Föstudagur 13.05.2011 - 10:34 - Lokað fyrir ummæli

Snúast útvegsmenn og bændur til ESB aðildar?

Tvær grímur renna nú á marga útvegsmenn að eftir allt saman yrði hagur þeirra betur tryggður innan ESB en utan.  Utan ESB eiga þeir allt undir duttlungum ríkisstjórnar sem þeir álíta fjandsamlega og er að þeirra dómi að svíða auðlindina úr höndum þeirra.  Á meðan er ESB að taka upp kvótakerfi og reglur Evrópusambandins munu örugglega banna vina og kjördæmadreifingu á kvóta en slík er ætlun Jóns Bjarnasonar segja þeir.  Margir útvegsmenn hafa ofaní kaupið mikil viðskipti við ESB lönd og eru fyrir löngu búnir að sjá það að ESB er hið besta mál.

Hætt er við að einnig renni tvær grímur á bændur nú þegar sala á skyri og kjöti hefur aukist upp úr öllu valdi í Evrópu og íslensk stjórnvöld þurfa að sækja um að kvótaþaki verði lyft. Ef við gengjum í ESB þyrfti ekki að sækja um neinar undanþágur. Sennilega gætum við tvöfaldað nautgriparækt og sauðfjárrækt  með inngöngu í ESB.   Þeir sem selja bændum mjaltavélar og önnur tæki til landbúnaðarbrúks gætu þá stóraukið gróða sinn. Alþingismaður athugi það.

Að auki fara  flestir bændur  nú í bændaferðir til Evrópu og sjá að Evrópa er hið besta mál, góður matur og allt það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Hrafn Arnarson

    Fróðleg umræða. Ég sé að Gunnlaugur hefur óvart sett hugleiðingar hér sem hann setur vanalega í blogg Heimssýnar eða blogg Páls ekkiBaugsmiðils en þetta tvennt er það sama.

  • Sæll Baldur.
    Biðst afsökunar á því að ég hafi haft athugasemdir mínar of langar, hér á þínu bloggi. En ef þú ert spenntur fyrir heimsíðu minni þá er hún á moggablogginu undir gunnlauguri.

    Þér er velkomið að fara inná hana og setja þar athugasemdir.

    Nei ég er lýðræðissinni og þoli alveg að fólk hafi aðrar skoðanir og líka að það skipti um skoðanir, en ég get samt alveg haft mínar og get alveg staðið fyrir þeim, þó svo að þér finnist menntunarskortur hrjá mig. Mér þóttu þetta því heldur kaldar og yfirlætislegar kveðjur frá þér Baldur þó svo að við séum ekki sammála í þessu ESB máli.

  • Aldrei myndi èg vaka svona yfirleitt skodunum annarra. Theirra er rètturinn thó ég sé ekki sífellt ad hrauna yfir thá eda láta ljós mitt skína. Atferli thitt gæti verid vegna menntunaskorts. Thú gætir samt verd gáfadur í grunninn sérstaklega ef thú ert eldri madur.

  • Það renna engar tvær grímur á útvegsmenn og aðila sem hafa hagsmuni af sjávarútvegi. Þessir hagmsunahópar eru algerlega á móti ESB aðild, og þeir eru algerlega á móti þessu feigðarflani ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Það þýðir lítið fyrir Samfylkingarfólk að réttlæta þessa þvælu á Íslandsmiðum með því að taka eigi upp einhverja allt aðra stefnu annars staðar í álfunni. Slíkur málflutningur er að leiða umræðuna frá kjarnanum. Það er spuninn sem Samfylkingarliðið á Hallveigarstígnum hefur svo oft beitt, en árangurinn af þessari taktík fer nú dvínandi. óvinsælasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar er Jóhanna Sigurðardóttir. Ríkisstjornin er komin niður í 35% fylgi og það fer lækkandi. Óánægjan virðist fara mest vaxandi innan þeirra sem eru flokksbundir VG eða samfylkingarmenn og konur (þó konur séu yfirleitt kallaðar truntur og beljur hjá mörgum stjórnarliðanum).

    Baldur gleymir að í sauðfjárrækt er ekki hægt að auka sauðfjárrækt ótakmarkað. Ástæðan fyrir vinsældum íslenskra landbúnaðarafurða er hreinleiki og slíkt. Með því að auka framleiðsluna, þá þarf að fara út í aðrar framleiðsluaðferðir, sem myndu þýða að þeirri markaðssetningu sem hefur verið beitt hingað til er kastað á glæ.

    Málflutningur þessara þjóðnýtingar og ESB sinna er grátlegur. hann stenst enga skoðun. Það er ekki mikið mál að hrekja hannn aftur heim til föðurhúsanna. Kjósendur sjá enda í gegnum þetta fúsk Samfylkingarinnar. Dagar þeirra eru og senn taldir. Ríkisstjornin lifir ekki mikið lengur, sem betur fer.

Höfundur