Miðvikudagur 18.01.2012 - 14:56 - Lokað fyrir ummæli

Sviflétt staðgöngurök alþingismanna!

Alþingismenn margir hverjir skauta heldur létt fram hjá siðferðilegum rökum í umræðum um staðgöngumæðrun.  Þeir beita svifléttum rökum eins og þeim að ,,þær“ hafi haft gaman að því að eiga börn og konur hafi alltaf gengið með börn fyrir aðrar konur, að staðgöngumóðir sé góðverkakona, að betra sé að vera staðgöngubarn en ,,ekki barn“.  Í umræðunni er skautað létt fram hjá því að allir álitsgjafar sem leitað var til og ekki eiga hagsmuna að gæta lögðust gegn löggjöf um staðgöngumæðrun sem þeir töldu leið til misnotkunar á fátækum og valdalausum konum eins og raunin er á heimsvísu.  Norðurlandaþjóðirnar hafa af þeim sökum hafnað staðgöngumæðrun sem réttlætanlegu fyrirbrigði.

Í Danmörku er siðfræðiráð og siðferðileg álitamál eru ekki afgreidd frá ríkisþinginu án blessunar þess.  Það er skynsamlegt fyrirkomulag þar sem þingmenn eru mörgum hverjum margt betur gefið en að fjalla og hugsa um siðferðileg álitamál enda fyrst og fremst kosnir til að sinna veraldlegum hlutum svo sem að sinna peningalegri aflkomu fólks.  Þegar kemur að alvarlegum siðferðilegum álitaefnum dugar ekki bara að kassera áliti siðfræðinga og taka upp viðkvæðið ,,mér finnst.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Halldór Agnarsson
    Endilega gaktu með barn fyrir systur þína. Ætlarðu að gefa því brjóstið líka?

  • Aðalheiður

    Það er leitt þegar menn falla í skotgrafirnar þegar rætt er um viðkvæm mál líkt og staðgöngumeðganga er. Jú, ég skirfaði staðgöngumeðganga því kona sem tekur að sér að ganga með barn fyrir aðra er ekki móðir, heldur staðgengill á meðgöngu. Móðir er svo miklu miklu meira en að ganga með barn.
    Friðrik, það er leitt hversu persónulegur þú ert í röksemdafærslu þinni, sem mér finnst ekki vera nein röksemdarfærsla, bara árás á Baldur.
    Stefán, mér finnst alhæfing þín um trúfélög og Biblíuna vera heldur bitur og ekki mikil rök.

    Ég er ekki fylgjandi því að leyfa þessa staðgöngu þvi öll umræðan hefur snúist um barnlausa parið og velgjörðina svokölluðu. Ég hef samúð með þeim sem þrá barn en geta ekki einast það á „náttúrulegan“ hátt en ég skil ekki þörfina fyrir að það sé af manns holdi og blóði endilega, hvers vegna ekki að ættleiða? Nú þekki ég pör sem eiga ættleidd börn og ég veit ekki til þess að þau börn séu minna elskuð en líffræðileg börn.
    Það vill oft gleymast í þessari umræðu að við mannfólkið höfum tilhneigingu til að gera það sem okkur sýnist á meðan það er ekki bannað. Og ef það er bannað eða á lagalega eða siðferðilega gráu svæði þá snúum við okkur út úr því. Þess vegna óttast ég að fólk fari í kringum reglurnar sem alþingi hugsar sér að setja. Hversu mikil á sönnunarbirgðin að vera um að viðkomandi staðgengill sé velgjörðarmaður? Eiga parið og staðgengillinn að færa sönnur fyrir því að um áralanga vináttu sé að ræða með ljósmyndum og póstkortum? Þarf að fylgja með útprentun úr Íslendingabók til að sýna fjölskyldutengsl? Á að fylgjast með fjárhag viðkomandi í eitt ár, tvö ár, fimm ár eftir meðgönguna til að fullvissa sig um að ekki sé greitt undir borðið, hvort sem er í beinhörðum peningum eða með gjöfum?
    Öll áhersla í umræðunni á alþingi hefur verið á samkenndina og samúðina með hinum barnlausa. Hvað með maka staðgengilsins, börn hans eða foreldra? Skipta tilfinnar þeirra einstaklinga engu máli?
    Þótt ég sé á móti staðgöngumeðgöngu er ég fylgjandi umræðunni um málið en hún þarf að vera málefnaleg og á ópersónulegum grunni og eins skynsöm og laus við tilfinningasemi sem frekast er unnt. Eða svo vitnað sé í Baldur hér að ofan: „Í umræðunni er skautað létt fram hjá því að allir álitsgjafar sem leitað var til og ekki eiga hagsmuna að gæta lögðust gegn löggjöf um staðgöngumæðrun sem þeir töldu leið til misnotkunar á fátækum og valdalausum konum eins og raunin er á heimsvísu.“

Höfundur