Miðvikudagur 18.01.2012 - 14:56 - Lokað fyrir ummæli

Sviflétt staðgöngurök alþingismanna!

Alþingismenn margir hverjir skauta heldur létt fram hjá siðferðilegum rökum í umræðum um staðgöngumæðrun.  Þeir beita svifléttum rökum eins og þeim að ,,þær“ hafi haft gaman að því að eiga börn og konur hafi alltaf gengið með börn fyrir aðrar konur, að staðgöngumóðir sé góðverkakona, að betra sé að vera staðgöngubarn en ,,ekki barn“.  Í umræðunni er skautað létt fram hjá því að allir álitsgjafar sem leitað var til og ekki eiga hagsmuna að gæta lögðust gegn löggjöf um staðgöngumæðrun sem þeir töldu leið til misnotkunar á fátækum og valdalausum konum eins og raunin er á heimsvísu.  Norðurlandaþjóðirnar hafa af þeim sökum hafnað staðgöngumæðrun sem réttlætanlegu fyrirbrigði.

Í Danmörku er siðfræðiráð og siðferðileg álitamál eru ekki afgreidd frá ríkisþinginu án blessunar þess.  Það er skynsamlegt fyrirkomulag þar sem þingmenn eru mörgum hverjum margt betur gefið en að fjalla og hugsa um siðferðileg álitamál enda fyrst og fremst kosnir til að sinna veraldlegum hlutum svo sem að sinna peningalegri aflkomu fólks.  Þegar kemur að alvarlegum siðferðilegum álitaefnum dugar ekki bara að kassera áliti siðfræðinga og taka upp viðkvæðið ,,mér finnst.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Skrýtið að stjórnmálakonur sem mest hafa látið til sín taka í umræðum um vændi og mansal og telja þetta meiriháttar vandamál á Íslandi skuli telja staðgöngumæðrun sjálfsagða.

    Eru það ekki sömu konurnar sem eru í hættu?

  • Sigurður

    Hver á að sitja í siðfræðiráði?

    Viðskiptasiðfræðingar?, Prestar?

    Hver getur sett sig á það háann hest að siðferði hans sé meira en annarra?

    Auðvitað á lýðræðiskjörið þing að skera úr um mál eins og þetta.

  • Baldur Kristjánsson

    Menn sem hafa vald á siðfræðilegri rökleiðslu. Kv. B

  • Sigurður

    Og hverjir eru það ef mér leyfist að spyrja, því þetta var ekki svar sem skilaði miklu.

Höfundur