Íslendingar áttu að vera í hópi þeirra þjóða er vildu efla Mannréttindadómstól Evrópu á árunum fyrir hrun en voru það ekki. Íslendingar hefðu átt að vera í hópi þeirra þjóða sem vildu einfalda málsmeðferð stólsins en voru það ekki og lögðust þar á sveif með Rússum. Ég skil málin þannig að hægri sinnuð íslensk stjórnvöld hafi aldrei verið hrifin af yfirþjóðlegu dómsvaldi. Vonandi hafa mannréttindasinnuð íslensk stjórvöld breytt um kúrs. Nú hrúgast mál upp fyrir dómstólnum og kemur m.a. niður á Íslendingum sem vilja skjóta málum sínum þangað. Reynslan sýnir einnig að framfarir í mannréttindamálum verða til vegna dómsins og raunar á flest það er til framfara horfir í réttindamálum upptök sín í fjölþjóðlegum fyrirbærum.