefur látið sig málið varða innan kirkju og á vettvangi Reykjavíkurborgar.

Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hefur kvatt sér hljóðs um þennan vágest fátæktina í íslensku samfélagi.

Úr Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna

,,Allir þjóðfélagsþegnar skulu … eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum, sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín.“

,,Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð.“

(eigandi síðunnar er formaður Þjóðmálanefndar Þjóðkirkjunnar sem stendur fyrir málþinginu)

Bestu kveðjur /Best regards

*******************

Baldur Kristjánsson Th.M. Cand Theol  B.A.Soc

Sóknarprestur/parish priest og/and Member of ECRI

Sími/Telephone:  (354) 4833771 / 8980971

www.baldur.is   bk@baldur.is

Bestu kveðjur /Best regards

*******************

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þórarinn

    Þið gerið ekkert nema tala, tala, tala.

  • Ég legg til að vissir menn selji kyrtil sinn og aðrar eigur og hjálpi fátækum þannig, er það ekki skipunin að ofan annars?

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Sæll Baldur,

    mjög þarft málþing og gangi ykkur vel. Kirkjan á að vera mun róttækari og gagnrýnni en hún er í dag.

Höfundur