Sunnudagur 01.07.2012 - 10:18 - Lokað fyrir ummæli

Sigur Ólafs gæti styrkt stjórn Jafnaðarmanna!

Ég hef nokkrum sinnum bent á að  Ólafur Ragnar yrði óviðráðanlegur þegar helstu keppinautar hans væru sestir í helgan.  Ólafur orðinn einn eftir með krökkunum. Þetta kom á daginn og mun sannast enn betur á næstu árum.  Hann ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra þá sem skipta sér af þjóðmálum.  Ég hef einnig bent á að sigur Ólafs yrði kærkominn fyrir vinstri menn og hef styrkst í þeirri skoðun.  Nú er fólk óbeint búið að lýsa yfir andhrifningu á ríkisstjórninni og ESB og getur snúið sér að því að endurkjósa ríkisstjórn Jafnaðarmanna sem augljóslega er orðin ein besta ríkisstjórn lýðveldistímans. Nú mun ,,hræddu“ fólki finnasr það óhætt. það er búið að kjósa sér öryggisventil á Bessastaði.  Kosning Þóru hefði haft hægri áhrif á næstu þingkosningar á sama hátt og sigur Ólafs mun hafa vinstri áhrif að ári.  Þetta eru þekkt áhrif.

Framtíðin er því björt fyrir Jafnaðarmenn en hægri menn hafa unnið sinn sigur og verða vænlega utan stjórnar næstu árin.

Annars óska ég Ólafi til hamingju með sigurinn sem var glæsilegur hvernig sem á var litið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Það hefur ekkert að segja hvort Óli sé forseti og sé jafnaðarmaður. Ef fólk fær ógeð og drullu af jafnaðarmannabullinu sem er í gangi niðrí alþingishúsi þá held ég að framtíð sjálfstæðismanna sé bjartari en sólin, haldi sitjandi ríkisstjórn áfram að skíta meira uppá bak.

  • Steini M

    Samhengið í þessarri færslu virðist í besta falli fyndið. En margar svona færslur eiga væntanlega eftir að poppa upp frá bitrum vinstrimönnum til að reyna að afskræma niðurstöðu þjóðarinnar sem kaus Ólaf afgerandi um allt land þrátt fyrir langa valdasetu. Þóru framboðið floppaði þrátt fyrir meðvirkni RÚV, kosningamaskínu Samfylkingarinnar og ESB manna að viðbættum öllum auglýsingaáróðrinum sem var í sérflokki.

    Næst á dagskrá er að afgreiða þessa froðu sem varð til í þessu umboðslausa stjórnlagaráði.

    Svo styttist í að leiðinlegasta og ótrúverðugasta ríkisstjórn sögunar verði loks afgreidd eftir tæpt ár, þ.e.a.s ef hún hefur ekki vit á því að segja af sér sjálf fyrir þann tíma.

  • Eitthvað hefur þú nú misst þig í messuvíninu séra Baldur

Höfundur