Vitiði, ég þekki Sunnlendinga sem hafa það fyrir satt að ýmsir fræðimenn uppí Háskóla séu bara illa innrættir og gott ef ekki heimskir kosningasmalar fyrir flokk sem hatar Ísland. Stefán Ólafsson er þar fremstur milli tanna. Hann hefur eins og kunnugt er stundað rannsóknir sem sýna fram á það að fólki líður betur í samfélögum jafnaðar en í samfélögum ójafnaðar og rannsóknir hans sýna einnig að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tekist að hlífa hinum verst settu í þjóðfélaginu betur en öðrum hópum þegar hún hefur verið að komast yfir það stjórnunarafrek hægri manna að sigla að sigla öllu hér í strand með þeim ósköpum að tap þjóðarbúsins var á við það að öll hús í landinu brynnu.
Þetta blessaða fólk les Moggann og trúir honum. Morgunblaðið stundar eins og kunnugt er atvinnuróg og atvinnuníð gagnvart Stefáni Ólafssyni síðast í dag í Staksteinum. Virðir einskis fræðimannsheiður hans og heiður almennt. Skrifar um hann eins og einskisverðan skít. Þetta er fyrrum eitt vandaðasta blað landsins. Mér finnst að útgáfustjóri blaðsins Óskar Magnússon formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð geti ekki sóma síns vegna látið svona skrif óátalin og finnst hann ætti að áminna ritstjóra sem skrifar þannig um virta fræðimenn því að það er fólk þarna úti sem trúir svona skrifum. Hertu þig upp Óskar!
Davíð Oddsson er langrækinn maður, og hann mun aldrei, aldrei fyrirgefa Stefáni Ólafssyni þann glæp að hafa flett ofan af skattastefnu ríkisstjórnar sjáfstæðis- og framsóknarmanna á sínum tíma.
Þakka þér fyrir góðan og þarfan pistil Baldur, það er alltaf tímabært að vekja athygli á staðreyndum sem allir ættu að þekkja en gera því miður ekki.