Þriðjudagur 10.07.2012 - 09:38 - Lokað fyrir ummæli

Guðni í grunninn vel gefinn sveitapiltur….

Davíð Þór Jónsson fór mikinn í aðdraganda forsetakosninga og rifjaði upp meiningu um að Guðni Ágússon hefði deilt félagsskírteini með hálfgerðri eða algerri nasistahreyfingu unir nafninu Norrænt mannkyn.  Mikið skil ég vin minn Guðna vel að hann reiðist.  Allir sem þekkja Guðna Ágústsson vita að hann er ekki með nokkrum hætti hallur undir nýjan né gamlan nasisma eða þjóðernissósíalisma. Guðni Ágústsson er í grunninn góður og vel gefinn sveitapiltur sem elskar land sitt og þjóð og og hefur í lifanda lífi orðið ein  af táknmyndum Suðurlands, nútímaútgáfa af bergrisanum í Lómagnúpi. Eftir því sem ég best veit elskar hann alla Sunnlendinga jafnt af hvaða litarhætti sem þeir eru enda voru svartir menn í húskarlaliði Hallgerðar.  Þó einhverjir formenn fyrirlitlegra samtaka hafi í den skráð Guðna í bók sína ber að taka fullt mark á neitun Guðna um að hann hafi skráð sig í slík samtök.  Þess vegna er það ekki sæmandi að draga þetta upp í þeim tilgangi að smækka manninn.  Og ekkert betra þó að í ásökuninni hafi bara verið rifjuð upp……þar liggja meinlegheitin drengir góðir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Þakka þér fyrir greinina hjh. Í henni er sannanlega orðfæri sem gæti kveikt í ofstopamönnum. Mér sýnist við næstumþví réttdræpir.

  • Hafseinn Asgeirsson

    Hann HJH er algerlega med thetta. Hægt ad taka undir hvert ord.

  • Já því miður er Guðni á leið illinda og átaka með forsetann í farabroddi. Þjóðernisboðskapur er vand með farinn. Fyrir utan tímaskekkjuna sem af honum leiðir eru allar tilraunir til leiðréttingar á þeirri sömu skekkju glæpsamlegar komnar í framkvæmd.

Höfundur