Fimmtudagur 19.01.2012 - 11:34 - Lokað fyrir ummæli

Baráttan um biskupsstólinn!

Sigríður Guðmarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson hafa nú gefið kost á sér í biskupskjöri. Hvortveggja ákaflega hæfar manneskjur og vel menntaðar sem myndu valda embættinu vel.  Sigríður ætti að höfða til þeirra sem vilja (róttækar) breytingar á kirkju (og samfélagi) að mörgu leyti sömu hópa og vilja nýtt Ísland. Kristján Valur ætti að höfða fremur til þeirra sem vilja yfirvegaðar breytingar, góða kjölfestu og reynslu. Sigríður höfðar, eðli máls samkvæmt, einnig til þeirra sem telja áríðandi að fá konu í stól biskups í öllu falli feminista.  Kristján fremur til þeirra sem vilja líta til hæfileika fremur en kynferðis.  Þarna eru þó ekki skörp skil því að bæði eru jafnréttissinnuð.

Ágætar manneskjur eru með hendina á húninum.  Má þar nefna Sigurð Árna Þórðarson sem stendur alveg á pari við ofannefndar manneskjur í hæfileikum og Jónu Hrönn Bolladóttur sem er prýðilega hæf og  lætur til sín taka hvar sem hún fer og eins og Sigríður ætti að höfða til kvenna og þeirra sem vilja glænýja hugsun.

Það hefur orðið gjörbreyting á biskupskjöri.  Áður voru þetta rúmlega 200 manns aðallega prestar. Nú eru þetta yfir 500 manns að uppistöðu til sóknarnefndarformenn. Sóknarnefndarmenn eru með allt öðru vísi bakgrunn en prestar.  Þetta eru praktískir birnir og birnur sem hafa fyrst og fremst áhyggjur af fjárhag sókna sinna.  Á meðan afstaða presta mótast af margflóknum kenninga, kunningja -, aldurs (m.a. því hvort að menn hafa verið saman í deild)-  og ættartengslum þá er hið nýja ráðandi afl líklegt til að stjórnast meira af almenningsáliti og flokkapólitík.  Þegar hygg ég að það ferli sé hafið að sóknarnefndarformenn fundi með hver öðrum og þeir sterkustu þeirra á meðal beiti áhrifum sínum eins og í öllu mannlegu félagi.  Þarna mun ekki eiga sér stað samráð á sóknargrunni milli prests og sóknarnefndarformanns þar sem presturinn leggur dóm á kenningarlega þáttinn heldur munu leikmenn leita hvorn annann uppi og í raun og veru ráða niðurstöðu. Í þessu umhverfi er vissulega er gott að vera kvenframbjóðandi þar sem sterk krafan er sú að kona verði biskup en það verður líka gott að vera yfirvegaður reynslubolti.  Líklegt er að frambjóðendur hagi sér meira og minna eins og pólitíkusar á næstu vikum, reyni að höfða til sem flestra og verði því varkárir og yfirvegaðir en jafnframt róttækir og spennandi.  Og nú reynir á hver hefur besta biskupsnefið.

Og það getur skipt máli fyrir íslenskt samfélag hver verður biskup. Þetta er í öllu falli áhrifastaða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • ,,Sókrates var kannski til. En hann var að öllum líkindum bara einn af tugum heimspekinga sem voru að væflast um Grikkland hið forna.“

    Eitthvað hafði hann samt fram yfir hina.

    Annars stæði vestræn siðmenning ekki í þakkarskuld við hann.

  • Friðrik Tryggvason

    Gott að þú myntist á Sókrates vegna þess að það eru ekki allir sanfærðir um að hann hafi verið til. Einu heimildirnar um skrif hanns eru rit Platós. Sókrates eins og Jesú var til en það er að öllum líkindum búið að spinna upp margar sögur í kringum hann og flest sem hann á að hafa sagt kemur frá lærissveininum.

  • Og þá er ekki úr vegi að minnast á Aristoteles, það eru ekki allir sannfærðir um að hann hafi verið til, hvað þá Júlíus Sesar, var hann til? Ekki eru nú allir vissir um það þótt ýmsar sögur gangi um hann og ekki allar jafn trúlegar. Talandi um Júlíus þennan þá á einhver Hannibal að hafa farið gegn Róm og herjað á Ítalíu þvera og endilanga í 15 ár eftir að hann kom skyndilega ofanúr Alpafjöllum með fíla frá Afríku. Maður getur ekki annað en hlegið. Sumt er bara of mikil steypa.

  • Friðrik Tryggvason

    Að það hafi verið maður sem hét Hannibal Barka sem gerði innrás í Rómarveldi yfir Alpana krefst engra yfirnáttúrulegra skýringa, allveg eins og að það hafi verið heimsendaspámaður í Jerúsalem í kringum árið 30 sem hét Jesú.

    Ef ég hins vegar ætlað að fara að halda því fram að Hannibal hafi flogið yfir Alpana með englaher eða að Sesar hafi verið guð eins og seinni tíma Rómverjar sögðu þá er ég augljóslega komin út í vitleysu.

    Jesú gæti hafa verið til en hann var varla guð, ekki frekar en Sesar.

Höfundur