Meginrökin fyrir upptöku evru eru þau að íslenska hagkerfið sé of lítið til þess að standa undir eigin gjaldmiðli. Myntin sé dæmd til að sveiflast og þeir sem ,,taka sér stöðu“ gegn krónunni græði óheyrilega á okkur hinum. Bretar eiga ekki við sama vandmál að etja með pundið en Danir og Svíar hafa fundið fyrir smæð gjaldmiðla sinna en halda sér þó við þá enda hagkerfi þeirra risastórt í samanburði við það íslenska.
Ég sé ekki að breiddargráðurökin sem forseti Íslands notar vegi þungt. Íslendingar gætu alllt eins og Finnar hagnast á því að taka upp evru og við Ólafur báðir vitum að aldrei hefur verið hægt að skipuleggja fjárhagslega framtíð sína með krónunni og hún hefur í áranna rás gert suma fátæka og aðra ríka.
Annars kann ég vel við talandi forseta. Sem betur fer hefur margt breyst síðan Halldór Blöndal skammaði Ólaf með offorsi fyrir það að sá síðarnefndi vogaði sér að fárast yfir slæmum vegum á Vestfjörðum.
Það er hverju orði sannara, að samkvæmt fréttum frá Svíþjóð telja þeir gjaldmiðil sinn hættulega smáan og óstöðugan. Danir hafa fyrir löngu sett krónuna sína fasta við evru, og hafa nánast ekkert svigrúm til gengisbreytinga. Enda streymir fjármagn til Danmerkur eins og annara stöðugra hagkerfa í Evrópu. Þessi mál þarf að ræða í ljósi upplýsinga og staðreynda, en ekki af tilfinningasemi og þjóðernishyggju.
Ólafur hikar ekki við að skrökva um grundvallaratriði varðandi ESB samingana. Hann beinlíni staðhæfði við kynningu á honum í RÚV að ekki þyrfti að bíða eftir samningum til að vita hvað þeir innihéldu því aðeins væri um ræða tímabundna aðlögun íslands að ESB — ESB breytti engu fyrir aðildarríki. Þetta veit Ólafur að er lýgi. Allir aðildarsamningar fela í sér breytingu á ESB-sáttmálanum og þessvegna þurfa öll eldri aðildarríkin að samþykja þá breytingu sem ný aðild felur í sér með meir og minni breytingum á sáttmálanum sérstaklega á sínu heimaþingi og/eða með þjóðaratkvæði — og það sem verra er er að enginn er í debat við forsetann til að andmæla skröksögum hans. Hann er ekki á þingi og ekki með neinskonar jafngitl mótvægi til að svara lýginni.
Það hreinlega er óverjandi að þessi maður sé forseti okkar.
Mikið er ég hjartanlega sammála ykkur piltar mínir