Miðvikudagur 18.01.2012 - 14:56 - Lokað fyrir ummæli

Sviflétt staðgöngurök alþingismanna!

Alþingismenn margir hverjir skauta heldur létt fram hjá siðferðilegum rökum í umræðum um staðgöngumæðrun.  Þeir beita svifléttum rökum eins og þeim að ,,þær“ hafi haft gaman að því að eiga börn og konur hafi alltaf gengið með börn fyrir aðrar konur, að staðgöngumóðir sé góðverkakona, að betra sé að vera staðgöngubarn en ,,ekki barn“.  Í umræðunni er skautað létt fram hjá því að allir álitsgjafar sem leitað var til og ekki eiga hagsmuna að gæta lögðust gegn löggjöf um staðgöngumæðrun sem þeir töldu leið til misnotkunar á fátækum og valdalausum konum eins og raunin er á heimsvísu.  Norðurlandaþjóðirnar hafa af þeim sökum hafnað staðgöngumæðrun sem réttlætanlegu fyrirbrigði.

Í Danmörku er siðfræðiráð og siðferðileg álitamál eru ekki afgreidd frá ríkisþinginu án blessunar þess.  Það er skynsamlegt fyrirkomulag þar sem þingmenn eru mörgum hverjum margt betur gefið en að fjalla og hugsa um siðferðileg álitamál enda fyrst og fremst kosnir til að sinna veraldlegum hlutum svo sem að sinna peningalegri aflkomu fólks.  Þegar kemur að alvarlegum siðferðilegum álitaefnum dugar ekki bara að kassera áliti siðfræðinga og taka upp viðkvæðið ,,mér finnst.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Eg t.d. Kv. B

  • Friðrik Tryggvason

    Margur heldur mig sig!

    Þér finnst í lagi að taka af konum sjálfsákvörðunarréttinn sem sagt?

    Eru ekki konurnar sem um ræðir fullvaxta?

    Viltu hlífa þessum konum við öðrum ákvörðunum, t.d hvað nám þær fara í vegna þess að það gæti verið þrýstingur frá foreldrum? Eða hvort þær egi að eignast börn yfir höfuð? Það er mikill þrýstingur þar líka.

    Ég geri ráð fyrir að þú sért á móti fermingum, það er ekki hægt að ætlast til þess að óharnaðir unglingar taki svona stórar ákvarðanir. Er það?

  • Halldór Agnarsson

    Hæhæ

    Ert þú Baldur þess umkominn að banna mér að ganga með barn fyrir systur mína sem vegna slyss eða sjúkdóms getur það ekki sjálf????

    Ég frábið mér slíka forræðishyggju og ENGINN hefur það vald að banna mér þetta.

    Kveðjur bestar
    Halldór

  • Umræða um staðgöngumæðrun mun líkast til alltaf verða hitamál, annarsvegar er sterk andstaða trúfelaga við fyrirbærið og hinsvegar virðast einhverjir hópar leggja þetta að jöfnu við vændi. Trúfélög mega ekkert sjá sem ekki er einlínist mælt fyrir um í 2000 ára gömlu bókinni sinni og einhverjir hópar geta ekki hætt að fórnarlambsvæða helming mannkyns.

    Legg til að Baldur lesi grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, rituð af Soffíu Fransisku Rafnsdóttur Hede. Þar er drepið á mörgum þessara álitaefna, þeir sem setja samasemmerki við vændi hefðu einnig gott af því að renna yfir greinina.

    Hvernig væri svo að gera greinarmun á staðgöngumæðrun sem velgjörð og staðgöngumæðrum sem markaðsþjónustu?

Höfundur