Föstudagur 13.05.2011 - 10:34 - Lokað fyrir ummæli

Snúast útvegsmenn og bændur til ESB aðildar?

Tvær grímur renna nú á marga útvegsmenn að eftir allt saman yrði hagur þeirra betur tryggður innan ESB en utan.  Utan ESB eiga þeir allt undir duttlungum ríkisstjórnar sem þeir álíta fjandsamlega og er að þeirra dómi að svíða auðlindina úr höndum þeirra.  Á meðan er ESB að taka upp kvótakerfi og reglur Evrópusambandins munu örugglega banna vina og kjördæmadreifingu á kvóta en slík er ætlun Jóns Bjarnasonar segja þeir.  Margir útvegsmenn hafa ofaní kaupið mikil viðskipti við ESB lönd og eru fyrir löngu búnir að sjá það að ESB er hið besta mál.

Hætt er við að einnig renni tvær grímur á bændur nú þegar sala á skyri og kjöti hefur aukist upp úr öllu valdi í Evrópu og íslensk stjórnvöld þurfa að sækja um að kvótaþaki verði lyft. Ef við gengjum í ESB þyrfti ekki að sækja um neinar undanþágur. Sennilega gætum við tvöfaldað nautgriparækt og sauðfjárrækt  með inngöngu í ESB.   Þeir sem selja bændum mjaltavélar og önnur tæki til landbúnaðarbrúks gætu þá stóraukið gróða sinn. Alþingismaður athugi það.

Að auki fara  flestir bændur  nú í bændaferðir til Evrópu og sjá að Evrópa er hið besta mál, góður matur og allt það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Það þarf ekkert að ganga í ESB. Það þarf eingöngu að skipta um ríkisstjórn og fá hér stjórn sem er ekki mannfjandsamleg.

Höfundur