Laugardagur 28.04.2012 - 10:10 - Lokað fyrir ummæli

Mismunun í körfubolta?

Ég sé að körfuboltamenn ætla að takmarka það hve margir erlendir leikmenn megi vera inná í einu í leikjum. Tveir. Vonandi gæta þess þeir í regluverki sínu að frjálst flæði vinnuafls er innan Evrópska efnahagssvæðisins og þess að engum má mismuna á grundvelli þjóðernis.  Fái erlendur maður, sama hvaðan er, að dvelja á landinu fæ ég ekki séð hvernig hægt er að meina honum að vera í körfuboltaliði? Ríkisborgararéttur er ekki almennt skilyrði.  Ennfremur fæ ég ekki séð í fljótu bragði að reglur um að skipta mönnum útaf og inná eftir þjóðerni standist. Við lifum á tímum þar sem íslenskt og útlenskt er ekki jafn einfalt og áður. En kannski hafa körfuboltamenn tekið tillit til alls þessa. En eitt enn: Mismunandi reglur í karla og kvennabolta ögra enn einni nútímahugsuninni. Konur eru settar á par við stráka í næstefstu deild hvað reglur varðar.

Höfundur er unnandi og stuðningsmaður körfubolta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur